Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1982 svör fundust
Af hverju er ekki til svarthvítur spegill?
Til að fá fram svarthvíta spegilmynd þarf aðeins að minnka lýsingu á fyrirmyndina niður í rökkurstyrk. En litleysið hefur ekkert að gera með eiginleika spegilsins heldur ræðst af virkni augna okkar. Í þeim eru tvær gerðir ljósnema, sem kallaðir eru stafir og keilur. Stafirnir gefa taugaörvun sem er vaxandi með ...
Af hverju eru menn 70% vatn?
Það er rétt hjá spyrjanda að vatn er stór hluti af líkama manna og raunar allra lífvera á jörðinni. Mest er af vatni í líkama okkar þegar við erum nýfædd, þá er talið að allt að 75% líkamans sé vatn. Hlutfall vatns minnkar með árunum, mest á fyrstu 10 árum ævinnar. Yfirleitt er talið að hjá fullorðnum karlmönnum s...
Hvers vegna horfum við í raun aftur í tímann þegar við skoðum geiminn í sjónaukum?
Þegar við sjáum eldingu getum við tekið eftir því að við heyrum þrumuna nokkru eftir að við sjáum leiftrið. Ljós ferðast mjög hratt samkvæmt mælikvörðum okkar hér á jörðinni. Hraði þess í tómarúmi er 300.000 km/sek, en á þeim hraða má fara sjö og hálfan hring umhverfis hnöttinn á einni sekúndu. Við sjáum því leif...
„Ef A = B og B = C þá er A = C.“ Hvernig má það vera? Ef um sama hlutinn er að ræða, af hverju skyldum við skipta honum í A, B og C?
Þegar táknið „=“ er notað, þá er það almennt fyrst og fremst í tveimur merkingum. Í fyrsta lagi merkir það „jafnt og“, þ.e. gefið er til kynna að það sem stendur sitt hvoru megin við „=“ sé jafnt eða jafnstórt (í einhverjum skilningi), eða öllu heldur vísi til þess sem er jafnt eða jafnstórt. Þegar sagt er t.d....
Af hverju eru orðin "getur ekki" og "mun aldrei" notuð svo títt á Vísindavefnum?
Spyrjandi bætir við:Ef haft er til hliðsjónar: "...maðurinn á ALDREI eftir að fljúga..."Þessi spurning kemur okkur óneitanlega á óvart því að hitt heyrist fullt eins oft að vísindin gefi ekki nógu afdráttarlaus svör og vísindamenn setji svör sín oft fram með miklum fyrirvörum. Ef fullyrðing spyrjanda væri rétt mæt...
Hvaða efni eru í "silfrinu" sem notað er við tannviðgerðir?
Amalgam eða silfurfyllingar eru notaðar til að endurbyggja skemmdar eða brotnar tennur. Þetta fyllingarefni hefur verið notað í árhundruð í billjónir tanna. Talið er að fyrsta fyllingin hafi verið sett í tönn árið 1826 í Frakklandi. Undanfarna áratugi hefur orðið ör þróun á tannlituðum fyllingum og eru þær annað h...
Af hverju er himinninn blár?
Með þessu er einnig svarað spurningu Andrésar Magnússonar: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og svo framvegis. En hvernig stendur þá á því að tunglið er gult og jafnvel rauðleitt þegar það er lágt á himni?Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthj...
Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?
Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson [1] einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fy...
Af hverju hafa karlmenn geirvörtur?
Greinilegt er að margir hafa velt þessari spurningu fyrir sér. Aðrir spyrjendur eru Kjartan Guðmundsson, Gunnlaugur Johnson, Ingvi Gautsson, Hera Ólafsdóttir, Andri Þorvaldsson, Orri Steinarsson, Þorsteinn Pálmason, Georg Ólafsson, Árni Ólafsson, Ólafur Hlynsson og Sirrý Ólafsdóttir. Hér er einnig að finna sva...
Af hverju er ekki lofthjúpur utan um allar plánetur?
Fyrir þessu geta verið ýmsar ástæður en algengast er að þetta stafi af því að það sé of heitt á yfirborði reikistjörnunnar eða plánetunnar. Hiti í gasi eða lofti er í rauninni hreyfing sameindanna. Ef hitinn er mikill getur hreyfingin orðið svo ör að allar sameindirnar losna einfaldlega frá yfirborði hnattarins og...
Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?
Handan heimsins, rúms og tíma, er til Guð og ímyndað aðsetur hans má kalla himna. En þegar spurt er hvort Himnaríki sé til og hverjir komist þangað er sennilega einnig verið að spyrja um staðinn sem börnum er kennt að afi þeirra og amma fari til eftir dauðann, og dveljist þar með Guði. Þessi heimur er sá sem Jesús...
Sé bil á milli róteindar og rafeindar, er þá ekki fræðilegur möguleiki að tveir einstaklingar fari í gegn þegar þeir hlaupa hvor á annan?
Hér er væntanlega vísað til þess að massi atóms er nær allur í kjarna þess, en hann er aðeins mjög lítill hluti af stærð þess. Því finnst okkur við fyrstu sýn að atómin séu næstum tóm (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?) og þau ættu að geta runn...
Er siðferðilega réttlætanlegt að eyða 190.000 kr. í iPhone 5?
Þessi spurning snýst bæði um siðferðislega og efnahagslega þætti en stjórnmál ganga einmitt út á samspil þeirra. Stjórnmál fjalla að miklu leyti um samband okkar við aðra og það kerfi sem stýrir þeim samskiptum. Hins vegar er hér verið að spyrja um hvort ákvörðun einstaklings um kaup á tiltekinni vöru séu réttmæt....
Af hverju ætti Guð að leiða okkur í freistni eins og segir í Faðirvorinu?
Faðir vor er bænin sem Jesús kenndi okkur. Það er að finna á tveimur stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Fjallræðu Jesú í Matteusarguðspjalli, 6. kapitula, 9.-13. versi og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapitula, 2.-4. versi. Útgáfan í Fjallræðunni er sú sem er okkur töm. Þar kemur Faðir vor á efti...
Hvaða hlutverki gegnir saga og sagnfræði?
Hér á Vísindavefnum má finna svar við spurningunni Hvað er saga? Þar er gerð grein fyrir afstöðunni milli hugtakanna saga og sagnfræði. Í þessu svari nægir því að segja að sagnfræði er iðja sagnfræðinga, og meðal þess sem þeir iðja er að skrifa sögu. Sumir fræðimenn mundu svara spurningunni um hlutverk sagnfræð...