Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 953 svör fundust
Af hverju var bjór bannaður á sínum tíma en annað áfengi leyft?
Aðrar spurningar um bjór og bjórbann: Af hvaða ástæðu var bjór bannaður á Íslandi í svo mörg ár en ekki sterkara áfengi? Af hverju var bjór bannaður á Íslandi? Hvenær var bjór fyrst leyfður á Íslandi? Hvenær var bjór bannaður á Íslandi? Hver voru áhrif afléttingar bjórbanns á áfengisneyslu Íslendinga? Áfen...
Hvenær byggðust Skinnastaðir í Öxarfirði og hvenær var nafni hreppsins breytt úr Ærlækjarhrepp í Skinnastaðahrepp?
Skinnastaðir í Axarfirði eru nefndir fyrst í Íslendinga sögu í Sturlungu í tengslum við atburði 1232, þegar Guðmundur biskup Arason fór af Skinnastöðum og vestur yfir Jökulsá (útg. 1946, I, 336) en við 1255 er nefndur Halldór Helgason, bóndi af Skinnastöðum (I, 519) í sömu sögu. Ekki er kunnugt um eldri heimildir ...
Hvað er Bangsímon gamall?
Rithöfundurinn A. A. Milne gaf út sína fyrstu sögu um Bangsímon eða "Winnie the Pooh", eins og hann heitir á frummálinu, þann 14. október árið 1926. Ef við miðum við að það sé "fæðingardagur" Bangsímons á hann þess vegna 77 ára afmæli á þessu ári. Bangsinn ljúfi í sögum Milne dró nafn sitt af leikfangabangsa Ch...
Getur einstaklingur, sem er í öðru trúfélagi en þjóðkirkjunni, orðið forseti Íslands?
Um kjörgengi forseta á Íslandi segir í 4. grein stjórnarskrárinnar:Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu. Af þessu má draga þá ályktun að aðild að þjóðkirkjunni sé ekki skilyrði fyrir þann sem sækist eftir þessu æ...
Hvað kostar að kaupa allar mögulegar raðir í íslenska Lottóinu?
Fjallað hefur verið um mögulegar talnaraðir í íslenska Lottóinu hér á vefnum og kemur þar fram að fjöldi mögulegra útkoma er 501.942. Til að vera viss um að vinna í Lottóinu þarf því að kaupa 501.942 raðir. Hver röð kostar 75 krónur og kosta raðirnar samtals þá rúmar 37,6 milljónir króna. Einfaldur fyrsti vinni...
Af hverju var Eiríkur rauði kallaður þessu nafni?
Eiríkur Þorvaldsson var kallaður rauði af einfaldri ástæðu; hann var rauðhærður. Eiríkur rauði var uppi á síðari hluta tíundu aldar og um 980 sigldi hann til lands í norðvestur frá Íslandi, settist þar að og nefndi Grænland. Eiríkur átti þrjá syni með konu sinni Þjóðhildi, Leif, Þorvald og Þorstein. Leifur e...
Gáta: Hvað er strætóbílstjórinn gamall?
Í dag er fyrsti dagurinn þinn sem strætóbílstjóri. Þú byrjar á Hlemmi en þar eru 12 inni í vagninum. Á fyrstu stöð fara 3 út og 5 inn. Á annarri stöð fara 7 inn og 3 út. Á þriðju og síðustu stöðinni fara 5 inn og 2 út. Hvað er strætóbílstjórinn gamall? Og hvernig kemstu að þeirri niðurstöðu? Hvað ætli þessi...
Hver var fyrst sendur í trúboðserindum til Íslands?
Fyrir skömmu barst Vísindavefnum spurningin: Hver var fyrsti íslenski trúboðinn? Leitaðist undirritaður við að svara þeirri spurningu með hliðsjón af þeim skilgreiningum og meginviðhorfum sem almennt hefur verið gengið út frá í rannsóknum á trúboði meðal germanskra þjóða á miðöldum. Í rannsóknum hefur almennt v...
Er eitthvað til í því að samstaða pláneta á beinni línu geti valdið umróti og jarðskjálftum víða um heim?
Svarið er nei; kraftarnir sem um ræðir eru alltof litlir í þessu tilviki. Þessar hugmyndir eru til komnar af því að svokallaðir sjávarfallakraftar geta vissulega látið til sín taka í náttúrunni. Þessir kraftar frá sól og tungli valda sjávarföllum og stórstreymi og smástreymi í höfum jarðarinnar eins og við þekk...
Hvenær er sól í hádegisstað í Hveragerði í þessum mánuði, þannig að skuggi af ljósastaur falli í hánorður?
Klukkan 13:22 er sól í hádegisstað í Hveragerði frá 24. til 31. maí. Svona reiknuðum við það út: Almanak Háskólans segir okkur að hádegi sé nú í Reykjavík kl. 13:25. En Hveragerði er austan við Reykjavík og þar eð sólin gengur frá austri til vesturs er hún fyrr í hádegisstað þar. Sólin gengur 360° um jör...
Hvenær verða kindur kynþroska?
Undir venjulegum kringumstæðum verður lamb kynþroska við sex mánaða aldur. Ef það kemur í heiminn í maí þegar sauðburður er í hámarki þá ætti það að verða kynþroska í nóvember. Þá getur það varla kallast lamb lengur heldur ær ef um kvendýr er að ræða en hrútur ef það er karldýr. Reyndar kallast karllömb líka hrút...
Hvar varð öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni?
Samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni (U.S. Geological Survey) eru stærstu jarðskjálftar sem mælst hafa frá því að mælingar hófust í byrjun síðust aldar eftirfarandi: StaðurDagsetningStærð 1 Chile22. maí 19609,5 2Alaska (Prince William Sound)28. mars 19649,2 3Indónesía (undan s...
Hver er vinnutími Indverja?
Svonefnd verksmiðjulög á Indlandi sem að stofninum til eru frá árinu 1948 en endurskoðuð 1987, kveða á um 48 stunda vinnuviku hjá fullorðnum. Þeir sem stunda skrifstofuvinna vinna að jafnaði 35-40 stunda vinnuviku. Samkvæmt verksmiðjulögunum skal vinnutími takmarkast við 9 stundir á degi hverjum og að jafnaði e...
Eigið þið uppskrift að góðri drápu eða vísu?
Með drápu er átt við kvæði af sérstakri tegund. Megineinkenni drápunnar eru stefin, sem geta verið eitt eða fleiri, og eru endurtekin með jöfnu millibili. Að formi til er drápunni skipt í þrennt. Fyrsti hluti er án stefja og er eins konar inngangur á undan fyrsta stefi. Þá taka við stefjabálkar eða stefjamál og er...
Hvar eru upptök svartadauða?
Sjúkdómurinn sem nefndur er svartidauði, plága eða pest í mönnum er orsakaður af bakteríunni Yersinia pestis. Auk þess að geta lifað í mönnum lifir bakterían víða um heim við náttúrulegar aðstæður. Þar lifir hún góðu lífi í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Smitaðar flær gegna lykilhlutverk...