Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1145 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er suðurströnd Íslands sandströnd eða sandeyrar frá Djúpavogi að Þorlákshöfn?

Talið er að suðurströnd Íslands hafi færst 4 km suður í Kötluhlaupinu 1918. Þá myndaðist Kötlutangi sem var syðsti punktur Íslands í nokkra áratugi, uns hafið hafði nagað hann burt og borið efnið vestur með ströndinni og meðal annars bætt vel í ströndina hjá Vík í Mýrdal. Á landnámsöld, og allt til 1179, var Hjörl...

category-iconHugvísindi

Hverjir eru Gyðingar og hver er sérstaða þeirra?

Þegar við tölum um Gyðinga er sennilega bæði átt við trúarbrögð þeirra og tungumál. Gyðingar hafa nefnilega ekki verið sérstakur „kynþáttur” síðan einhvern tíma langt aftur í fornöld. Þeir Gyðingar sem mestu hafa ráðið í Ísrael eru almennt upprunnir frá Austur-Evrópu og eru líffræðilega skyldastir íbúunum þar. Mar...

category-iconÞjóðfræði

Hvað þýða landvættir? Og eru til sjóvættir?

Hér er einnig svarað spurningunni: Eru til sögur af því hvernig landvættirnar komu til landsins? (Gunnar Logi, f. 1996) Orðið vættur er oftast notað um yfirnáttúrlegar verur frá öðrum heimi. Það er því yfirheiti fyrirbæra eins og drauga, huldufólks, trölla, dverga og ýmiss konar kynjadýra eins og dreka. Sigurður...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru helstu fiskimið Íslands?

Fiskveiðilögsaga Íslendinga er um 760 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar er að finna marga af stærstu fiskistofnum Norður-Atlantshafsins. Ástæðan fyrir mikilli fiskigegnd hér við land tengist kerfi hafstrauma. Hlýr angi af Golfstraumnum kemur að landinu úr suðvestri og berst um allt hafið suður af landinu. Hann ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?

Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæð...

category-iconVeðurfræði

Hvað er El Niño?

Í gegnum tíðina hefur Vísindavefurinn fengið fjölmargar fyrirspurnir um El Niño. Aðrir spyrjendur eru: Ragnheiður Hrönn, Steinunn Ingvarsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir, Hildur Anna Karlsdóttir, Ásgerður Sigurðardóttir, Hildur Ósk Pétursdóttir, Jórunn Helgadóttir, Esther Bergsdóttir, Hanne...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju reiddist Ólafur konungur og lét handtaka alla íslenska menn sem staddir voru með konungi og hótaði að drepa þá ef þeir mundu ekki skírast?

Ólafur Tryggvason var sterkur stjórnmálamaður sem hafði einsett sér að gera allt land sitt (Noreg) kristið. – En ekki aðeins Noreg heldur öll lönd sem voru í mestum tengslum við það, þar á meðal Ísland. Þegar Íslendingar brugðust neikvætt við skipun hans greip hann til ofbeldis eins og stjórnmálamenn og margir aðr...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er það rétt að Danir hafi selt Íslendingum „maðkað mjöl“?

Sú söguskoðun að einokunarverslun Dana hafi verið Íslendingum slæm og ein helsta orsök fátæktar og vanþróunar á Íslandi hefur verið mjög lífseig. Hún á rætur að rekja til þjóðernislegrar sagnritunar sem spratt upp úr sjálfstæðisbaráttunni, í lok nítjándu aldar og á fyrri hluta tuttugustu aldar, þar sem Dönum var k...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd?

Í raun mætti hugsa sér að báðar aðferðirnar sem spyrjandi bendir á séu réttar. Hins vegar mun formúlan fyrir því að reikna út flatarmál, og þá fermetrafjölda ef því er að skipta, vera \(\text{lengd}\cdot \text{breidd}\). Til að hafa þetta allt sem einfaldast skulum við ímynda okkur ferkantað hús á einni hæð. ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær var Alþingi stofnað?

Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930. Þinghaldsstaðurinn hét Lögberg. Þar komu höfðingjar saman í júní ár hvert til að setja lög og kveða upp dóma. Flestum öðrum var einnig frjálst að fylgjast með þinghaldinu, eins og tíðkast á Alþingi enn í dag. Æðsti maður þingsins var lögsögumaðurinn sem var gert að leggja...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör febrúarmánaðar 2018?

Í febrúarmánuði 2018 voru birt 53 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Tvö mest lesnu svörin í febrúar tilheyra flokki á Vísindavefnum sem helgaður er ártalinu 1918, það eru svör ...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör júnímánaðar 2018?

Í júnímánuði 2018 voru birt 58 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Þrjú af mest lesnu svörum júnímánaðar koma úr flokki sem helgaður er 100 ára afmæli fullveldis á Íslandi. Það e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir kirkja þessu nafni?

Orðið kirkja er eitt fjölmargra orða sem bárust í norrænan orðaforða fyrir áhrif frá kristni. Orðið er notað í öllum norrænum málum, í færeysku kirkja, dönsku og norsku kirke, í sænsku kyrka og nýnorsku kyrkje. Til Norðurlanda hefur það borist frá vestur-germönskum málum, sennilega úr fornensku cirice, cyrice (e....

category-iconHugvísindi

Hvaða þátt átti íslensk tunga í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga?

Þegar Íslendingar mynduðu sjálfstætt samfélag á miðöldum, það sem þeir kalla nú þjóðveldi, höfðu þeir ekki sérstakt tungumál. Sjálfir töldu þeir að tunga Norðurlandabúa (að frátöldum Finnum og Sömum) væri ein og kölluðu hana ýmist norrænu eða danska tungu. Á þessu svæði voru auðvitað talaðar margar ólíkar mállýsku...

category-iconHugvísindi

Hver fann upp á því að hita húsin okkar með heitu vatni?

Í svari Gunnars Karlssonar við spurningunni Hvernig nýttu forfeður okkar jarðhitaorku sér til búsældar? kemur margt fróðlegt fram um heitavatnsnotkun Íslendinga. Þar má meðal annars lesa að það beið 20. aldar að Íslendingar leiddu heitt vatn í hús sín til upphitunar. Fyrstur mun hafa gert það Stefán B. Jónsson...

Fleiri niðurstöður