Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8727 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Marteinsdóttir rannsakað?
Bryndís Marteinsdóttir er verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Rannsóknir hennar eru á sviði plöntuvistfræði og snúa einkum að uppbyggingu plöntusamfélaga og áhrifum mismunandi þátta á þurrlendisvistkerfi. Bryndís hefur stundað rannsóknir í samstarfi við erlenda og innlenda vísindamenn. Hér má nefna rannsók...
Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Rastrick stundað?
Ólafur Rastrick er dósent í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur lagt stund á rannsóknir á menningarsögu og þjóðfræði nítjándu og tuttugustu aldar. Meðal viðfangsefna hans má nefna rannsóknir á menningarpólitík, menningararfi, líkamsmenningu og ómenningu. Í bókinni Háborgin: M...
Hvað hefur vísindamaðurinn Elísabet Hjörleifsdóttir rannsakað?
Elísabet Hjörleifsdóttir er dósent í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og brautarstjóri námslínunnar Krabbamein og líknarmeðferð. Rannsóknir Elísabetar hafa beinst að sálfélagslegum þáttum hjá einstaklingum með krabbamein á mismunandi stigum sjúkdómsins og þáttum sem snúa að líknar og- lífslokameðferð. Megin...
Hvaða rannsóknir hefur Dagný Kristjánsdóttir stundað?
Rannsóknarsvið Dagnýjar Kristjánsdóttur eru íslenskar bókmenntir, íslensk bókmenntasaga, kvennabókmenntir, barnabókmenntir, bókmenntir og læknisfræði (læknahugvísindi), sálgreining og vistrýni. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Helstu rit Dagnýjar eru Frelsi og öry...
Hvaða rannsóknir hefur Arnfríður Guðmundsdóttir stundað?
Arnfríður Guðmundsdóttir er prófessor í samstæðilegri guðfræði með áherslu á kvennaguðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Arnfríðar hafa verið á sviði femíniskrar guðfræði, með áherslu á lútherska guðfræði, Kristsfræði, guðfræðileg stef í kvikmyndum og umhverfisguðfræði. Þá hef...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Steinþórsson rannsakað?
Sigurður Steinþórsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðfræði, með berg- og jarðefnafræði sem sérgreinar. Fræðin nam hann í St. Andrews í Skotlandi (B.Sc. Honours) og Princeton, Bandaríkjunum (Ph.D.) á árunum 1960-70. Á þeim áratug varð bylting í heimsmynd jarðfræðinnar þar sem landrek í formi fl...
Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Zoega rannsakað?
Helga Zoega er prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Helgu eru á sviði lyfjafaraldsfræði og beinast einkum að lyfjanotkun meðal barnshafandi kvenna og barna – hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á áður en þau koma á markað. Rannsóknir Helgu eru flestar unnar í nánu samstarfi ví...
Hvaða rannsóknir hefur Rósa Þorsteinsdóttir stundað?
Rósa Þorsteinsdóttir er þjóðfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Rósa hefur haft umsjón með tölvuskráningu þjóðfræðasafns stofnunarinnar og tekið þátt í þróun gagnagrunnsins ismus.is þar sem efni safnsins er aðgengilegt. Hún hefur einnig séð um margs konar útgáfur á þjóðfræðiefni safnsins. R...
Hvaða hefur vísindamaðurinn Ari Ólafsson rannsakað?
Ari Ólafsson er dósent í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknaviðfangsefni hans snúa öll að ljósfræði; ýmist eðlisfræði gasleisa (e. gas laser), litrófseiginleikum smærri sameinda á innrauða litrófsbilinu, snefilefnagreiningu í gasfasa með háupplausnar leisigeislum og svokallaðri ljós...
Hvaða rannsóknir hefur Íris Ellenberger stundað?
Íris Ellenberger er sagnfræðingur sem starfar á sviði sögu fólksflutninga, þvermenningarlegrar sögu og sögu kynverundar með áherslu á hinsegin sagnfræði. Doktorsritgerð Írisar frá 2013 fjallar um samfélagslega stöðu danskra innflytjenda á Íslandi á árunum 1900–1970 og hvernig hún breyttist með auknu sjálfsforræði ...
Hvaða rannsóknir hefur Njörður Sigurjónsson stundað?
Njörður Sigurjónsson er dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Rannsóknir hans eru einkum á sviðum menningarstjórnunar og menningarstefnu en einnig hefur hann rannsakað hljóðmenningu og fagurfræði skipulagsheilda. Rannsóknir Njarðar felast í greiningu á hugmyndum um stjórnun menningarstofnana með ...
Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Rögnvaldsson stundað?
Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emeritus við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snerust framan af einkum um íslenska setningafræði og hann hefur skrifað margar greinar á því sviði. Kandídatsritgerð hans fjallaði um orðaröð nútímamáls og hann hélt áfram rannsóknum á því sviði um tíma en ...
Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir stundað?
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir er prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað áhrifaþætti náms- og starfsvals og mælt árangur af aðferðum í náms- og starfsráðgjöf. Áhrif á náms- og starfsval eru bæði af félagslegum og sálrænum toga. Til að kanna félagslega áhrifaþætti á náms- og starfsval...
Hvaða rannsóknir hefur Ástríður Stefánsdóttir stundað?
Ástríður Stefánsdóttir er dósent í hagnýtri siðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru fyrst og fremst á sviði hagnýtrar siðfræði. Megináherslan hefur verið á siðfræði tengda fagmennsku, fötlunarfræði, vísindum og heilbrigðisþjónustu. Ástríður hefur tekið virkan þátt í umfjöllun um si...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jukka Heinonen rannsakað?
Jukka Heinonen er prófessor í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúa aðallega að sjálfbærni manngerðs umhverfis. Jukka er með doktorsgráðu í fasteignahagfræði frá Aalto-háskóla í Finnlandi og MS-gráðu í félagsvísindum (hagfræði) frá Helsinki-háskóla. Í rannsóknum sínum hefur hann einbeitt ...