Fyrir hvað er rómverski rithöfundurinn Juvenalis frægur? Hvenær var hann uppi, hver eru frægustu rit hans og kannski eitthvað fleira ef þið finnið?Rómverski rithöfundurinn sem hér um ræðir hét fullu nafni Dekímus Júníus Júvenalis (lat. Decimus Junius Juvenalis). Hann fæddist í Aquinum nærri Róm líklega árið 55, og talið er að hann hafi látist árið 127. Júvenalis var yfirmaður í her keisarans Dómitíanusar árin 81-96, en þegar keisarinn var myrtur, átti Júvenalis um fátt að velja og neyddist til að búa hjá auðugum vinum. Síðar komst hann í álnir og bjó í Róm, en einnig átti hann sveitabæ nálægt Tibur, sem nú er skemmtigarður. Frægasta verk Júvenalis er án efa Satires sem er safn 16 ádeiluljóða. Þau fjalla um lífið í Róm á tímum keisaranna Dómitíanusar, Nerva, Trajanusar og Hadríanusar, og aðalþema þeirra er spilling, hnignun og ofbeldi. Ekki er hægt að segja að ljóð Júvenalis hafi verið stutt, hið lengsta, nr. 6, meira en 600 línur. Síðasta og stysta ljóðið lauk hann ekki við og er það „aðeins“ 60 línur. Hvert ljóða Satires hefur sitt grunnþema. Hið fyrsta fjallar til dæmis um hvers vegna Júvenalis skrifar. Þar tiltekur hann að lestir, glæpir og misbeiting auðs hafi náð svo háu stigi í Róm, að ómögulegt sé fyrir hann annað en að yrkja um það. Ljóð nr. 10 er líklega þekktasta ljóð Júvenalis, það fjallar um metnað mannkyns sem að lokum leiði til vonbrigða. Heimildir og mynd:
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.