Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 961 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvaða frumulíffæri eru í lifrarfrumu og hvernig starfa þau?

Flestar frumur líkamans hafa að miklu leyti sömu frumulíffæri en fjöldi þeirra og umfang er mismunandi og háð starfsemi og sérhæfingu frumunnar. Lifrin er helsta efnaverksmiðja líkamans og frumulíffærin í lifrarfrumum endurspeglar þessa starfsemi. Kjarninn er stór og hnöttóttur með laust pökkuðu litni og áberan...

category-iconHugvísindi

Er Stefán J. Stefánsson talinn fyrsti utanríkisráðherra Íslands þrátt fyrir að utanríkismál hafi áður heyrt undir forsætisráðherra?

Hér er best að vísa á vefsetur Utanríkisráðuneytisins Sögulegt yfirlit um utanríkisþjónustuna. Við skulum þó stikla á stóru í þeirri sögu í þessu svari, eftir upplýsingum af fyrrgreindri vefsíðu. Talið frá hægri: Jakob Möller, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Jónasson, Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson, Vigfús Ein...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver er munurinn á miðbaug og hádegisbaug?

Upphaflega spurningin var sem hér segir:Af hverju er miðbaugur kallaður hádegisbaugur?Miðbaugur er alls ekki kallaður hádegisbaugur enda er hér um tvo mismunandi hluti að ræða. Miðbaugur (e. equator) skiptir jörðinni í tvo hluta, norðurhvel og suðurhvel, og samsíða honum liggja breiddarbaugarnir. Nánar má lesa ...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hversu djúpt í jörðu þarf ungi sæfarinn að grafa til að finna fjársjóðinn?

Verðlaunagáta Vísindavefsins á Vísindavöku 22.09.2006 Svartskeggur skipstjóri var einn alræmdasti sjóræningi í Karíbahafi. Hann þótti einkar óárennilegur, enda fullir tveir metrar á hæð með gróskumikið og svart skegg. Þegar hann dó skildi Svartskeggur eftir sig verðmætan fjársjóð sem sagt var að hann hefði grafið...

category-iconFélagsvísindi

Hver var fyrstur til þess að fjöldaframleiða bíla?

Það er ekki til nein einhlít skilgreining á því hvað átt er við með því að fjöldaframleiða eitthvað. Það flækir svarið við þessari spurningu. Engu að síður virðist liggja nokkuð beint við að telja bíl sem kallaður var Curved Dash Oldsmobile þann fyrsta sem var fjöldaframleiddur. Framleiðandi hans var bílasmiðurinn...

category-iconLæknisfræði

Hvernig gengur með þróun á postulínsfyllingum í tennur?

Stöðug þróun á sér stað í tannfyllingarefnum almennt, sérlega þeim sem höfða til útlits, það er plastefna og postulíns. Postulínsfyllingar (krónur og innlegg) hafa verið notaðar lengi og tekið miklum framförum, sérlega hvað styrk varðar. Þegar postulínsfyllingar eru gerðar þarf að taka mát af viðkomandi tönn e...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna heitir Eyjafjörður svo þó á honum sé aðeins ein eyja?

Nafnið Eyjafjörður er í Íslendingabók og Landnámabók. Í hinni síðarnefndu segir að Helgi magri og félagar „kölluðu Eyjafjörð af eyjum þeim, er þar lágu úti fyrir“ (Íslenzk fornrit I:250). Þeir voru þá líklega staddir á Hámundarstaðafjalli sunnan Dalvíkur. Álitið hefur verið að þarna sé átt við Hrólfssker og Hr...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju vaxa hendur á mann og af hverju fær maður þumalputta?

Skýringuna á því að við erum með hendur og þumalputta má finna í langri þróunarsögu okkar og forfeðra okkar. Með tilliti til þróunar getum við einfaldlega kallað hendur okkar framfætur en eftir að við fórum að standa upprétt þá gátum við notað framfæturna, það er hendurnar, til annarra verka, svo sem við að handfj...

category-iconHeimspeki

Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?

Ef Sókrates lifði í dag á sama hátt og hann lifði í Aþenu frá 470 til 399 fyrir Krists burð, væri svarið augljóst: Nei. Hugsanlega kemur upp í huga margra þegar hugsað er um líf Sókratesar, mynd af hvítskeggjuðum öldungi sem situr á tröppum Aþenutorgs, umkringdur ungum mönnum sem þyrstir í visku. Hann ræðir við...

category-iconHugvísindi

Hverjir hafa fengið friðarverðlaun Nóbels og þá fyrir hvað?

Þegar þetta er skrifað (árið 2002) eru 101 ár síðan friðarverðlaun Nóbels voru veitt í fyrsta sinn. Að vísu hefur það gerst 19 sinnum að verðlaunin væru ekki veitt, en á móti kemur að 25 sinnum hefur þeim verið skipt á milli tveggja og einu sinni milli þriggja. Alls eru því 109 aðilar sem hafa fengið þau í tímans ...

category-iconFélagsvísindi

Er Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess?

Til að svara þessu skoðum við fyrst með hvaða hætti Ísland tengist nú þegar samstarfi Evrópusambandsríkjanna og berum það svo saman við þær breytingar sem yrðu innanlands við fulla aðild að ESB. Evrópusambandið er yfirþjóðlegur samstarfsvettvangur 27 Evrópuríkja sem hafa framselt ákvörðunarrétt á afmörkuðum sv...

category-iconHeimspeki

Hver er syndafallskenning Rousseaus?

Að tala um „syndafall“ í kenningum svissneska heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau (1712-1778) er líklega villandi þar sem hann fjallaði ekki um eiginlega „synd“ í kristilegum skilningi. Í ritinu Ritgerð um uppruna og grundvöll ójöfnuðar meðal manna (Discours sur l'origine et les fondements de l'inégualité parmi ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er þjóðkirkja?

Hugtakið þjóðkirkja hefur margháttuð merkingarsvið.[1] Fyrst ber að nefna að orðið er hægt að nota um kirkju sem starfað hefur meðal einhverrar þjóðar um langt skeið, sett mark sitt á gildismat hennar og menningu en jafnframt mótast af hugsanagangi viðkomandi þjóðar. Þjóðin og kirkja hennar hefur þar með eignast ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig geta eldflaugar farið um geiminn þar sem ekkert loft er?

Hreyfing eldflauga er í eðli sínu allt önnur en flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugin breytir ferð sinni og stefnu með því að senda frá sér efni ("eldsneyti") með miklum hraða. Þetta efni verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarstefnu þess. Hraðabreyting eða hröðun eldflaugarinna...

category-iconEfnafræði

Fyrir hvað voru Nóbelsverðlaunin í efnafræði veitt árið 1918?

Nóbelsverðlaunin eru líklega þekktustu verðlaun heims á eftir Óskarsverðlaununum. Nóbelsverðlaununum var fyrst úthlutað árið 1901. Sænska akademían sá þá um úthlutun í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum en norska Stórþingið veitti friðarverðlaun Nóbels. Hagfræðiverðlaun hafa verið veitt frá því 1969....

Fleiri niðurstöður