Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2030 svör fundust
Eru líkamlegar refsingar (þar með taldar flengingar) á börnum bannaðar með lögum á Íslandi?
Annars vegar má hér líta á orðið "refsing" þannig að átt sé við viðurlög, sem ríkisvaldið beitir þá, sem hafa verið ákærðir og fundnir sekir um afbrot. Refsing í þessum skilningi er annars vegar refsivist (fangelsi) og hins vegar fésektir. Önnur líkamleg refsing en frelsissvipting með fangelsi er ekki leyfð samkvæ...
Ef maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur?
Um útivistartíma barna og unglinga er fjallað í lögum nr. 80 frá árinu 2002 sem í daglegu tali kallast barnaverndarlög. Þar er fjallað sérstaklega um útivistartíma í kafla sem ber yfirskriftina ‘Almenn verndarákvæði’ og í 92. gr. er talað um að börn 12 ára og yngri eigi að vera komin heim til sín eigi síðar en kl....
Fyrir hvað er rómverski rithöfundurinn Júvenalis frægur?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona:Fyrir hvað er rómverski rithöfundurinn Juvenalis frægur? Hvenær var hann uppi, hver eru frægustu rit hans og kannski eitthvað fleira ef þið finnið? Rómverski rithöfundurinn sem hér um ræðir hét fullu nafni Dekímus Júníus Júvenalis (lat. Decimus Junius Juvenalis). Hann fæddis...
Hvað er átt við þegar menn sjanghæja einhvern og hvaðan kemur orðið?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðatiltækið „að sjanghæja einhvern“? Orðið sjanghæja er tökuorð úr ensku sem kom fram í ensku um miðja 19. öld og var fljótlega tekið upp í Norðurlandamálum og þýsku. Að sjanghæja einhvern merkti að ræna einhverjum eða tæla einhvern um borð í skip oft með...
Höfðu kennarar og þingmenn einu sinni sömu laun?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Mega dyraverðir á skemmtistöðum taka skilríki af einstaklingum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa dyraverðir á skemmtistöðum rétt til þess að taka skilríki af einstaklingum? Telst það ekki vera þjófnaður?Reglur sem fjalla um eftirlit á skemmtistöðum er að finna víða í lögum og reglugerðum. Meginreglurnar eru í reglugerð nr. 587/1987 um löggæslu á skemmtunum og um sl...
Er neftóbak annarra þjóða skaðlegra en hið íslenska? Hvers vegna má ekki selja neftóbak frá öðrum löndum hér?
Í íslenskum lögum nr. 6/2002 stendur: „Bannað er að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og allt munntóbak, að undanskildu skrotóbaki.“ Íslenska neftóbakið svokallaða hefur verið framleitt á Íslandi af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) síðan 1941. Lengi vel fékkst ekki annað neftóbak hér á...
Mér skilst að orkuverð eigi að vera jafnt í öllum ríkjum ESB, hvað mun verð á rafmagni hækka mikið hér við aðild?
Raforkuverð í Evrópusambandinu er ekki samræmt á milli aðildarríkja. Raforkuverð í Danmörku er til að mynda þrisvar sinnum hærra en í Búlgaríu, samkvæmt tölum Eurostat frá árinu 2011, en það eru þau aðildarríki sem hafa hæsta og lægsta raforkuverðið innan sambandsins. Skattlagning raforku er einnig mismunandi. Í ...
Hvernig er komið í veg fyrir innherjaviðskipti og samráð á millibankamarkaði með gjaldeyri?
Spurningin var upphaflega: Í nýlegu svari á Vísindavefnum Hvaða aðilar stýra gengi íslensku krónunnar? kemur m.a. fram að gengi krónunnar ráðist á millibankamarkaði með gjaldeyri þar sem: "[t]ilboð[..] eru birt á sameiginlegum gagnaveitum þar sem aðeins viðskiptavakar og Seðlabankinn sjá tilboðin." Hvaða völd...
Hvernig er best að lýsa Riemann-flötum?
Til þess að svara því geri ég ráð fyrir að lesandinn þekki hvað tvinntala (e. complex number) er, hvernig grunnaðgerðirnar samlagning, frádráttur, margföldun og deiling eru framkvæmdar á þeim, hvað samfellt fall (e. continuous function) er og að mengi tvinntalnanna myndi sléttu (e. plane) sem er táknuð með \(C\), ...
Hvaða reglur gilda eiginlega um kommusetningu í dag?
Í gildi eru reglur um greinarmerkjasetningu sem birtar voru í Auglýsingu um greinarmerkjasetningu í Stjórnartíðindum B, nr. 133/1974. Þessar reglur, ásamt reglum um stafsetningu, hafa nú verið birtar á heimasíðu Íslenskrar málstöðvar. Ætlunin er að birta bæði stafsetningar- og kommusetningarreglur í nýrri stafs...
Hvernig get ég breytt nafninu mínu?
Samkvæmt 17. grein laga um mannanöfn nr. 45/1996 er heimild fyrir því að fá nafni sínu breytt í Þjóðskrá einu sinni nema sérstaklega standi á. Hvernig ferlið er og hvort nafnbreytingin er gjaldskyld eða ekki fer eftir því hvort aðeins er um að ræða breytingu á ritun nafns eða hvort um eiginlega nafnbreytingu er að...
Má lögreglan koma inn til manns þegar maður er með partí og nágrannarnir hafa kvartað undan hávaða eða einhverju slíku?
Lögreglan hefur í raun enga heimild til að fara inn á heimili manna vegna kvartana nágranna yfir hávaða, en hún getur komið þeim kvörtunum á framfæri og beðið menn um að draga úr hávaðanum. Svo mundi það fara eftir viðbrögðum húsráðenda og gesta hvað síðan gerist í málinu. Eina heimild lögreglunnar til að f...
Hefur maður sem dæmdur var í opinberu máli í héraðsdómi rétt á að fá hljóðupptökur af vitnaleiðslum í dómsal?
Þegar opinbert mál er höfðað gilda um málsmeðferð þess lög um meðferð opinbera mála nr. 19/1991. III kafli laganna fjallar um þinghöld, birtingar og fleira og í 15. gr. er fjallað um hljóðritun í þinghaldi:1. Hljóðrita má framburð eða taka upp á myndband í stað þess að skrá hann í þingbók ef hentugra þykir. Í þing...
Mega þroskaheftir kjósa?
Ekki er að sjá að í lögum séu settar slíkar takmarkanir á kosningarétt manna. Í 1. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, eru eingöngu gerðar kröfur um íslenskan ríkisborgararétt og ákveðin búsetuskilyrði: 1. gr. Kosningarrétt við kosningar til Alþingis á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ár...