Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1040 svör fundust

category-iconFornleifafræði

Hvað merkir þessi stafaruna sem rituð er með rúnum á trjábút: RB FIR KUI KLK IBBII?

Spyrjandi á líklega við rúnirnar á pínulitlu spýtubroti sem fannst í Viðey 1993 og er nú geymt á Árbæjarsafni. Við fornleifarannsóknir í Viðey fannst brot úr rúnakefli í rúst skála nokkurs. Brotið fannst í röskuðu lagi og er álitið að gólfskánin* sé frá 10. eða 11. öld. Rúnirnar sjálfar benda þó fremur til 11. ald...

category-iconEfnafræði

Hvernig er áfengisprósenta drykkja reiknuð? Hvernig tengist hún mólstyrk?

Þegar talað er um áfengisprósentu í drykk er yfirleitt átt við hlutfall etanóls af rúmmáli hans. Einnig er stundum átt við hlutfall etanóls af massa drykkjarins, en slíkt er þó sjaldgæfara. Þegar þeirri aðferð er beitt er því ástæða til að taka það sérstaklega fram. Mólmassi etanóls er um það bil 46 g/mól og e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Gæti einhver reikistjarnanna flotið á vatni?

Reikistjörnurnar (e. plantets) í sólkerfinu okkar eru 8 talsins. Taflan hér fyrir neðan inniheldur nokkrar upplýsingar um þær og einnig um dvergreikistjörnuna (e. dwarf planet) Plútó, sem fram til 2006 var talin ein af reikistjörnunum. massi (kg)þvermál (km)eðlismassi (kg/L) Merkúríus3,302∙10234.879 km5...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða spendýr lifir lengst?

Það spendýr sem nær að jafnaði hæstum aldri er maðurinn (latína Homo sapiens). Ævilengd mannsins, ef allt gengur að óskum, er 70 til 90 ár. Hins vegar taka sjúkdómar, vannæring, styrjaldir og slys óneitanlega stóran toll af mannafla heimsins. Elstu menn sögunnar hafa hins vegar náð meira en 115 ára aldri og er nok...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt "að bæta úr skák" og hvaðan kemur orðatiltækið?

Orðasambandið að bæta úr skák er þekkt í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Merkingin er ‛að bæta úr einhverju’ og er orðasambandið mjög oft notað neitandi, þ.e. „það bætir ekki úr skák að ...“. Líkingin á rætur að rekja til skáktafls. Halldór Halldórsson prófessor fjallaði um orðsambandið í dokt...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað gera dýrafræðingar?

Dýrafræðingar vinna að mjög fjölbreytilegum rannsóknum á dýrum af öllum stærðum og gerðum. Á verksviði dýrafræðinga er meðal annars flokkunarfræði dýra, að kanna skyldleika tegunda innbyrðis og stærri hópa og fylkinga, hegðun dýra, lýsa útliti þeirra og lífsháttum svo að fátt eitt sé nefnt. Aristóteles til vins...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um skröltorma?

Skröltormar, sem á ensku nefnast rattle snakes, eru gildvaxnir amerískir eitursnákar. Helsta einkenni þeirra eru hornplötur á halanum sem skröltir í þegar halinn er hristur. Skröltormar tilheyra tveimur ættkvíslum, Sistrurus og Crotalus. Tegundir sem tilheyra síðarnefndu ættkvíslinni eru oft kallaðar “hinir eiginl...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver var Alexandre Gustave Eiffel og hvert var hans framlag til vísindanna?

Franski byggingarverkfræðingurinn Alexandre Gustave Eiffel fæddist í borginni Dijon í Frakklandi 15. desember 1832. Hann var af þýskum ættum og bar í upphafi ættarnafnið Bönickhausen. Það þótti fjölskyldunni óþjált og breytti eftirnafninu í Eiffel, en einn þýsku forfeðranna hafði flust frá Eifel-hæðum í NV-Þýskala...

category-iconHugvísindi

Hver var Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku?

Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku var mikilvæg persóna í hugarheimi kristinna manna á miðöldum og allt fram á 17. öld og er víða fjallað um hann í landfræðiritum þess tíma. Hann var þó afurð lærðs ímyndunarafls og óskhyggju fremur en að hægt sé að tengja hann við raunverulegar persónur. Í Chronicon e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er frævun?

Í stuttu máli má segja að frævun sé flutningur frjókorna frá frjóhnappi til frænis. Frjókorn eru afar smá eða á stærð við rykkorn. Hlutverk þeirra er það sama og hjá sáðfrumum dýra. Frjókornin þroskast inni í frjóhirslum í frjóhnöppum frævlanna, en segja má á frævlar séu karllegi hluti blómplöntunnar. Þeg...

category-iconLæknisfræði

Hver var Díoskúrídes?

Pedaníos Díoskúrídes var forngrískur læknir og grasafræðingur sem starfaði í Róm um og eftir miðja fyrstu öld. Hann var frá Caesareu í Kilikíu í Litlu-Asíu en er iðulega kenndur við Anazarbos en það er yngra heiti á borginni. Gjarnan er talið að Díoskúrídes hafi verið læknir í rómverska hernum en ályktunin byggir ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um Saladín?

An-Nasir Salah ad-Din ibn Ayyub, betur þekktur á Vesturlöndum sem Saladín var soldán af Egyptalandi og Sýrlandi á árunum 1174-1193 og er ef til vill einn af þekktustu leiðtogum mannkynssögunnar. Í bókum og kvikmyndum Vesturlanda er hann iðulega sýndur sem miskunnsamur leiðtogi og virðingarverður andstæðingur. S...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Nicolaus Steno og hvert var framlag hans til vísindanna?

Niels Stensen (1638-1686), eða Nicolaus Steno eins og hann nefndist á latínu að hætti lærðra manna á þeim tímum, fæddist og ólst upp í Kaupmannahöfn. Faðir hans, Sten Pedersen, var gullsmiður af þekktri ætt kennimanna á Skáni. Steno var trúhneigður maður, alinn upp í lúterstrú, en gerðist kaþólskur um þrítugt (166...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort eru geisladiskar lesnir ofan frá eða neðan í geislaspilurum?

Geisladiskar eru lesnir neðan frá í geislaspilurum. Þannig er rangt að tala um að setja geisladisk undir geislann, rétt eins og talað er um að láta hljómplötu undir nálina. Réttara er að segjast setja diskinn yfir geislann. Annar munur á geisladiskum og hljómplötum er sá að geisladiskar eru lesnir frá miðju ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var fyrsta tölvuveiran?

Tölvuveira er forrit sem festir sig við annað forrit, en breytir aðgerðum þess, til þess að veiran geti breiðst út. Í dag er skrifaður fjöldinn allur af veirum en þær eru mjög ólíkar innbyrðis. Þær sækja til dæmis í ólík forrit, fjölga sér á ólíkan hátt og hafa mismunandi áhrif. Til þess að veiran breiðist út hrat...

Fleiri niðurstöður