Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8224 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru sumir örvhentir?

Kannanir virðast benda til þess að hlutfall örvhentra sé um 10%. Erfðir hafa áhrif á það hvort við verðum rétthent eða örvhent. Ef báðir foreldar eru örvhentir eru rúmlega 25% líkur á að barn þeirra verði örvhent en aðeins 9,5% ef foreldrarnir eru báðir rétthentir. Ekki er vitað hvaða gen veldur því að fólk ver...

category-iconHugvísindi

Af hverju er fyrsti apríl svona merkilegur?

Það er gömul hefð að halda upp á 1. apríl á einhvern hátt, til dæmis með því að hrekkja og gabba fólk. Á miðöldum var haldið upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars og 1. apríl var þá síðasti og áttundi dagurinn í þeim hátíðahöldum. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkilegar hátíðir í átta daga. Hægt er að lesa meira ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður bauga undir augun?

Það geta verið nokkrar ástæður fyrir baugum undir augum. Húðin undir augunum er mjög þunn og með aldrinum þynnist hún. Hún virðist þá dekkri en ella vegna smárra æða sem verða þá greinilegri og gefa húðinni dökkan blæ. Einnig getur litarefnið melanín sem meðal annars veldur því að við verðum sólbrún valdið því ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er jörðin hnöttótt?

Á Vísindavefnum eru til nokkur svör sem skýra út af hverju jörðin, aðrar plánetur og stjörnur er hnöttóttar en ekki einhvern veginn öðru vísi í laginu, til dæmis kassalaga eða sexhyrndar eins og við teiknum oft stjörnu á blað. Í svari við spurningunni Af hverju fara stjörnurnar í hringi og af hverju eru þær hnö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að tala um að ljósið hafi slokknað eða að það hafi slökknað?

Sögnin slokkna (slokna) þekkist allt frá fornu máli í merkingunni 'hætta að loga'. Sagt er að slokknað hafi á kertinu, ljósið hafi slokknað, eldurinn hafi slokknað í arninum. Sögnin að slökkva merkir 'kæfa, eyða loga' og talað er um að skökkva eldinn, slökkva ljósið, slökkva á kertinu. Líklegt er að síðarnefnd...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getið þið sýnt okkur fleiri myndir af ljóssúlunni hennar Yoko Ono í Viðey?

Um ljóssúluna í Viðey er fjallað ýtarlega í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Hversu langt upp í himininn drífur ljósið frá friðarsúlunni í Viðey? Þar kemur meðal annars fram að að það eru engin sérstök takmörk á vegalengdinni sem ljósið frá friðarsúlunni hennar Yoko Ono drífur. Ef við erum með nógu góð tæk...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna verðum við gráhærð?

Háralitur ræðst af litarefninu melaníni sem er myndað af sérstökum litfrumum (e. melanocytes) sem meðal annars er að finna í hársekkjum. Þegar við eldumst hætta litfrumurnar að mynda melanín og hárin verða þá gegnsæ. Á meðan örlítið af litarefni er enn í hárunum virðist hárið vera grátt en án litarefnis verður ...

category-iconHeimspeki

Hvað er gagnrýnin hugsun? - Myndband

Samkvæmt íslenskri orðabók merkir lýsingarorðið „gagnrýninn“ annaðhvort „skarpur í gagnrýni sinni, athugull á allar hliðar máls“ eða „aðfinnslusamur“. Sú merking sem er mest viðeigandi í orðasambandinu „gagnrýnin hugsun“ er að vera „athugull á allar hliðar máls“. Ekkert bendir til að þegar hugsun einhvers er lýst...

category-iconSálfræði

Er það ekki örugglega rétt að við notum aðeins 10% heilans? - Myndband

Nei það er ekki rétt. Sú sögusögn að fólk noti aðeins lítinn hluta heilans virðist hins vegar ætla að verða ansi lífseig. Óhætt er samt að segja að hún er fjarri sannleikanum. Heilinn er allur meira eða minna virkur, hvort sem fólk vakir eða sefur. Hægt er að lesa meira starfsemi heilans í svari Heiðu Maríu...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru margir menn búnir að fara til tunglsins?

Um fjölda tunglfara er hægt að lesa í svari á Vísindavefnum við spurningunni: Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út? Þar kemur fram að alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. F...

category-iconLæknisfræði

Af hverju koma flensufaraldrar alltaf upp á svipuðum tíma árlega?

Á hverjum vetri gengur inflúensan yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars og hún stendur yfirleitt yfir í 2–3 mánuði. Sambærilegur faraldur gengur síðan yfir suðurhvel jarðar á tímabilinu júní til október. Þetta tengist í báðum tilvikum kólnandi veðurfari og öðru sem því fylgir. Í þungum faraldri eyks...

category-iconNæringarfræði

Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni, t.d. á ketófæði?

Fyrstu sólarhringana í kolvetnasvelti klárast glýkógenbirgðir líkamans sem eru í vöðvum og lifur. Eftir það fer sykurnýmyndun af stað þegar lifrin breytir prótínum/amínósýrum í glúkósa til að halda blóðsykrinum stöðugum og næra heilann sem brennir glúkósa undir eðlilegum kringumstæðum. En eftir um það bil viku fer...

category-iconVeðurfræði

Hvað er það sem ákvarðar vindátt?

Það er margt sem ákvarðar vindátt og fer bæði eftir staðháttum og tíma dags og árs. Mishitun yfirborðs jarðar og/eða lofthjúpsins vekur flesta vinda, en ákvarðar ekki áttina ein og sér. Umfjöllun í veðurfræði greinir oft á milli stærðar veðurkerfa, það er hver kvarði þeirra er. Þá er talað um hnatt-, stóran, m...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var Hrafna-Flóki til í alvöru?

Í Landnámabók kemur Flóki Vilgerðarson tvisvar við sögu. Fyrst er hann einn af þeim sem sagt er að hafi komið til Íslands áður en varanlegt landnám norrænna manna hófst með Íslandsferð Ingólfs Arnarsonar. Eftir að sagt hefur verið frá ferðum landkönnuðanna Naddodds og Garðars Svavarssonar segir svo frá í Sturlubók...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getið þið sagt mér um Cassini-Huygens-leiðangurinn til Satúrnusar?

Cassini-Huygens er ómannað geimfar sem rannsakar Satúrnus, hringa hans og fylgitungl. Því var skotið á loft þann 15. október 1997 og komst á braut um Satúrnus þann 1. júlí 2004. Geimfarið skiptist í Cassini-brautarfarið, sem hringsólar um Satúrnus, og Huygens-kannann sem lenti á Títan þann 14. janúar 2005. Geimför...

Fleiri niðurstöður