Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1888 svör fundust
Af hverju heita kjúklingabaunir þessu nafni? Tengjast þær eitthvað kjúklingum eða öðru fiðurfé?
Kjúklingabaunir, sem einnig eru nefndar kíkertur á íslensku, eru fræ af runnanum Cicer arietinum. Hér til hliðar sést mynd af runnanum og fræjunum. Rómverjar kölluðu fræ eða baun runnans cicer og af því heiti á nafn rómverska stjórnmálamannsins og mælskusnillingsins Ciceros að vera dregið. Sagan segir að einn forf...
Hverjir fundu upp lýðræðið og af hverju?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? er lýðræðið meðal uppfinninga Forngrikkja. Aþena varð einmitt heimsins fyrsta lýðræðisríki árið 508 f.Kr. og síðan fylgdu önnur forngrísk borgríki í kjölfarið. Forngrískt lýðræði var frábrugðið nútímalýðræði á ýmsan hátt. Í Aþenu...
Er hægt að hafa áhrif á sjúkdóminn sóra (psoriasis) með breyttu mataræði?
Sóri (e. psoriasis) er krónískur bólgusjúkdómur og tilheyrir flokki gigtarsjúkdóma. Sjúkdómurinn leggst aðallega á húð einstaklinga en getur þó haft áhrif á hvaða hluta líkamans sem er, en algengast er að hann leggist á höfuðleður, olnboga eða hné. Einkennin lýsa sér sem dökkrauðir eða fjólubláir upphleyptir þurrk...
Hvað er það sem gerir DHEA-fæðubótarefnið ólöglegt á Íslandi?
DHEA eða Dehydroepiandrosterone er forveri að minnsta kosti tveggja hormóna; testósteróns og estradíol. Það hefur verið auglýst sem "youth hormone" af því að það er í hámarki þegar við erum ung. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fylgni milli DHEA og aukins krafts, betri heilsu og hraustleika 40 ára manna, en það var au...
Hvaðan er orðið kommóða komið?
Orðið kommóða var tekið að láni úr dönsku kommode. Þangað barst orðið úr frönsku commode en að baki liggur latneska lýsingarorðið commodus: 'hentugur, mátulegur'. Latneska orðið er sett saman úr forskeytinu con- 'sam-' og modus 'máti, háttur'. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um kommóðu á prenti eru frá síðast...
Hvað er Austmaður?
Orðið Austmaður var í íslenskum fornsögum haft um menn frá Noregi. Í orðabók Johans Fritzners (Ordbog over det gamle norske sprog, I. bindi, bls. 100) er sú skýring við orðið Austmaður að það sé notað um menn sem bjuggu í austri og tekur Fritzner fram að Íslendingar hafi með þessu orði almennt átt við Norðmenn. Þa...
Getur verið að einstaklingur með eðlilegt bragðskyn finni enga lykt?
Með bragðskyninu greinum við eingöngu súrt, salt, sætt og beiskt. Það bragð (flavour) sem við finnum af mat eða drykk er hins vegar samspil bragðskyns, það er að segja þess sem við skynjum með tungunni (taste), og lyktar. Þegar lyktarskynið dofnar, til dæmis þegar við erum kvefuð, bragðast matur þess vegna öðruvís...
Hvað þýða bæjarnöfnin Saurbær og Saurar? Hvað þýðir Ballará?
Ballará rennur eftir Ballarárdal á Skarðsströnd í Dalasýslu. Bærinn Ballará dregur nafn sitt af ánni. Líklegt er að orðið böllur merki hér „kúla, hnöttur“ eins og var í fornu máli. Hugsanlegt er að fjallið fyrir ofan bæinn hafi borið nafnið Böllur, samanber mynd í Árbók Ferðafélagsins 1947 (bls. 87). Til samanbu...
Hvað er hvíthryðja?
Við höfum ekki fundið orðið hvíthryðja í orðabókum. Það kemur hins vegar fyrir í þýðingu á bíómynd eftir Ridley Scott sem heitir á ensku White Squall (1996) en íslenskt heiti hennar er Skólaskipið. Í íslenskum texta myndarinnar er orðið hvíthryðja haft um það sem enska heitið er dregið af en það er ógurleg alda...
Hvers vegna eru aðeins sumir ökumenn, en ekki allir, ákærðir þegar dauðaslys verða í umferðinni?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað með skýrum og einföldum hætti. Meginreglan samkvæmt almennum hegningarlögum er sú að það er ávallt refsivert að valda öðrum manni bana. Hins vegar er gerður stór greinarmunur á því hvort um ásetning er að ræða eða ekki. Í 23. kafla laganna segir meðal annars þetta um viðurlög: H...
Hvernig hljóðar starfslýsing umboðsmanns Alþingis?
Um umboðsmann Alþingis fjalla lög nr. 85/1997, en 2. gr. þeirra laga hljóðar svo:Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal hann gæta þess að jafnræði ...
Verður jörðin einhver tímann útdauð?
Svarið er já; jörðin á eftir að eyðast endanlega þegar sólin þenst út og gleypir hana. Þetta gerist þó ekki í bráð heldur er talið að það verði eftir um það bil 8 milljarða ára. Það er gríðarlega langur tími, lengri en aldur jarðarinnar núna (4,6 milljarðar ára), og miklu lengri en svo að við getum skilið það alme...
Hvað þýðir orðið „femin“ og hvaðan kemur það?
Kvenkynsorðið femina er latína og þýðir kona, samanber femme í frönsku. Í spænsku er kona hins vegar mujer eða señora. Ítölsku orðin eru donna eða signora en orðið femmina er haft til dæmis um kvendýr. Lýsingarorð eins og feminine (kvenlegur) í ensku og feminin í dönsku eru dregin af latneska orðinu og sömulei...
Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru dekkri viðartegundir í heitum löndum og ljósari í kaldari löndum? Eða er reglan „dökkur jarðvegur = dökkur viður“?Litur viðar er hvorki háður veðurfari né jarðvegi. Það vill svo til að flestar trjátegundir í barrskógabeltinu (köldu löndunum) eru með frekar ljósan við en...
Hvað eru til mörg litbrigði af jaspis?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvað eru til mörg litbrigði af steintegundinni jaspis og hvar er jaspis helst að finna? Jaspis er dulkornótt afbrigði af kísli, SiO2, rétt eins og kalsedón (glerhallur, draugasteinn) og tinna. Jaspis er ekki hreinn kísill heldur mengaður ýmsum efnum, einkum járnsamböndum, ...