Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 913 svör fundust
Hver er minnsti hundur í heimi og af hverju er hann svona lítill?
Minnsta hundakyn í heimi er Chihuahua-hundakynið. Evrópumenn kynntust Chihuahua-hundum í fyrsta skipti á 19. öld. Fræðimenn telja að hundakynið hafi þróast frá svokölluðum Techichi hundum á 9. öld en það voru smávaxnir hundar sem Toltekar í Mið-Ameríku ræktuðu og höfðu sem gæludýr. Allir eru þó ekki á eitt sát...
Hvaða áhrif hafa berserkjasveppir á mann?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvernig líta berserkjasveppir út og hvaða áhrif hafa þeir á mann?Berserkjasveppurinn (Amanita muscaria) tilheyrir ættkvísl reifasveppa eða Amanita. Nánari upplýsingar um útlit og líffræði berserkjasveppsins má finna í svari Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur við spurningunni Hvaða sve...
Hvað er heiðlóan lengi að fljúga frá vetrarstöðvum til varpstöðvanna á Íslandi á vorin?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Góðan dag. Við erum hérna á leikskólanum Gefnarborg að vinna með heiðlóuna og við finnum ekki neins staðar hvað hún er lengi að fljúga milli Íslands og heitu landanna. Hafið þið svarið? Kær kveðja. Krakkarnir á Hálsakoti á Gefnarborg Garði. Vetrarstöðvar íslensku heiðlóu...
Hvað er bilbugur þegar menn láta ekki bilbug á sér finna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er bilbugur og hvaðan kemur orðið, það er þegar sagt er að láta ekki bilbug á sér finna? Orðið bilbugur kemur þegar fyrir í fornu máli, oftast í sambandinu að láta engan/ekki bilbug á sér finna/sjá. Í Grettis sögu, 48. kafla, bls. 154, segir t.d.: Þá mælti Þorbjö...
Af hverju er svona mikill munur á útliti og persónuleika fólks?
Hægt er að skilja þessa spurningu þannig að lesandi vilji vita hvers vegna tiltekið útlit og persónuleiki fari ekki saman. Hér verður aftur á móti gert ráð fyrir að spurt sé um hvers vegna munur sé á milli manna í útliti og persónueinkennum, það er af hverju það eru ekki allir eins. Spurningin um hvað ráði því ...
Er hægt að setja lög á Suðurskautslandinu sem Íslendingar verða að fara eftir?
Suðurskautslandið er ekki sjálfstætt ríki og því er þar enginn sjálfstæður löggjafarvaldshafi eða löggjafi. Nokkur ríki gera tilkall til ákveðinna hluta Suðurskautslandsins en óljóst er hvaða hlutar þess tilheyra hverju. Því verða ekki sett lög á Suðurskautslandinu sem slíku og af því leiðir að Íslendingar hvorki ...
Getið þið sagt mér muninn á íslenskunni sem er töluð á Suðvesturlandi og annars staðar á landinu?
Á Vísindavefnum er svar við fyrirspurn um mállýskur á Íslandi: Hvað eru margar mállýskur í íslensku og hverjar eru þær? eftir Guðrúnu Kvaran. Þar eru nefnd sex helstu einkenni á framburði. Á Suðvesturlandi er linmæli ríkjandi, það er p, t og k eru borin fram ófráblásin eins og b, d og g. Orðin hrapa, láta og r...
Hver er uppruni orðtaksins „Þar stendur hnífurinn í kúnni"?
Þetta orðatiltæki er notað til að lýsa aðstæðum þar sem allt situr fast eða þar sem ágreiningsatriði hamlar frekari framgöngu einhvers. Dæmi um notkun: „Búið er að semja um taxtahækkanir en ekki hefur náðst samkomulag um vaktaálag. Þar stendur hnífurinn í kúnni.” Elsta mynd orðatiltækisins er „Nú stendur hnífur...
Er ekki réttara að segja „Haga seglum eftir vindi” en „Aka seglum eftir vindi”?
Ekki er hægt að segja að önnur mynd orðatiltækisins sé réttari en hin. Í eldri myndinni er talað um að menn „aki seglum eftir vindi” en í nútímamáli er venjan að „haga seglum eftir vindi”. Menn verða svo sjálfir að gera upp við sig hvora myndina þeir nota. Merking orðatiltækisins er „að haga sér eftir aðstæðum"...
Af hverju er DNA-sameindin gormlaga?
DNA sameindir í litningum dýra,plantna og baktería eru tvíþátta gormar. Einþátta DNA-sameindir eru þó ekki óþekktar því þær koma fyrir sem erfðaefni vissra veira. Byggingarefni DNA-sameinda eru svonefnd kirni sem sett eru saman úr sykrunni deoxyríbósa, fosfati og niturbasa. Niturbasar kirna eru ferns konar, ade...
Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita?
Fita er líkamanum nauðsynleg og hún er mikilvægur hluti af mataræði hvers manns. Manneldismarkmið Íslendinga, sem taka mið af mataræði þjóðarinnar og nýjustu rannsóknum í næringarfræði, telja hæfilegt að fullorðnir fái 25-35% orkunnar úr fitu, og þar af komi ekki meira en 15% orkunnar úr harðri fitu, það er mettuð...
Hvað getiði sagt mér um fuglinn túkan (e. Toucan) eða piparfugl?
Túkanar, eða piparfuglar eins og þeir eru yfirleitt nefndir á íslensku, eru allar tegundir innan ættarinnar Ramphastidae eða piparfuglaættar. Um er að ræða 6 ættkvíslir og 40 tegundir. Piparfuglar eru nokkuð breytilegir að stærð. Sá minnsti er leturarki (Pteroglossus inscriptus) sem er 130 g á þyngd og tæpir 30 cm...
Hvaða næringarefni eru í rauðmagalifur, sér í lagi magn A- og D-vítamína?
Til er afar gagnlegur vefur sem geymir upplýsingar um efnainnihald matvæla á íslenskum markaði. Gagnagrunnurinn heitir ÍSGEM og Matís hefur umsjón með honum. Í grunninum er hægt að finna fæðu, bæði eftir íslensku og ensku heiti. Upplýsingar um efnainnihald rauðmagalifrar er að finna í gagnagrunni sem Matís reku...
Losa framræstar mýrar enn koltvísýring þó 50 ár séu liðin frá framræsingunni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Eru löngu framræstar mýrar, sem t.d. voru ræstar fram fyrir um 50 árum, enn að losa koltvísýring í jafn miklum mæli og þær gerðu í upphafi? Eða eru þær orðnar að þurrlendi í þeim skilningi? Á jarðsögulegum tímaskala eru 50 ár skammur tími og því varla hægt að segja ...
Hver fann upp fótboltann?
Með engu móti er hægt að segja að einhver einn hafi fundið upp fótboltann en hægt er að finna dæmi um menn sem fundu upp einstök atriði tengd honum, til dæmis ákveðnar reglur, einhvern sérstakan búnað eða ýmiss konar heiti og nöfn. Þannig er vitað hver fann upp á því að setja net í mörkin (sá fékk einkaleyfi á hug...