Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Með hverju veiðir maður þorsk?

Jón Már Halldórsson

Hægt er að veiða þorsk með ýmsum veiðarfærum. Íslendingar hafa veitt þorsk allt frá dögum landnámsins og hefur hann í gegnum tíðina verið veiddur bæði á línu og í net. Þessi veiðarfæri eru enn þann dag í dag með afkastamestu veiðarfærum innan íslensku fiskveiðilögsögunnar.



Botnvarpan hefur verið afkastamesta veiðarfærið við þorskveiðar síðastliðna öld

Síðastliðna öld hefur botnvarpan hins vegar verið langtum afkastamesta veiðarfærið, enda nota stærstu skip flotans þetta umdeilda veiðarfæri. Á síðasta fiskveiðiári (sem telst vera frá 1. september 2005 til 31. ágúst 2006) var samtals veitt rúmlega 206 þúsund tonn af þorski innan íslensku efnahagslögsögunnar, þar af veiddust rúmlega 89 þúsund tonn með botnvörpu eða 43,3% af heildarþorskaflanum. Um 36% þorskaflans, eða rúmlega 74 þúsund tonn, voru veidd á línu. Aðeins 11,4%, eða tæplega 24 þúsund tonn, veiddust í net en síðustu 5-10 árin hefur hlutfallslega dregið mjög úr netafla.

Tafla 1: Skipting þorskafla eftir veiðarfærum á fiskveiðiárinu 2005/2006.

VeiðarfæriÍ tonnumHlutfall (%)
Botnvarpa89.54243,3
Dragnót 135 mm10.8585,3
Flotvarpa6040,3
Grásleppunet1250,1
Handfæri5.8232,8
Humarvarpa8230,4
Lína74.67136,1
Net23.65911,4
Rauðmaganet2540,1
Rækjuvarpa1990,1
Alls206.55899,9

Botnvarpan er sennilega umdeildasta veiðarfærið sem notað er hér við land. Hún er talin hafi slæm áhrif á lífríkið við sjávarbotn, meðal annars með því að eyðileggja þar ýmis samfélög. Má hér til dæmis nefna kaldsjávarkórallinn Lophelia pertusa sem er útbreiddur í norðurhluta Atlantshafs og finnst bæði,við Noreg og hér við Ísland. Þessi kórall mikilvægt búsvæði fyrir ýmsar fisktegundir og eyðilegging hans getur því haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir lífríki sjávar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.4.2007

Spyrjandi

Erlingur Örn Árnason
Steingrímur Gústafsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Með hverju veiðir maður þorsk?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2007, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6577.

Jón Már Halldórsson. (2007, 3. apríl). Með hverju veiðir maður þorsk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6577

Jón Már Halldórsson. „Með hverju veiðir maður þorsk?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2007. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6577>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Með hverju veiðir maður þorsk?
Hægt er að veiða þorsk með ýmsum veiðarfærum. Íslendingar hafa veitt þorsk allt frá dögum landnámsins og hefur hann í gegnum tíðina verið veiddur bæði á línu og í net. Þessi veiðarfæri eru enn þann dag í dag með afkastamestu veiðarfærum innan íslensku fiskveiðilögsögunnar.



Botnvarpan hefur verið afkastamesta veiðarfærið við þorskveiðar síðastliðna öld

Síðastliðna öld hefur botnvarpan hins vegar verið langtum afkastamesta veiðarfærið, enda nota stærstu skip flotans þetta umdeilda veiðarfæri. Á síðasta fiskveiðiári (sem telst vera frá 1. september 2005 til 31. ágúst 2006) var samtals veitt rúmlega 206 þúsund tonn af þorski innan íslensku efnahagslögsögunnar, þar af veiddust rúmlega 89 þúsund tonn með botnvörpu eða 43,3% af heildarþorskaflanum. Um 36% þorskaflans, eða rúmlega 74 þúsund tonn, voru veidd á línu. Aðeins 11,4%, eða tæplega 24 þúsund tonn, veiddust í net en síðustu 5-10 árin hefur hlutfallslega dregið mjög úr netafla.

Tafla 1: Skipting þorskafla eftir veiðarfærum á fiskveiðiárinu 2005/2006.

VeiðarfæriÍ tonnumHlutfall (%)
Botnvarpa89.54243,3
Dragnót 135 mm10.8585,3
Flotvarpa6040,3
Grásleppunet1250,1
Handfæri5.8232,8
Humarvarpa8230,4
Lína74.67136,1
Net23.65911,4
Rauðmaganet2540,1
Rækjuvarpa1990,1
Alls206.55899,9

Botnvarpan er sennilega umdeildasta veiðarfærið sem notað er hér við land. Hún er talin hafi slæm áhrif á lífríkið við sjávarbotn, meðal annars með því að eyðileggja þar ýmis samfélög. Má hér til dæmis nefna kaldsjávarkórallinn Lophelia pertusa sem er útbreiddur í norðurhluta Atlantshafs og finnst bæði,við Noreg og hér við Ísland. Þessi kórall mikilvægt búsvæði fyrir ýmsar fisktegundir og eyðilegging hans getur því haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir lífríki sjávar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...