Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1928 svör fundust
Hvers vegna dóu svona margir indjánar úr kvefi eftir komu Evrópumanna til Ameríku?
Með auknum samgöngum og svonefndri alþjóðavæðingu má segja að heimurinn sé orðinn nánast eitt sóttkveikjusamfélag. Gott dæmi um það er bráðalungnabólgan HABL (e. SARS) sem kom upp í Suður-Kína fyrir nokkrum mánuðum en setti brátt alla heimsbyggðina í uppnám. Annað dæmi er eyðni, sjúkdómur sem upphaflega hefur senn...
Hvenær kom skaðsemi reykinga fyrst í ljós og hvað gerðist í kjölfarið?
Upprunalega spurning Snædísar Ingu hljóðaði svona: Hvaða ár var uppgötvað að reykingar eru skaðlegar og hver uppgötvaði það? Tóbaksplantan er upprunnin frá Ameríku. Fyrir þúsundum ára reyndu töfralæknar í Nýja heiminum að nota reyk úr tóbaksplöntum til að meðhöndla ýmsa kvilla auk þess sem tóbak var notað í...
Hversu hratt snýst tunglið um jörðina?
Tunglið ferðast mjög hratt, en á hverri sekúndu fer það 1,02 km á braut sinni umhverfis jörðina. Til samanburðar má nefna að jörðin ferðast 30 km á sekúndu á braut sinni umhverfis sólina, sem sjálf ferðast 250 km á sekúndu á hringferð sinni umhverfis miðju Vetrarbrautarinnar. Frá jörðu séð virðist tunglið færa...
Hvað hét kona Adolfs Hitlers?
Kona Adolfs Hitlers hét Eva Braun. Hún fæddist árið 1912 og hitti Hitler fyrst árið 1929 á ljósmyndastofu þar sem hún vann. Síðar varð hún ástkona hans. Ástarsamband Hitlers og Evu Braun fór afar leynt. Helstu aðstoðarmenn Hitlers þekktu hana lítið og gerðu sér litla grein fyrir því hvers eðlis samband þeirra v...
Er hægt að tala um að hafa tvö tungumál sem fyrsta mál?
Hugtakið fyrsta mál er oftast notað í þeim tilvikum þegar barn byrjar að læra eitt mál sem fyrsta mál. Önnur mál sem barnið byrjar að læra síðar eru þá annað og þriðja mál og svo framvegis og barnið getur orðið tví- og þrítyngt. Hins vegar er það mjög algengt að börn læri tvö eða fleiri tungumál samtímis frá by...
Hvað er eins karats demantur þungur?
Eins karats demantur er 200 milligrömm. Punktakerfi er einnig notað til að lýsa þyngd demanta en einn punktur jafngildir 0,01 karati. Þyngsti demantur sem hefur fundist var kallaður Cullinan. Hann fannst árið 1905 í Transvaal í Suður-Afríku og var 3.106 karöt eða rúm 600 grömm. Demanturinn var síðar skorinn nið...
Hvernig verkar kaupmáli milli hjóna?
Kaupmáli er heiti á ákveðnu formi samnings sem hjón geta gert sín á milli þegar þau ganga í hjónaband eða síðar. Tilgangur kaupmála er að búa til það sem á lagamáli kallast séreign en það er eign sem annað hvort hjóna á og tilheyrir ekki félagsbúi þeirra. Séreignin er undanþegin skiptum ef til skilnaðar kemur. Meg...
Af hverju er sagt 'þú færð börnin' þegar gefin er rest af víni?
Orðasambandið að fá börnin er komið úr heyskaparmáli. Síðasti rifgarður í flekk var kallaður karl ef kona lenti á að rifja hann og fékk hún þá karlinn. Hann hét hins vegar kerling ef karlmaður lenti á að rifja hann og fékk hann þá kerlinguna. Konur í heyskap á Nýfundnalandi, sennilega snemma á síðustu öld. ...
Hver skrifaði Kóraninn?
Múslímar telja að Kóraninn hafi vitrast Múhameð spámanni smám saman á 20 ára tímabili. Þá var Múhameð í leiðslu og Gabríel erkiengill birtist honum og opinberaði honum textann sem síðar varð að Kóraninum. Þegar Múhameð vaknaði úr leiðslunni fór hann með orðin sem honum höfðu vitrast. Sumir lærðu þau utanbókar e...
Getur köttur orðið hundblautur?
Allir geta verið hundblautir, dýr jafnt sem menn. Hund- er gamall áhersluforliður sem kemur fram í orðum eins og hundmargur og hunddjarfur. Hann hefur verið tengdur hund - í hundrað og gefur orðum þá merkingu að um eitthvað mikið sé að ræða. Síðar var farið að tengja forliðinn við nafnorðið hundur. Samsetning...
Hver er merking viðskeytisins -rænn?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver er merking viðskeytisins -rænn? 'Sem kemur frá landi' eða almennt 'sem kemur við'?Viðskeytið –rænn á sér tvenns konar uppruna og oft er erfitt að greina á milli. Annars vegar á viðskeytið uppruna sinn í áttaheitunum austur, vestur, suður, norður. Um stofnlægt -r- var að r...
Getið þið sagt mér hvað orðið Gemlufall þýðir?
Bærinn Gemlufall er í Mýrahreppi í V-Ísafjarðarsýslu norðan Dýrafjarðar. Gemla er hæsti hnjúkurinn á fjallinu ofan við bæinn (724 m). Orðið gemla gat merkt ,veturgömul ær' og síðar ,gamalær' eða ‚gömul tönn‘. Merking bæjarnafnsins gæti því verið ‚ærfall‘, að þar hafi gemla fallið, svo líklegt sem það kann að þykja...
Hvaða fyrirbæri á himninum skín svona skært á kvöldin um þessar mundir?
Það er reikistjarnan Venus sem er bjartasta stjarnan á himninum á kvöldin frá janúar og fram í síðari hluta marsmánaðar vorið 2009. Sagt er að hún sé kvöldstjarna því hún er á lofti við sólarlag og sest nokkru síðar. Meira má lesa reikistjörnuna Venus í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Sést Venu...
Hvaða spendýr er með minnstu augun?
Flest spendýr nota sjón tiltölulega mikið í daglegu lífi og stærðarmunur á augum er yfirleitt furðulítill milli tegunda. Sumar tegundir, sem eru eingöngu á ferli á nóttunni, eru með afarstór augu og treysta mikið á sjón sína þótt dimmt sé. Dæmi um þetta eru sumir lemúrar og aðrir hálfapar. Þá eru til næturdýr með ...
Er til lágmarksstærð?
Oft er erfitt að lifa sig inn í hugsunarhátt liðinna alda, ekki síst þegar heimildir eru götóttar eins og við á um forngrísku atómsinnana og hugmyndir sem kviknuðu kringum þá. En samkvæmt hugmyndum manna nú á dögum virðist mega skipta spurningunni um lágmarksstærð í tvennt: Er til lágmarksstærð í veruleikanum krin...