Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 451 svör fundust
Fellur súrt regn á Íslandi? Hvert er viðnám íslenskra vatna við því?
Súrt regn fellur þar sem regnið er blandað brennisteinssýru (H2SO4), saltpéturssýru (HNO3) og lífrænum sýrum. Þessar sýrur myndast við bruna á kolum og olíu og eru því mjög algengar þar sem iðnaður er mikill. Áhrifa súrs regns gætir aðallega á austurströnd Bandaríkjanna, á Bretlandseyjum, í Norður-Evrópu og í Suðu...
Hefur einhver hlotið Nóbelsverðlaun tvisvar sinnum?
Alls hafa fjórir einstaklingar hlotið Nóbelsverðlaunin tvisvar sinnum, ein kona og þrír karlar. Það eru þau Marie Curie, Linus Pauling, Frederick Sanger og John Bardeen. Pólsk-franska vísindakonan Marie Curie(1867-1934) hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1903 og í efnafræði 1911. Hún var þar með fyrst al...
Hvað veldur tíðaverkjum og af hverju geta þeir verið svona sársaukafullir?
Nær allar konur finna einhvern tímann á ævinni fyrir verkjum í tengslum við blæðingar, svokölluðum tíðaverkjum eða tíðaþrautum (e. dysmenorrhea, menstrual cramps). Um eða yfir helmingur kvenna finnur reglulega fyrir tíðaverkjum og um 10-15% kvenna finna fyrir mjög slæmum verkjum, jafnvel þannig að það raskar dag...
Hvernig verða lög til?
Þegar talað er um lög í daglegu tali er oftast nær átt við þau lög sem Alþingi hefur samþykkt og forseti Íslands staðfest. Hugtakið lög nær hins vegar yfir mun víðara svið en margir gera sér grein fyrir. Í lagalegum skilningi er talað um sett lög, bæði í þrengri og rýmri merkingu. Lög í þrengri merkingu má f...
Eru endurvinnslustöðvar fyrir pappír umhverfismengandi?
Endurvinnslustöðvar fyrir pappír eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Í hinum vestræna heimi eru í gildi strangar reglur sem kveða á um meðhöndlun mengandi efna og ber pappírsframleiðendum, eins og öðrum, að fara þeim. Hér á landi er enginn pappírsiðnaður og því sendir til dæmis SORPA dagblöð, tímarit og sk...
Af hverju eru flekar á jörðinni?
Sennilegt er að einhvern tíma í árdaga hafi jörðin verið meira eða minna bráðin. En snemma myndaðist fast skurn á hinum glóandi hnetti vegna varmageislunar frá yfirborði. Að öðru jöfnu hefði jörðin átt að kólna smám saman og jarðskorpan að þykkna, og á 19. öld reiknaði eðlisfræðingurinn Kelvin lávarður út að 40 ti...
Eyðast demantar aldrei?
„Diamonds are forever“ segir í söng og bíómynd um ævintýri James Bond, en sumir telja að fyrirmynd hetjunnar hafi verið Vestur-Íslendingur.[1] Ekki er það alls kostar rétt að þeir geti verið eilífir, því enda þótt demantur sé allra efna harðastur og þoli hvers kyns hnjask og leysiefni, þá getur heitur eldur eytt h...
Er hægt að mynda loga við það lágt hitastig að menn brenni sig ekki á honum?
Svarið er í stuttu máli sagt NEI ef átt er við venjulegan loga. Hins vegar eru til á rannsóknastofum fyrirbæri sem líkjast logum og eru nógu köld til að svarið sé játandi um þau. Svar við þessari spurningu ræðst af skilgreiningu okkar á loga og því hve lengi hann kann að leika um mannshörund. Ef við gefum...
Er bannað að tína ofskynjunarsveppi af túnum í Reykjavíkurborg? Hver eru viðurlög og refsingar?
Sveppaflóra Íslands er fjölbreytileg og eru margar tegundir sem finnast hér á landi. Af því sem lesa má úr almennu fræðsluefni um sveppi má draga þá ályktun að meginreglan sé að sveppi sem finnast villtir úti í náttúrunni skuli láta vera. Margar af þeim sveppategundum sem finnast hér landi eru lífshættulegar og ge...
Hvenær og af hverju var kannabis bannað á Íslandi? Eða eru engin lög sem banna það?
Með lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni er allur innflutningur, sala og meðferð kannabisefna bönnuð hér á landi. Ástæðurnar fyrir banni við kannabisefnum eru í reynd þær sömu og ástæður fyrir banni við öðrum fíkniefnum. Löggjafinn vill leitast við að koma í veg fyrir skaðleg áhrif efnisins bæði á einstakli...
Hverjar eru orsakir þess að Aralvatn minnkar svona mikið?
Tvö ríki í Mið-Asíu eiga land að Aralvatni, Kasakstan og Úsbekistan, en vatnasvið þess nær til þriggja annarra ríkja, Túrkmenistan, Tadsjikistan og Kirgistan. Áður tilheyrði þetta svæði Sovétríkjunum. Aralvatn var fjórða stærsta stöðuvatn jarðar, 68.320 km2. Svo háttar til um Aralvatn að frá því rennur ekkert vatn...
Hvert er hlutverk hormónsins PYY?
Offita er sívaxandi vandamál í heiminum. Það er því ekki að undra að víða eru stundaðar rannsóknir á því hvað ræður matarlyst fólks. Lengi hefur verið vitað að í undirstúku heilans er hungur- og seddustöð líkamans, en þessar stöðvar stýra því hversu mikið dýr, þar á meðal maðurinn, éta. Við fæðuinntöku berast ...
Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér?
Nefholið er klætt slímhúð. Slímið eða horið gegnir mikilvægu hreinsi- og varnarstarfi og okkur nauðsynlegt. Þegar fólk kvefast sýkist slímhúðin og bólgnar. Þá verður slímmyndun mun meiri en vanalega. Afleiðingin er aukið nefrennsli og stundum nefstífla. Hægt er að lesa meira um nefslím í svari Hannesar Petersen v...
Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað?
Heyrnartól geta haft skaðleg áhrif á heyrn, sé hljóðið frá þeim stillt of hátt. Skyndilegur hvellur getur valdið sárauka, skammtíma- eða langvarandi heyrnartapi eða aukinni viðkvæmni fyrir hljóði (e. hyperacusus). Auk þess getur langvarandi útsetning fyrir hljóðum hærri en 80-90dB valdið heyrnarskaða, til dæm...
Er bannað með lögum að hjóla ölvaður?
Samkvæmt umferðarlögum er bannað að hjóla á reiðhjóli ölvaður ef ástand viðkomandi er með þeim hætti að hann getur ekki stjórnað hjólinu örugglega. Í 6. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er svohljóðandi ákvæði:Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti, ef hann er undir svo miklu...