Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1582 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna geta bankar krafist verðbóta af útlánum en þurfa ekki að greiða einstaklingum verðbætur á innlán?

Bankar og sparisjóðir bjóða bæði upp á verðtryggð og óverðtryggð inn- og útlán. Hér á Íslandi gildir almennt að það er samkomulagsatriði á milli lántakanda og lánveitanda hvort lán er verðtryggt eða óverðtryggt. Þó er óheimilt að verðtryggja lán til skemmri tíma en fimm ára og innstæður til skemmri tíma en þriggja...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru álfar til?

Átrúnaður á aðra tegund fólks sem byggir jörðina með mönnum, en er ósýnilegt sjónum þeirra, hefur fylgt mannkyninu frá því að sögur hófust. Frásagnir af högum þess, híbýlum og samskiptum við mannfólkið hafa gengið mann fram af manni. Þeir sem gæddir eru sérstökum gáfum til þess arna koma annað slagið auga á þetta ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Út á hvað gengur réttarlíffræði?

Í heild sinni hljóðar spurningin svona: Út á hvað gengur réttarlíffræði (forensic biology) og hver er munurinn á henni og réttarmannfræði? Forensic biology táknar samkvæmt orðanna hljóðan réttarlíffræði en það hugtak er afar breitt og tekur til fleiri en einnar sérfræðigreinar. Til munu vera háskólar sem bjóða u...

category-iconLandafræði

Hverjar eru fimm helstu borgir Frakklands?

Hér er gert ráð fyrir að þegar spurt er um helstu borgir sé átt við fjölmennustu borgir Frakklands. Höfuðborgin París er fjölmennasta borg Frakklands. Í borginni sjálfri búa tæplega 2,2 milljónir manna. Á Stór-Parísarsvæðinu, það er í París og nágrannasveitarfélögum, búa hins vegar næstum 12 milljónir og er þa...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað var efst á baugi í raunvísindum árið 1944?

Ef við hefðum spurt fólk á árinu 1944 hvaða verkefni vísinda bæri þá hæst hefði nær enginn svarað því „rétt“ samkvæmt því sem síðar hefur komið í ljós. Ástand vísinda var þá mjög afbrigðilegt vegna þess að ófriður ríkti víða um heim – heimsstyrjöldin síðari sem svo er kölluð. Vísindi og stríð eiga afar illa saman,...

category-iconHagfræði

Hvað eru smálán?

Upprunalega spurningin var: Hvað geturðu sagt okkur um smálán? :) Heitið smálán er almennt notað um lán sem nema lágum upphæðum og eru veitt til skamms tíma. Á ensku er gjarnan talað um „payday loans“ sem vísar til þess að algengt er að launþegar sem þurfa fé í aðdraganda útborgunar launa taki slík lán til að ...

category-iconLögfræði

Hver er lögfræðilega skilgreiningin á líkamsárás?

Misjafnt getur verið hvað hin ýmsu hugtök þýða bæði almennt séð og lagalega séð. Lagalega skilgreiningin á orðinu þjófnaður er til dæmis allt önnur en gengur og gerist í daglegu tali. Það sem daglega er kallað þjófnaður er hinsvegar skilgreint sem gripdeild í lagalegri merkingu og felst grundvallarmunurinn í því h...

category-iconMannfræði

Hvað getið þið sagt mér um kínverskt samfélag?

Hér skal „kínverskt samfélag“ skilið sem samfélag Kínverska alþýðulýðveldisins. Talin verða upp fimm almenn atriði sem einkum gera þetta samfélag frábrugðið þeim vestrænu: 1. menningarhefðin á sér ólíkar rætur; 2. kínversk matarmenning hefur ómetanleg áhrif á daglegt líf og ásýnd samfélagsins; 3. fólksfjöldi er m...

category-iconHeimspeki

Hvað er að skilja skoðun?

Að skilja skoðun getur ýmist verið fólgið í því að vita inntak skoðunarinnar; að vita undir hvaða kringumstæðum skoðunin er sönn eða ósönn. Ef það er skoðun mín að kaffi sé almennt gott fyrir svefninn, þá er sú skoðun sönn einungis ef kaffi er almennt gott fyrir svefninn. Og til að skilja þessa skoðun þarf maður þ...

category-iconHeimspeki

Hvernig getur Guð verið dáinn ef hann fæddist aldrei?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Nietzsche sagði að Guð væri dáinn; hvernig getur Guð verið dáinn ef Guð fæddist aldrei, hvernig getur eithvað dáið sem aldrei hefur öðlast líf?Ýmsir hafa brotið heilann um þessa spurningu en tvær ólíkar forsendur kunna að liggja henni til grundvallar. Annars vegar má hugsa sér...

category-iconFöstudagssvar

Eruð þið heimskir?

Þetta er kærkomin og mikilvæg spurning þó að henni sé ef til vill ekki auðsvarað á þann hátt að lesandinn trúi svarinu. Það fyrsta sem vekur athygli er að spyrjandi, sem er 12 ára, notar karlkyn. Hann spyr ekki "Eruð þið heimsk?" heldur "Eruð þið heimskir?" Sennilega hefur hann fundið á sér að konurnar sem vinna v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu?

Þessi spurning kemur oft upp þegar fólk byrjar að efast um að NASA hafi farið til tunglsins. Margir samsæriskenningasmiðir hafa notað þetta sem vísbendingu um að fyrsta tunglferðin hafi jafnvel öll verið fölsuð í myndveri. En eins og svo oft áður byggja þeir rök sín á mjög ótraustum grunni og þegar allt kemur til ...

category-iconStærðfræði

Hvernig vitum við að 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4?

Oft er það þannig að erfiðast er að færa rök fyrir staðhæfingum sem okkur virðast hvað augljósastar. Flestir notfæra sér þekkingu eins og að $1+1=2$ og $2+2=4$ án nokkurrar umhugsunar í daglegu lífi, en eins og spyrjendur hafa áttað sig á er hægara sagt en gert að útskýra hvers vegna þessar staðhæfingar eru sannar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í gömlum landamerkjabréfum sem ég hef lesið er talað um sauðahús og beitarhús. Er munur á þessum húsum?

Eftir því sem best verður séð er lítill munur á þessum húsum. Beitarhúsin voru fjárhús sem voru yfirleitt í nokkurri fjarlægð frá bænum, stundum alllangt. Orðið sauðhús eða sauðahús var notað í tvenns konar merkingu. Annars vegar almennt um fjárhús fyrir sauðfé en hins vegar um fjárhús sérstaklega ætlað geldfé. ...

category-iconHugvísindi

Er möguleiki á því að vísindamenn hafi rangt fyrir sér um allar sínar uppgötvanir?

Í stuttu máli sagt: Já, það er möguleiki á því – en flestir myndu telja það afar ólíklegt. Vangaveltur um takmarkanir mannlegrar þekkingar hafa verið sem rauður þráður í gegnum sögu heimspeki. Til að þekking okkar verði traust er einn möguleiki að grundvalla hana á sjálfljósum staðreyndum, það er fullyrðingum ...

Fleiri niðurstöður