Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 305 svör fundust
Hafa konur í Mið-Austurlöndum kosningarétt?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvar í heiminum er það algengast að konur hafi ekki kosningarétt? Í hvaða löndum hafa konur ekki kosningarétt? Ekki er til ein og algild skilgreining á því hvaða lönd teljast til Mið-Austurlanda. Afmörkunin getur að einhverju leyti farið eftir samhenginu eða forsendum hverju s...
Hverjir réðu Gíbraltar á undan Bretum? Hvaða tungumál er talað þar?
Gíbraltar er rúmlega 6,5 km2 skagi syðst á Spáni við mynni Miðjarðarhafs. Saga Gíbraltar nær mörg árþúsund aftur í tímann og þar hafa meðal annars fundist merki um Neanderdalsmenn. Nær í tíma er vitað að Fönikíumenn höfðu sest þar að í kringum 950 f.Kr. og seinna komst skaginn undir Rómaveldi eins og svo mörg önnu...
Hvað hefur vísindamaðurinn Rúnar Unnþórsson rannsakað?
Rúnar Unnþórsson er prófessor í verkfræði við Háskóla Íslands og deildarforseti Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar. Rannsóknir Rúnars eru á sviði hönnunar, þróunar og endurbóta á samþættum kerfum. Viðfangsefnin hafa verið fjölmörg en allflest falla þau í tvo flokka. Annars vegar lausnir sem...
Hvað getið þið sagt mér um Sæunnarsundið?
Svonefnt Sæunnarsund var mikið þrekvirki sem unnið var af kú nokkurri sem synti yfir Önundarfjörð á flótta undan örlögum sínum. Forsaga uppákomunnar er sú að árið 1987 þurfti bóndi á bænum Neðri-Breiðadal í Önundarfirði að fækka gripum sínum vegna nýrra laga um gripakvóta. Hann þurfti því að slátra einni af kúnum ...
Gegna veirur hlutverki í mannslíkamanum?
Óhætt er að fullyrða að veirur gegni hlutverki í mannslíkamanum þrátt fyrir að þekking á því sé enn afar takmörkuð. Fyrst ber að nefna að veirur hafa mikil áhrif í þróun lífsins og flutningi gena á milli lífvera og að stór hluti erfðamengis mannsins virðist kominn frá veirum. Ef einblínt er á veirur sem finnast...
Hver er munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu?
Munurinn á femínisma og jafnréttisstefnu er ekki mikill. Femínismi er margþætt hugtak sem getur meðal annars vísað til fræðigreinar, aðgerðarstefnu, stjórnmálastefnu, auk margs annars. Þó þessi svið haldist í hendur rúmast einnig innan þeirra ólíkar stefnur og ólík sjónarhorn. Einnig er rétt að hafa í huga að femí...
Hvað er rafeldsneyti?
Stutta svarið er: Rafeldsneyti er heiti á nothæfu eldsneyti sem búið er til úr vetni (H2), við rafgreiningu á vatni (H2O), og koltvíildi (einnig nefnt koldíoxíð á íslensku; e. carbondioxide, CO2).[1] Dæmi um slíkt er framleiðsla á metanóli (CH3OH), sem er eldsneytisvökvi sem meðal annars er framleiddur hjá C...
Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar?
Bólusótt er bráðsmitandi veirusjúkdómur af völdum svonefndrar variola-veiru af tegundinni orthopoxveira (ætt; poxviradae). Ekki er ljóst hver uppruni veirunnar er, en bólusóttarveiran er áþekk kúabóluveirunni sem gæti bent til þess að hún sé stökkbreytt kúabóluveira.1 Fjórar orthopoxveirur sem smita manninn er...
Hvaða hefur vísindamaðurinn Sigríður G. Suman rannsakað?
Sigríður G. Suman er dósent við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Fræðasvið hennar er ólífræn efnafræði. Sigríður hefur unnið margvísleg verkefni í tengslum við efnahvatanir, málmdrifin lyf og virkjun smásameinda og umbreytingu þeirra í gagnleg efni. Efnahvatanir eru efnahvörf sem eru nýtt til þess að búa ti...
Hvernig og hvenær varð veirufræði til?
Forsenda þess að veirufræðin yrði til var uppgötvun fyrstu veiranna. Þá sögu er hægt að rekja til síðari hluta 19. aldar. Þá uppgötvaðist með tilraunum að sjúkdómur sem herjaði á lauf tóbaksjurtarinnar smitaðist þrátt fyrir að smitvaldurinn hefði farið í gegnum örsíur úr postulíni. Örsíurnar voru það fínar að ekki...
Eru nefndir í Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu sjálfstæðar eða lúta þær stjórn félagsins?
Vísindavefurinn svarar ekki oft sértækum spurningum af þessu tagi - en segja má að þessi spurning bjóði upp á fræðslu um lög félagasamtaka almennt og ýmislegt í þeim efnum sem gott er að hafa í huga. Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu og áhugafólks um málefni þess (FEBRANG) eru félagasamtök. Lög félagsins o...
Hvers vegna verður oft hvasst við fjöll?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju verður svona hvasst undir fjöllum t.d undir Hafnarfjalli? Það er rétt að í óveðrum verður oftast hvassast við fjöll. Segja má að ástæðan sé tvíþætt. Ef um er að ræða vind sem blæs samsíða fjallshlíð má skýra hröðunina með þrengingu á farvegi loftsins. Það á s...
Af hverju eru langflestir byggðakjarnar á Íslandi við ströndina?
Sú staðreynd að stærstur hluti byggðar á Íslandi er við ströndina á sér vissulega landfræðilegar skýringar þar sem aðstæður til þéttbýlismyndunar fjarri sjó eru ekki sérlega ákjósanlegar á mörgum svæðum, til dæmis í þröngum fjörðum með lítið undirlendi, eins og víða bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Byggðamynstur...
Hvað er ósæðalokuþrengsl og hvaða nýjungar eru í meðferð?
Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti hjartalokusjúkdómurinn á Vesturlöndum og þriðji algengasti hjarta- og æðasjúkdómurinn á eftir háþrýstingi og kransæðasjúkdómi.[1] Á Íslandi er algengi ósæðarlokuþrengsla samkvæmt hjartaómun 4,3% hjá einstaklingum yfir sjötugt en samhliða hækkandi aldri þjóðar má gera ráð fyrir að f...
Hvað er upplýsingaóreiða?
Hugtakið upplýsingaóreiða (e. information disorder) hefur verið áberandi undanfarin ár og þá oft í samhengi við kosningar, alþjóðastjórnmál og stríð. Algengt er að sjá dæmi um upplýsingaóreiðu þegar hagsmunir eru miklir og mál umdeild. Hugtakinu er gjarnan skipt í þrennt: Misupplýsingar (e. misinformation): Röngu...