Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1243 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hver er þumalputtaregla Canakaris?

Hér er væntanlega verið að vísa til þumalputtareglu sem Ronald nokkur Canakaris beitir við val á hlutabréfum. Canakaris þessi stjórnar nokkrum bandarískum verðbréfasjóðum og starfar hjá fyrirtæki sem heitir Montag & Caldwell. Canakaris einbeitir sér að stórum fyrirtækjum, með markaðsvirði umfram þrjá milljarða ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru lögréttumenn á miðöldum þingmenn þess tíma eða hver var embættisskylda þeirra?

Stöður lögréttumanna urðu til eftir að Ísland komst undir konungsvald, fyrst með lögbókinni Járnsíðu 1271, síðan með Jónsbók sem tók gildi 1281. Þessar stöður voru til uns Alþingi var lagt niður um aldamótin 1800. Lögréttumenn voru bændur, karlmenn sem ráku bú, tilnefndir af sýslumönnum og lögmönnum. Það gerðist þ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Gissur jarl Þorvaldsson og hvaða hlutverki gegndi hann á Sturlungaöld?

Gissur Þorvaldsson var höfðingjasonur í Árnesþingi, áttundi maður í beinan karllegg frá Ketilbirni gamla Ketilssyni, landnámsmanni á Mosfelli í Grímsnesi, sjötti maður frá Gissuri hvíta, forystumanni að kristnitöku Íslendinga, fimmti maður frá Ísleifi Gissurarsyni biskupi í Skálholti. Í móðurætt var Gissur sonur Þ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær og hvernig náðu Danir yfirráðum yfir Færeyjum, Íslandi og Grænlandi?

Ef marka má Færeyinga sögu, sem rituð var á fyrri hluta 13. aldar, voru það Færeyingar sem fyrstir eyþjóðanna í Norður-Atlantshafi gengu Noregskonungi á hönd. Samkvæmt Færeyinga sögu var það Ólafur helgi Haraldsson, Noregskonungur, sem fyrstur reyndi að fá færeyska höfðingja til að gerast sér skattskyldir, hugsanl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þrífast rottur í sveitum landsins og hvar halda þær til í þéttbýli?

Tvær rottutegundir hafa fundist hér á landi, brúnrotta (Rattus norvegicus) og svartrotta (Rattus rattus). Eins og Gunnar Karlsson rekur í svari sínu við spurningunni Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi? er trúlegt að Ísland hafi verið rottulaust fram á 17. eða 18. öld. Fyrst er getið um rottur í sýslulýsin...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er rúpía margar krónur?

Gjaldmiðill Indlands er kallaður á ensku Rupee og það hefur verið þýtt á íslensku rúpía eða rúpíi. Fleiri lönd nota reyndar gjaldmiðla með svipuðum nöfnum, til dæmis Indónesía, en hér verður gert ráð fyrir að átt sé við gjaldmiðil Indlands. Mahatma Gandhi prýðir rúpíuseðlana. Opinbert gengi indversku rúpíunn...

category-iconFélagsvísindi

Hvað heitir gjaldmiðill Armeníu?

Gjaldmiðill Armeníu nefnist dram. Eitt dram kostar um 15 íslenska aura þegar þetta er ritað (14.5.03) 100 dram frá Armeníu. Armenía var fyrr á öldum mun stærra land en hlutar þess tilheyra nú nágrannalöndunum. Armenía var hluti Rússlands frá 1828, lýsti yfir sjálfstæði 1918 en landið var síðan hernumið af T...

category-iconFélagsvísindi

Er líklegt að lækkun á tekjuskattshlutfalli auki skatttekjur ríkissjóðs?

Eins og fram kemur í öðru svari á Vísindavefnum, um umframbyrði skatta, þá geta skattar haft ýmis áhrif á hegðan manna. Með talsverðri einföldun má lýsa helstu áhrifunum þannig að fólk hafi yfirleitt tilhneigingu til að koma sér hjá skattgreiðslum. Eftir því sem skatthlutföll eru hærri, því sterkari er þessi tilhn...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er talað um grasekkjur og grasekkla þegar makinn er í burtu? Hvaðan koma þessi orð?

Orðin grasekkja, grasekkjumaður og grasekkill eru tekin að láni úr dönsku. Þau eru ekki gömul í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 20. aldar. Í orðabók Menningarsjóðs (1963, 1983), sem Árni Böðvarsson ritstýrði, eru þau merkt með spurningarmerki sem var til merkis um að þau væru óæsk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé?

Í fornu máli var eingöngu lengdarmunur á e [e] og é [eː] – broddurinn yfir é táknaði lengd. Á 13. öld þróaðist é yfir í tvíhljóð, [ie] (sjá Stefán Karlsson 2000:24). Síðan breyttist hljóðgildi fyrri hlutans og í nútímamáli stendur bókstafurinn é langoftast hvorki fyrir einhljóð né tvíhljóð, heldur samband tve...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru til margir gjaldmiðlar?

Það er erfitt að gefa nákvæmt svar við þessari spurningu því að í mörgum tilfellum er álitamál hvað getur talist gjaldmiðill. Ef einungis eru taldir með þeir gjaldmiðlar sem gefnir eru út af ríkisstjórnum eða stjórnendum sjálfsstjórnarhéraða sem hafa einhvers konar viðurkenningu á alþjóðavettvangi þá eru gjaldmið...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er gullfótur og hverjir eru kostir hans og gallar?

Sagt er að gjaldmiðill sé á gullfæti ef að baki hans er gullforði þannig að sérhver peningaseðill eða mynt er í reynd ávísun á tiltekið magn af gulli. Hugsum okkur til dæmis að ríki nokkuð eigi eitt tonn af gulli og að gjaldmiðill þess, sem við getum kallað skildinga, sé á gullfæti. Gefum okkur enn fremur að hver ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er neyslustýring?

Neyslustýring hefur verið notuð innan hagfræðinnar til að lýsa því hvernig opinberar álögur og í sumum tilfellum niðurgreiðslur hafa áhrif á neyslu manna. Ef álögur eða niðurgreiðslur eru mjög mismunandi á vörur sem eiga í samkeppni í hugum neytenda þá getur það breytt neyslu manna, þannig að hún verði öðruvísi en...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar berg finnst í Fremrinámakerfinu? Getið þið sagt mér eitthvað meira um Fremrináma?

Fremrinámakerfið nær sunnan úr Ódáðahrauni, norður með Norðurfjöllum og Jökulsá á Fjöllum og út með Öxarfirði. Það er meira en 100 kílómetra langt og breidd mest milli Heilagsdals og Ketildyngju, um tíu kílómetrar. Þar er megineldstöðin með mestri gosvirkni og upphleðslu, súru bergi og háhitasvæði. Kerfið er í óby...

category-iconFélagsvísindi

Hvort er betra að fara í viðskiptafræði eða hagfræði ef maður hefur áhuga á að verða löggiltur endurskoðandi?

Til að verða löggiltur endurskoðandi þarf að uppfylla ýmis skilyrði sem eru tilgreind í nýsamþykktum lögum um endurskoðendur. Meðal annars þarf að ljúka sérstöku prófi, hafa viðeigandi starfsreynslu og hafa lokið meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun. Það er nýmæli að meistaranám þurfi, samkvæmt fyrri lögum...

Fleiri niðurstöður