Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3029 svör fundust
Hvað er vitað um skelkrabba?
Skelkrabbar (Ostracoda) eru meðal tegundaauðugustu núlifandi krabbadýra (Crustacea). Alls hefur rúmlega 8 þúsund skelkrabbategundum verið lýst en það er rúmlega 12% allra núlifandi krabbadýra sem greind hafa verið til tegunda. Helsta einkenni þessa hóps er að flatur skrokkurinn er umvafinn tveimur skeljum líkt og ...
Hvaða yfirráðarétt hefur Ísrael á hernumdum svæðum Palestínu? Hvernig hefur alþjóðasamfélagið tjáð sig um þessi yfirráð?
Spurningunni er í raun fljótsvarað því að Ísraelsmenn hafa nákvæmlega engan rétt til yfirráða á hernámssvæðunum í Palestínu. Til þess að skilja betur um hvað málið snýst er hins vegar nauðsynlegt að líta nokkuð aftur í tímann. Ísraelsmenn lögðu svæðin undir sig í stríði sem þeir hófu gegn nágrannaríkjum sínu...
Með hverju veiðir maður þorsk?
Hægt er að veiða þorsk með ýmsum veiðarfærum. Íslendingar hafa veitt þorsk allt frá dögum landnámsins og hefur hann í gegnum tíðina verið veiddur bæði á línu og í net. Þessi veiðarfæri eru enn þann dag í dag með afkastamestu veiðarfærum innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Botnvarpan hefur verið afkastamesta ve...
Fyrir hvað eru Súmerar þekktir?
Fjögur þúsund og fimm hundruð árum fyrir upphaf tímatals okkar (fæðingu Krists) voru sprottin upp lítil þorp í suðurhluta Mesópótamíu þar sem nú heitir Írak. Á þeim tíma náði sjávarströndin miklu lengra inn í landið en nú. Stórfljótin Evrat og Tigris hafa á rúmlega sex þúsund árum borið fram fram óhemjumagn af...
Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar?
Samkvæmt tímatali jarðfræðinnar hófst ísöld um allan heim fyrir um 2,6 milljónum ára og henni lauk fyrir um tíu þúsund árum. Ísöld er einnig nefnd pleistósen af jarðfræðingum. Að ísöld lokinni hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þá þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á gróðurfari. Samhliða breyt...
Hver er munurinn á kolvetnum og kaloríum?
Munurinn á kolvetnum og kaloríum er margvíslegur þótt bæði hugtökin tengist orku og varma og geti tengst mannslíkamanum. Kolvetni (e. carbohydrates) eru tiltekinn flokkur efna sem er skilgreindur nánar út frá samsetningu efnanna. Kaloría (e. calorie) er hins vegar mælieining um orku eða varma. Meðal annars er hægt...
Hvernig hljóða lögmál Keplers?
Lögmál Keplers eru þrjú talsins og lýsa hreyfingum reikistjarnanna í sólkerfinu okkar. Þau voru sett fram af þýska stjörnufræðingnum Jóhannes Kepler milli 1609 og 1619. Lögmálin voru nokkuð umdeild fyrstu áratugina eftir að þau voru sett og urðu ekki almennt viðtekin meðal vísindamanna fyrr en Isaac Newton tókst a...
Hverjar eru meðaltekjur á Íslandi, Indlandi, í Mexíkó, Nígeríu, Sviss, Noregi og Bandaríkjunum?
Alþjóðabankinn tekur saman tölur um tekjur í ýmsum löndum. Nokkra mismunandi mælikvarða er hægt að nota fyrir tekjur en hér verður miðað við útreikning bankans á svokallaðri vergri þjóðarframleiðslu á mann. Nýjustu tölur eru fyrir árið 1999, bankinn birtir upphæðirnar í bandarískum dollurum en hér verða þær umreik...
Getið þið sagt mér allt um krókódíla?
Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra. Þetta þykir afar merkilegt, sérstaklega þar sem talið er að fuglar séu komnir af hinum stórvö...
Hversu oft hefur Krafla gosið síðan land byggðist og hvenær varð stærsta gosið í henni?
Virku gosbeltin, sem liggja yfir Ísland, eru samsett af eldstöðvakerfum, það er löngum sprungusveimum með stóru eldfjalli nálægt miðju. Eldfjöll þessi eru misjöfn að útliti og gerð en hafa þó ýmis sameiginleg einkenni. Um 1970 var farið að kalla þau megineldstöðvar með hliðsjón af því að þar er eldvirknin mest og ...
Hvers vegna dó sverðkötturinn út?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Getið þið sagt mér sem flest um sverðköttinn og sýnt mér mynd? Hvað voru tennurnar í sverðkettinum stórar? Sverðkettir (Smilodon, e. sabertooth cat) eru meðal best þekktu ísaldardýranna og hafa steingerðar leifar þeirra fundist bæði í Ameríku og Evrópu. Í La Brea í Los...
Getið þið sagt mér eitthvað um antilópur?
Antilópur tilheyra ætt Bovidae en innan hennar eru fjölmargar tegundir grasbíta sem hafa mikla útbreiðslu. Antilópur eru ekki sérstakur flokkunarfræðilegur hópur heldur er hugtakið notað um þann fjölbreytta hóp tegunda sem tilheyra Bovidae ættinni en teljast ekki til nautgripa, sauðfés eða geita. Til eru um 90 teg...
Er það rétt að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?
Spurningin í fullri lengd var svona: Er það rétt sem fram kemur Morgunblaðinu 30. apríl 2020 að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008? Fullyrðingin kemur fram í grein eftir formann Flokks fólksins í Morgunblaðinu þann 30. apríl 2020. Ekki er ge...
Hvar er dauðarefsing leyfð? Hvers vegna er henni beitt? Fækkar hún glæpum?
Breski afbrotafræðingurinn Roger Hood er víðkunnur fyrir rannsóknir sínar á dauðarefsingum í alþjóðlegu ljósi. Samkvæmt nýlegri bók hans The Death Penalty: A World-Wide Perspective heimila alls um 90 ríki dauðarefsingar og hafa flest þeirra beitt þeim á síðustu árum. Til viðbótar nefnir hann 30 ríki sem heimila da...
Til hvers voru sálskurðlækningar eins og lóbótómía notaðar?
Upphaflega voru spurningarnar þessar: Hvað er lóbótómía? (Ingibjörg) Hvað var lóbótómía, til hvers var hún notuð og virkaði sú aðferð? (Þórhildur) Lóbótómía (e. lobotomy), sem nefnist á góðri íslensku hvítuskurður eða geiraskurður, er skurðaðgerð þar sem hluti heilans er annað hvort skemmdur eða fjarlægður....