Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3538 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær og hvers vegna breyttist „ek em“ í „ég er“?

Í þessu felast eiginlega tvær spurningar, annars vegar breytingin frá ek í ég og hins vegar breytingin úr em í er. Breytingin frá ek í ég Eintölubeyging 1. persónu fornafnsins í forníslensku og nútímaíslensku er sýnd í Töflu 1. eintala físl. nísl. ...

category-iconLögfræði

Eru til einhver lög um sjálfsvörn? Sá sem beitir sjálfsvörn fer yfirleitt verr útúr kærunni heldur en árásarmaðurinn, hvernig verkar þetta?

Til eru lög um neyðarvörn sem oft er kölluð sjálfsvörn í daglegu tali. Í 1. málsgrein 12. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir svo: Það verk er refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að breyta loftþrýstingseiningunni hPa yfir í cm vatns?

Þrýstingur (e. pressure) er skilgreindur sem kraftur á flatareiningu, það er newton á fermetra, og er hann táknaður með bókstafnum p. Auðvelt er að reikna þrýsting á ákveðnu dýpi h í vökva eða gasi með tiltekinn eðlismassa ρ (ρ er gríski bókstafurinn "hró" eða "ró" og SI-einingin fyrir eðlismassa er kg/m...

category-iconEfnafræði

Hvernig lýsir maður myndun kvikasilfuroxíðs i efnajöfnu?

Kvikasilfur (e. mercury) er frumefni númer 80 í lotukerfinu og er táknað með Hg. Kvikasilfur er silfurlitur málmur með þá sérstæðu eiginleika að vera fljótandi við herbergishita en bræðslumark þess er -39°C og suðumarkið 357°C. Einungis eitt annað frumefni er í vökvaham við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C) ...

category-iconStærðfræði

Hvað er algebra og til hvers er hún kennd í skólum?

Vignir Már Lýðsson spurði: "Hvað er algebra? Getið þið gefið mér dæmi?" Halldór Berg Harðarson spurði: "Hver er tilgangurinn með því að kenna algebru í grunnskóla?"Í venjulegum reikningi, til dæmis þegar verð einstakra hluta í innkaupakerru eru lögð saman til að finna út heildarverðið, er unnið með tölur. Hver var...

category-iconStærðfræði

Hvað er mengi?

Mengi er safn vel skilgreindra hluta. Hlutirnir sem mynda mengið kallast stök þess og þeir geta verið af hvaða tagi sem er, til dæmis má tala um mengi allra ríkja í Evrópu og mengi allra heilla talna. Ríkin Andorra, Belgía og Króatía eru þá dæmi um stök í fyrra menginu og tölurnar $2$, $-7$ og $33$ eru dæmi um stö...

category-iconLandafræði

Hve mikill hluti af Suðurnesjabúum býr í Reykjanesbæ?

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands um íbúafjölda á Íslandi þann 1. desember árið 2002, voru íbúar á Suðurnesjum 16.793 talsins. Af þeim voru 10.914 með skráð lögheimili í Reykjanesbæ en það samsvarar því að um 65% Suðurnesjamanna búi í Reykjanesbæ. Ívið fleiri karlar en konur búa í Reykjanesbæ því skipting á mi...

category-iconJarðvísindi

Getið þið sagt mér það helsta um eldstöðvakerfið sem kennt er við Svartsengi og Eldvörp?

Næsta eldstöðvakerfi austan Reykjaness er venjulega kennt við Svartsengi og Eldvörp. Hér verður það nefnt Svartsengiskerfi. Röð af dyngjum og móbergsfellum úr ólivínríku bergi skilur á milli þess og Reykjaneskerfisins. Þar er Háleyjarbunga syðst, þá Sandfellshæð, Lágafell, Sandfell, Þórðarfell og Súlur-Stapafell n...

category-iconLæknisfræði

Hver er tíðni sykursýkistegundar II á Íslandi?

Sykursýki (Diabetes Mellitus) er efnaskiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Sjúkdómurinn kemur fram þegar briskirtillinn framleiðir of lítið insúlín eða þegar líkaminn getur ekki nýtt sér það insúlín sem brisið framleiðir. Til eru tvær tegundir sykursýki: tegund 1 er insúlínháð sykurs...

category-iconHagfræði

Má bræða íslenska mynt til þess að nota málminn úr henni?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og lögum nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands er ekkert ákvæði að finna þar sem lagt er bann við því að eigendur íslenskrar myntar bræði hana og noti málminn í öðrum tilgangi. Því getur hver sem er brætt þá íslensku mynt sem hann á. ...

category-iconVísindi almennt

Hvað tekur langan tíma að labba frá Reykjavík til Akureyrar?

Tíminn sem það tekur að ganga á milli Reykjavíkur og Akureyrar fer að sjálfsögðu eftir því hvaða leið er valin og hversu hratt er gengið. Á vef Vegagerðarinnar er að finna upplýsingar um vegalengdir á milli margra staða á landinu og er oft hægt að velja fleiri en eina leið. Ef þjóðvegi 1 er fylgt þá er leiðin...

category-iconHugvísindi

Hvernig er hægt að rökstyðja að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni?

Frá sjónarhóli tölfræðilegrar fólksfjöldafræði er eðlilegast að svara spurningu þessari með því að athuga hve marga hugsanlega áa (forfeður og formæður) hver einstaklingur á. Við tökum hér dæmi af einstakling sem fæddur er árið 1970. Foreldrar hans tveir eru ekki ósennilega fæddir um 1940. Afar hans og ömmu, alls ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er liðagigt og er hægt að lækna hana?

Orsakir þessa sjúkdóms eru óþekktar en hann er talinn stafa af flóknu samspili erfða og umhverfisþátta. Liðagigt (rheumatoid arthritis) er venjulega flokkuð sem sjálfsofnæmissjúkdómur en í slíkum sjúkdómum ræðst ónæmiskerfi líkamans gegn eigin frumum og skemmir þær. Sjúkdómurinn er langvarandi, nánast ólæknandi, o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja keypti eða kaupti?

Sögnin að kaupa er veik sögn sem beygist í kennimyndum kaupa - keypti - keypt. Sögnin beygist þannig í nútíð og þátíð: Nútíð - Þátíð 1.p.et. kaupi - keypti 2.p. kaupir - keyptir 3.p. kaupir - keypti 1.p.ft. kaupum - keyptum 2.p. kaupið - keyptuð 3.p. kaupa - keyptu Á eldra málstigi varð hljóðbreyting í ...

category-iconLögfræði

Þarf sambúðarfólk að gera sameiginlega skattaskýrslu þó að annar aðilinn sé skráður fyrir öllum eignum?

Öllum þeim sem búsettir eru hér á landi er skylt að skila inn skattframtali, samanber 1. tölulið 1. málsgrein 1. greinar laga númer 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt með síðari breytingum. Engu breytir hve miklar eignir menn eiga eða hvort þeir eiga eignir á annað borð. Sambúðarfólki er skylt að skila sameiginl...

Fleiri niðurstöður