Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 884 svör fundust
Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum?
Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) teljast til hornsílaættar (Gasterosteidae). Innan þeirrar ættar eru tegundir sem lifa í ferskvatni, í sjó eða bæði í ferskvatni og sjó. Í Norður-Atlantshafi þekkjast fimm tegundir, þar af eru þrjár í Norðaustur-Atlantshafi, en aðeins ein þeirra lifir í vötnum hér á landi, það er h...
Hvernig myndast þúfur?
Þúfur eru afleiðingar frostlyftingar og frostþenslu á gróinni jörð. Jarðvegur á Íslandi inniheldur talsvert af vatni. Á veturna frýs jarðvegurinn smám saman niður á ákveðið dýpi, fyrst myndast ísnálar sem síðan renna saman og geta myndað klakahellu. Þegar vatnið frýst þenst það út í jarðveginum og til verður s...
Er eitthvað vatn í tönkum Perlunnar?
Perlan í Öskjuhlíðinni var vígð 21. júní árið 1991. Ingimundur Sveinsson arkitekt hannaði bygginguna. Tankar Perlunnar eru 6 talsins. Í þremur tankanna er 80°C heitt vatn sem bíður þess að vera sent út í dreifikerfi en í tveimur þeirra er bakrennslisvatn, um 30°C heitt. Í sjötta tankinum var sögusafn frá 2002-2014...
Hvað merkir Soga- í örnefnum hér á landi?
Upphaflega hljóðaði spurningin svo: Hvað merkir orðið soga í t.d. Sogavegur, Sogablettur, Sogið o.s.frv.? Sog er skylt sagnorðinu sjúga og fleiri orðum af þeim toga, til dæmis soga (sogast upp), súgur (dragsúgur), suga (blóðsuga). Í náttúrunni geta orð af þessu tagi bæði vísað til vinds og vatns. Í örnefnum ví...
Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys?
Hafa skal í huga að mestur hluti þeirrar olíu sem berst í hafið kemur af landi og á það bæði við um tíðni og heildarmagn. Næst að tíðni og umfangi eru óhöpp sem verða við meðhöndlun olíu fyrir skip, bæði lestun og losun. Stærstu einstöku óhöppin sem vekja mesta athygli verða hins vegar þegar skip farast, stranda e...
Hvernig verkar sundmaginn í fiskum?
Fyrst er þess að geta að hlutur í vatni leitar niður á við ef hann er þyngri en vatnið sem hann ryður frá sér en hlutur sem er léttari en vatnið leitar upp á við. Hlutur sem hefur jafnmikinn massa og vatnið sem hann ryður frá sér er hins vegar í jafnvægi. Þetta byggist á lögmáli Arkímedesar og á einnig við um loft...
Hvers vegna er vatnið í Stórurð svona blátt?
Engin gögn hafa fundist um efnasamsetningu vatnsins í tjörnum Stórurðar, eða um þörungalífríki þeirra. Þess vegna fjallar þetta svar um hvaða atriði stjórna almennt litaáferð tjarna, stöðuvatna, fallvatna og sjávar. Í Stórurð er víða að vinna blágrænar tjarnir. Framlög til litaáferðar má flokka eftir uppruna;spe...
Hvernig vitið þið um vísindamennina fyrir Krist?
Spurningin er prýðileg og hana mætti jafnvel víkka út og spyrja hvernig við getum yfirleitt vitað nokkurn skapað hlut um hvað gerðist í fortíðinni. Veltum þeirri spurningu örlítið fyrir okkur áður en við snúum okkur að vísindamönnunum. Um atburði í náinni fortíð er tiltölulega einfalt að afla sér upplýsinga, vi...
Er réttara að segja „spúla“ eða „smúla“ um að skola plan, dekk á báti eða stétt með kraftmikilli vatnsslöngu?
Orðið spúla „skola með vatni" er tökuorð úr dönsku en þangað er það sótt úr miðlágþýsku spûlen, spôlen. Orðið er til í nútíma þýsku sem spülen í sömu merkingu. Spúla er ekki gamalt í málinu en þekkist frá því snemma á 20. öld. Smúla „skola, hreinsa (þilfar á skipi, gólf, borð í fiskvinnsluhúsum)" virðist ekki ...
Af hverju er sagt að eitthvað sé laukrétt og pottþétt?
Í orðunum laukréttur 'alveg réttur'og laukjafn 'hnífjafn, alveg jafn' er líkingin sótt til lauksins en einkenni hans eru hin jöfnu lög sem leggjast hvert yfir annað. Orðin virðast innlend smíð. Í orðinu pottþéttur 'alveg traustur', sem einkum er notað í sambandinu að eitthvað sé pottþétt er líkingin sótt í pot...
Hvað er minnsta vatn á Íslandi?
Hér eiga við svipuð rök og notuð eru í svörum við eftirfarandi spurningum: Hver er minnsti tindur Vatnajökuls og hvað er hann stór?Hvenær verður teinn að öxli?Já, en hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?Kjarninn er sá að ómögulegt er að svara spurningunni því hugtakið vatn er ekki nægilega skýrt. Hvernig skilju...
Kólna drykkir hraðar eftir því sem þeir eru í kaldara rými, eins og ef maður lætur bjór í frysti í staðinn fyrir ísskáp?
Stutta svarið er já: Hlutir kólna þeim mun hraðar sem meiri munur er á upphaflegum hita þeirra og hitanum (kuldanum) í umhverfinu. Bjórflaska eða flaska með öðrum vökva kólnar talsvert örar ef hún er sett í frysti en í kæliskáp. Dæmigerður hiti í frystikistu er um það bil -18°C eða 18 stiga frost en í kæliskápu...
Hvað eru skriðdýr?
Skriðdýr er einn af fimm hópum hryggdýra. Hinir eru spendýr, fuglar, froskdýr og fiskar. Skriðdýr eiga margt sameiginlegt með öðrum hryggdýrum. Þróunarlega má skilgreina skriðdýr sem einhvers konar millistig milli froskdýra annars vegar og spendýra og fugla hins vegar enda þróuðust síðarnefndu hóparnir frá skriðd...
Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?
Svar við þessari spurningu var upphaflega skrifað í maí 2001 en endurritað að hluta í janúar 2019. Tilefni endurskoðunar er að ljúka frásögninni á árinu 1945 þegar hermdarverk nasista voru öllum sem vildu vita ljós og áður en mismunandi viðhorf um stefnu Ísraelsríkis fóru að skipta mönnum í ólíka flokka. Sú skipti...
Hvað er sýrustig (pH)?
Upphafleg spurning var:Hvert er sýrustig (pH) vatns? en hér er í rauninni svarað víðtækari spurningu. Fyrst ber að geta þess að sýrsutig (pH) ómengaðs vatns við stofuhita (25°C) hefur gildið 7. Sýrustig (pH) vatnslausna er mælikvarði sem segir til um það hversu súrar viðkomandi lausnir eru. Sýrustig ákvarðas...