Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 403 svör fundust
Hvað merkir nafnið á fossinum Glanna?
Örnefnið Glanni er að minnsta kosti á tveimur stöðum á Vesturlandi, annars vegar foss í Norðurá í Mýrasýslu, suður undan Hreðavatni. Hann hét áður Glennrar (máldagi 1306) eða Glennunarfoss (1397) (Íslenskt fornbréfasafn IV:122; Glunnrarfoss í nafnaskrá). Í sóknarlýsingu eftir sr. Jón Magnússon frá 1840 er talað um...
Hvenær kom fyrsta teiknimyndasagan út? Hver var tilgangur hennar og um hvað var hún?
Ef nefna á einhvern einn mann væri það Svisslendingurinn Rodolphe Töpffer (1799-1846). Hann er upphafsmaður andhetjuhefðarinnar innan myndasagna en hans sögur fjölluðu gjarnan um árangurslitla og hlægilega baráttu vonlausra manna við samfélag og náttúru. (Sjá nánar neðar í svari.) Uppruni listforma er yfirleitt...
Hvað eru hrævareldar og hvar er þeirra getið í innlendum og erlendum heimildum?
Hrævareldar eru flöktandi ljós sem sjást að næturlagi yfir mýrum. Yfirleitt er þá metangas að brenna en það myndast við sundrun jurtaleifa í mýrum. Engin ástæða er til að ætla annað en að fyrirbærið hafi verið þekkt frá alda öðli. Það er nefnt í gömlum íslenskum textum og til að mynda eru ensku orðin um fyrirbærið...
Hvers vegna á að lengja skólaárið?
Skólaárið í íslenskum grunnskólum og framhaldsskólum hefur verið allmiklu styttra en í nágrannalöndum okkar. Þetta er ein ástæðan til þess að nemendur hér á landi eru „á eftir” jafngömlum nemendum erlendis samkvæmt alþjóðlegum könnunum, til dæmis á sviðum eins og stærðfræði og raungreinum þar sem auðvelt er að ger...
Hver er sagan á bak við orðið völundarhús?
Spurningin sem Hólmkell Leó sendi inn hljóðaði svona: Ég er forvitinn að vita af hverju völundarhús heita þessu nafni? Orðið völundarhús er annars vegar notað um flókna byggingu með mörgum göngum og ranghölum en hins vegar um hluta af innra eyra. Fyrri merkingin er mun eldri og kemur þegar fram í fornu mál...
Hvað er slangur gamalt fyrirbrigði?
Erfitt er að skilgreina nákvæmlega hvað átt er við með orðinu slangur. Það nær yfir óformlegt orðfæri sem er frábrugðið viðurkenndu málsniði. Slanguryrðin eru oft tengd ákveðnum hópum í samfélaginu sem nota þau sem sitt sérstaka mál. Slangur einkennist af óvenjulegri orðmyndun, orðaleikjum og myndmáli og er fyrst ...
Eru til einhver séríslensk mannanöfn?
Elstu heimildir um nöfn manna sem fluttust hingað til lands og settust hér að er að finna í Landnámu. Þótt engin vissa sé fyrir því að allir þeir menn sem þar eru nefndir hafi verið til hafa þó landsmenn borið flest þessara nafna um aldir. Til Landnámu og Íslendinga sagna hafa einnig verið sótt nöfn á síðari öldum...
Hverjir stóðu fyrir hinni veigamiklu málhreinsistefnu á 18. og 19. öld og hvernig var henni framfylgt?
Á 18. öld þótti íslenskt mál orðið ærið spillt og dönskuskotið. Helst bar á þessu í kringum verslunarstaðina fyrir áhrif frá dönskum kaupmönnum og í máli iðnaðarmanna sem lærðu nær undantekningarlaust í Danmörku og fluttu tækniorðin heim með sér. Á síðari hluta aldarinnar var hafist handa við það í anda fræðsluste...
Hver eru helstu bókmenntaverk sem skrifuð voru á sjöunda áratugnum og hvað einkennir þau helst?
Sjöundi áratugurinn markaði um margt tímamót í íslenskri bókmenntasögu. Þá náði módernisminn fótfestu í íslenskri skáldsagnaritun. Áður hafði módernismi komið fram í ljóðagerð og smásagnagerð á Íslandi, en það var hins vegar ekki fyrr en upp úr 1965 sem stefnan varð ríkjandi meðal skáldsagnahöfunda. Erlendis var m...
Hverjir sömdu allar málfræðireglur í íslensku og hvers vegna eru þær enn í gildi?
Elstu skrif sem finna má um íslenskt mál eru fjórar ritgerðir sem varðveittar eru í svonefndri Ormsbók Snorra-Eddu, handriti frá því um miðja 14. öld. Í elstu ritgerðinni, sem oft er kölluð „Fyrsta málfræðiritgerðin“ og samin var á 12. öld, er reynt að fella latneska stafrófið að íslensku hljóðkerfi. Í annarri rit...
Af hverju er bergrisi, sem táknar eitthvað vont í norrænni goðafræði, verndari Íslands?
Með verndara Íslands er í spurningunni sennilega átt við bergrisa þann sem í Heimskringlu segir að óð út á sjóinn fyrir sunnan land til móts við sendimann Haralds konungs Gormssonar, en sá fór í hvalslíki. Risinn var reyndar einn af fjórum helstu landvættum í sögunni, en hinar voru griðungur, gammur og dreki. Auk ...
Hvað eru vættir? Eru þeir til í alvörunni?
Vegna orðalagsins í spurningunni skal þess fyrst getið að í íslensku mun orðið vættur upphaflega hafa verið notað í kvenkyni. Þannig er það í fornritum og karlkynsmyndin sést ekki með vissu í rituðu máli fyrr en á 19. öld. Uppruni orðsins er ekki fyllilega ljós. Mynd þess finnst í fornenskum og fornþýskum mállýsku...
Hvaðan kemur orðið dúkkulísa og hversu gamalt er það?
Orðið dúkkulísa er eitt af þeim sem margir þekkja en lítið hafa komist á prent. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru aðeins þrjár heimildir og hin elsta þeirra úr bókinni Það rís úr djúpinu eftir Guðberg Bergsson frá 1976 (bls. 175). Þar stendur: „Framan á magann nældi hún með stórri öryggisnælu tvær dúkkulísur ...
Hvar og hvenær fæddist Jóhannes Kjarval?
Jóhannes Sveinsson Kjarval fæddist 15. október árið 1885 í Efri-Ey í Meðallandi í Skaftafellssýslu. Hann var sonur hjónanna Sveins Ingimundarsonar og Karitasar Þorsteinsdóttur Sverrissen. Fyrstu æviárin bjó hann í Efri-Ey en fjögurra ára gamall var hann sendur í fóstur til frændfólks síns í Geitavík í Borgarfirði...
Er orðið tískulaukur til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Er til orðið tískulaukur? Er búin að rekast á þetta orð tvisvar nýlega á sitthvorum netmiðlinum og er að velta því fyrir mér hvort einhver sé að misskilja eitthvað eða hvort að þetta sé orð... Orðið tískulaukur hefur stundum verið notað um þann sem fylgist vel með nýjum tís...