Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2828 svör fundust

category-iconSálfræði

Er gott eða slæmt að vera forvitinn?

Forvitni er tilfinning sem er náttúrulegur grundvöllur þekkingarleitar. Hún er sú þrá að vilja vita nýja hluti að baki vísindalegri uppgötvun og könnun heimsins; forvitnar manneskjur leita að ævintýrum og framandi tækifærum til að gera sér lífið áhugaverðara. Forvitni er, í sinni hreinustu mynd, mannleg tilhneigin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er bæjarnafnið Roðgúll dregið?

Í Árnessýslubindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (II, bls. 65) eru taldar upp hjáleigur í Stokkseyrarhreppi. Ein hjáleiga Stokkseyrarjarðar er Vatnsdalur, „áður kallað Roðgúll“. „Landskuld xx álnir í landaurum ut supra og að auk fyrir fjörubrúkun skilur landsdrottinn iij alin í sölvum, hefur nú ei go...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju urðu Nonna- og Mannabækurnar svona vinsælar?

Jón Sveinsson fæddist árið 1857 og ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann missti föður sinn vorið 1869 en þá um haustið bauðst drengnum að fara til náms í Frakklandi. Út fór hinn ungi Jón og dvaldi eitt ár í Danmörku, tók kaþólska trú og hélt síðan til Frakklands til náms í jesúítaskóla. Hann gerðist jesúíti og ...

category-iconHeimspeki

Er hægt að færa rök fyrir því að rökræður séu tilgangslausar?

Stutta svarið er, já, svo sannarlega. Það er auðvelt að færa gild rök fyrir staðhæfingum sem eru augljóslega ósannar. Tökum einfalt dæmi:1. Ef Salka Valka er á lífi þá er hún í felum.2. Salka Valka er á lífi.3. Salka Valka er í felum. Í þessari rökfærslu eru forsendurnar 1 og 2 og niðurstaðan 3. Rökfærslur eru ...

category-iconSálfræði

Af hverju eru sumir háðir foreldrum sínum en aðrir ekki?

Tengsl í fjölskyldum mótast af ýmsum áhrifaþáttum. Tengslamyndun í fjölskyldum og tilfinningasamskipti foreldra og barna má útskýra frá mörgum sjónarhornum. Þau eru rannsóknar- og meðferðarefni í fræðigreinum eins og sál-félagsfræði, félagsráðgjöf og geðfræði en líka eru þau oft skoðuð utan frá eins og til dæmis í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju geta hænur flogið og hreyft sig eftir að búið er að höggva af þeim hausinn?

Það er vel þekkt að þegar hausinn er höggvinn snögglega af hænu þá getur hún hlaupið rösklega í burtu. Það sama gildir vitanlega líka um hana! Ástæðan fyrir þessu er sú að viðbrögð í mænunni eru ennþá virk í nokkurn tíma eftir afhausunina og hænan getur þess vegna staðið og hlaupið. Hjartað slær jafnvel enn eft...

category-iconLandafræði

Hvað vitum við um Gunnbjarnarsker? Hvar eru þau eða voru?

Gunnbjarnarskerja er getið í samhljóða frásögnum Landnámabókar, Eiríks sögu rauða og Ólafs sögu Tryggvasonar þar sem lýst er fyrirætlun Eiríks rauða um að rannsaka lönd vestan við Ísland: „… hann ætlaði að leita lands þess, er Gunnbjörn son Úlfs kráku sá, er hann rak vestur um Ísland, þá er hann fann Gunnbjarna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað var skjálftinn 17. júní 2000 stór og hvað voru þeir margir?

Á vefsíðu Veðurstofunnar er eftirfarandi frétt:Jarðskjálfti Í Holtum (18. júní 2000) Í gær kl. 15:41 varð jarðskjálfti í Holtum, 9 km suður af Árnesi. Hann var 6,5 að stærð. Annar skjálfti varð kl. 15:42, 5,3 að stærð, 8,5 km austur af Þjórsárbrú.Þarna er líka kort af upptökum skjálftanna og fyrstu niðurstöður ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er átt við þegar talað er um 'up' og 'down regulation' í sameindalíffræði?

Í sameindalíffræðinni vísar orðið „regulation“ eða stjórnun oft til stjórnunar á framleiðslu eða virkni prótína. Það getur þó líka átt við stjórnun á framleiðslu eða virkni annarra efna eða frumuhluta. Í þessu samhengi eru orðin „up regulation“ og „down regulation“ auðskilin. Þau vísa til aðferða til að auka ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef maður missir þráðlausan síma eða farsíma ofan í baðkarið til sín? Fær maður straum?

Venjulegir símar eru ekki vatnsheldari en svo, að vatnið kemst fljótlega að spennuhafa hlutum, til dæmis snertunum við rafhlöðuna. Strangt til tekið er svarið því já, en í daglegu tali þýðir orðalagið "að fá straum" að viðkomandi finni fyrir honum. Það er ólíklegt í þessu tilviki. Við algenga rafhlöðuspennu getur ...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna erum við til?

Þessi spurning er tvíræð. Sé hún skilin svo að spurt sé um orsakir þess að menn eru til þá geta líffræðingar veitt nokkuð ítarleg svör með tilvísun til þróunarkenningarinnar. Sé hún á hinn bóginn skilin svo að spurt sé um tilgang mannlífsins eða hvers vegna það sé þess virði að lifa því, þá verður fátt um svör. ...

category-iconFöstudagssvar

Já, en hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?

Þetta svar er í flokknum "föstudagssvar" enda samið á föstudegi. Föstudagssvör eru í léttari dúr en önnur. Við vitum ekki betur en að við höfum svarað spurningunni um fjölda Breiðafjarðareyja eftir því sem best er vitað. Við nefndum töluna 2700-2800, gátum heimilda fyrir henni og vísuðum til þeirra. Við sjáum e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hraði ljóssins breytilegur?

Spurningin í heild er sem hér segir:Er það satt að fram hafi komið við rannsóknir á hraða ljóssins að hann sé ekki staðlaður (e. constant), heldur breytilegur?Svarið er já, hraði ljóssins er breytilegur í venjulegum skilningi; hann fer eftir efninu sem ljósið fer um. Þetta er til dæmis ástæðan fyrir ljósbroti sem ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef þú setur miða með 10 nöfnum í hatt, hverjar eru líkurnar að hver og einn dragi sitt nafn?

Svarið fer eftir því hvort sá sem dregur setur miðann aftur í hattinn þegar hann er búinn að draga eða ekki. Svarið finnst samt á svipaðan hátt í báðum tilvikum. Hér á eftir er gert ráð fyrir að nöfnin séu öll ólík, en ef einhver nafnanna eru þau sömu þá má líka nálgast verkefnið á þann hátt sem lýst er hér á eft...

category-iconVísindavefur

Hafið þið íhugað að hafa á Vísindavefnum vettvang fyrir umræðu um spurningar og svör?

Þetta er góð spurning og svarið er já: Við höfum hugleitt þetta öðru hverju. Við höfum hins vegar verið svo önnum kafin að vinna með spurningar og svör að við höfum ekki getað gefið okkur tíma til að líta nánar á þetta. Auk þess má kannski segja að umræðan komi að nokkru leyti af sjálfu sér því að sumar spurningar...

Fleiri niðurstöður