Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 223 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað getur þú sagt mér um Georgíu?

Georgía er í vesturhluta Kákasus, liggur að Svartahafi og á landamæri að Rússlandi, Aserbaídsjan, Armeníu og Tyrklandi. Eins og Armenía og Aserbaídsjan var það eitt af lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur árið 1991. Georgía er um 69.700 km2 að flatarmáli og er áætlað...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Sigríður Þorgeirsdóttir stundað?

Sigríður Þorgeirsdóttir er fyrst kvenna til að gegna fastri stöðu í heimspeki við Háskóla Íslands. Heimspeki hennar hefur á margan hátt endurspeglað þessa staðreynd, en Sigríður hefur ötullega unnið að framgangi femínískrar heimspeki sem að hennar dómi er eitt helsta endurnýjunarafl heimspekinnar í samtímanum. ...

category-iconLandafræði

Hver er munurinn á nýlendu og hjálendu?

Útilokað er að gefa einhlítt svar við þessari spurningu, því að merking beggja hugtakanna er óljós og hefur breyst í tímans rás. Bókstafleg merking orðsins nýlenda er einfaldlega nýtt land, og vísaði það gjarnan til lands sem brotið er undir nýja byggð eða ræktun. Þessi merking kemur meðal annars fram í bæjarnafni...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er MERS-veira og hvernig smitast hún?

MERS-CoV er ein þeirra sjö kórónuveira sem vitað er að geta sýkt menn, eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum? Sjúkdómurinn sem veiran veldur kallast MERS (e. Middle East respiratory syndrome). Hann kemur fram sem ...

category-iconStjórnmálafræði

Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum?

Það er að vissu leyti flókið að bera saman réttindi kvenna á Íslandi og í Bandaríkjunum, einkum vegna þess að Bandaríkin eru sambandsríki þar sem fjöldi sjálfstæðra ríkja setur lög á sínu yfirráðasvæði. Það hefur í för með sér að konur (og aðrir hópar) njóta ólíkra réttinda eftir því hvar þær eru búsettar. Á Íslan...

category-iconTrúarbrögð

Hverjir voru vitringarnir þrír og hvaðan komu þeir?

Heimsókn vitringanna þriggja til Betlehem, sem er að finna í 2. kafla Matteusarguðspjalls, er í hópi allra þekktustu sagna Biblíunnar. Nýja testamentið er upphaflega ritað á grísku og þar er orðið magoi notað um þessa ferðalanga. Í eintölu er það magos. Allt varðandi þessa menn er dálítið þokukennt, en orðið s...

category-iconVeðurfræði

Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?

Gróðurhúsalofttegundir og ský gleypa í sig varmageislun frá jörðinni og endurgeisla svo hluta hennar til baka niður til jarðar1. Þetta vermir yfirborð jarðar upp um nærri 33°C að meðaltali, og ljóst er að án þessara áhrifa væri jörðin ísi hulin og óvíst um líf á henni. Náttúruleg gróðurhúsaáhrif eru því tvímælalau...

category-iconHugvísindi

Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?

Í svarinu verður fyrst og fremst fjallað um Versalasamningana eins og þeir snertu Þýskaland. Versalir er lítil borg 22 km suður af París. Í janúar 1919 flykktust þangað prúðbúnir leiðtogar sigurvegaranna í heimsstyrjöldinni fyrri til skrafs og ráðagerða um frið við Þýskaland sem ásamt bandamönnum sínum hafði b...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær fóru Japan og Ísland í opinbert stjórnmálasamband og í hverju hafa samskipti landanna helst falist? Ísland og Japan stofnuðu til opinbers stjórnmálasambands þann 8. desember árið 1956. Japanir áttu frumkvæði að viðræðunum, en Íslendingar þurftu að hugsa sig vel um áður ...

category-iconLögfræði

Eru rangar fullyrðingar verndaðar af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er rangt mál verndað af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar? Væri t.d. hægt að refsa mér fyrir að segja að reykingar séu hollar, smokkar séu gagnslausir, mamma mín sé 150 ára, og Kringlan sé lokuð á miðvikudögum? Eða myndi það brjóta gegn stjórnarskránni? Skoðana- og tjánin...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér innrásina í Normandí?

Í byrjun árs 1944 var orðið ljóst að Þjóðverjar væru að tapa heimsstyrjöldinni. Þeir höfðu borið lægri hlut í baráttunni um Atlantshafið og Sovétmenn höfðu snúið vörn í sókn á austurvígstöðvunum. Við Miðjarðarhaf höfðu bandamenn náð að hrekja Þjóðverja úr Afríku og ráðast inn í bæði Sikiley og Ítalíu. Þjóðverjar h...

category-iconUmhverfismál

Hver er saga náttúruverndar á Íslandi?

Þetta svar fjallar um náttúruvernd á Íslandi. Lesendur eru líka hvattir til að kynna sér svar sama höfundar um sögu náttúruverndar almennt og tilgang hennar: Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni? Náttúruvernd á Íslandi – fyrstu skrefin Svíar voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að ...

category-iconSálfræði

Hver er Daniel Kahneman og hvert er hans framlag til fræðanna?

Daniel Kahneman fæddist í Tel Aviv árið 1934. Foreldrar hans voru litháískir gyðingar, búsettir í París. Kahneman ólst up í Frakklandi. Bernska hans þar einkenndist af „fólki og orðum“ frekar en íþróttum eða útivist eins og honum sagðist síðar frá.1 Eftir heimsstyrjöldina flutti hann til Palestínu en þar nam hann ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig mengar það að borða kjöt?

Vaxandi hópur fólks hefur áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga og horfir með hryllingi á fjöldaframleiðslu dýra og borðar þar af leiðandi ekki kjöt og jafnvel ekki kjötafurðir. Á sama tíma geta aðrir í samfélaginu ekki hugsað sér lífið án kjöts og enn aðrir reyna að feta einhvern meðalveg. Mannskepnan er ...

category-iconHagfræði

Hvað hefur hagfræðin að segja um mútur?

Mútur (e. bribes) eru ein birtingarmynd spillingar (e. corruption). Samtök gegn spillingu, Transparency International, skilgreina spillingu sem „misnotkun stöðu og valds í eiginhagsmunaskyni“ (e. „abuse of entrusted power for private gains“, sjá https://www.transparency.org/what-is-corruption#define). Spilling get...

Fleiri niðurstöður