Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1120 svör fundust
Hvað var danska einokunarverslunin og hvað stóð hún lengi yfir?
Svonefnd einokunarverslun Dana stóð yfir á Íslandi í 185 ár eða frá 1602 til 1787. Markmiðið með einokunarversluninni var fyrst og fremst að styrkja danska kaupmenn gegn þýskum og enskum kaupmönnum, sér í lagi svonefndum Hansakaupmönnum sem höfðu á þessum tíma góð tök á verslun við Ísland. Vorið 1602 veitti Kr...
Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn?
Hugökin þriðji heimurinn, þróunarríkin eða hálfiðnvædd ríki vísa til þjóða aðallega í Asíu, Afríku eða Rómönsku Ameríku sem talin eru vera tæknilega vanþróuð. Í kalda stríðinu var hugtakið þriðji heimurinn einnig notað þegar vísað var til þjóða, einkum í Asíu og Afríku sem ekki tengdust Vesturveldunum né Sovétríkj...
Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins?
Áður en þessu er svarað beint er rétt að huga snöggvast að skilgreiningu á krabbameini. Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ekki lengur rétt í samfélagi frumna. Er þá talað um að frumurnar séu illkynja. Þær ryðja sér braut inn í heilbrigðan vef og vaxa inn í bl...
Hvernig eru plánetur og reikistjörnur skilgreindar?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti slíka skilgreiningu. Samkvæmt henni eru reikistjörnurnar átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, ...
Hvaðan er bæjarnafnið Svertingsstaðir upprunnið?
Tveir bæir á Íslandi eru með nafninu Svertingsstaðir, annars vegar bær í Ytri-Torfustaðahreppi í Vestur-Húnavatnssýslu og hins vegar í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Þeir koma ekki fyrir í Landnámabók en bær með því nafni er þar nefndur inn frá Fljótshlíð (= Svertingsvölustaðir) (350-351). Svertingsstaðir í Eyja...
Hvað eiga menn við með orðunum 'harkan sex'?
Orðasambandið harkan sex þekkist vel í málinu í yfirfærðri merkingu. Oft er sagt sem svo: ,,Ekki þýðir annað en sýna núna hörkuna sex ef ná á árangri.“ Þá er átt við að sýna þurfi mikinn dugnað og harðfylgi. Orðasambandið er sótt til jarðfræði. Steintegundir eru flokkaðar eftir því hvert viðnám þeirra er gegn ...
Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?
Langbest er að kynnast grísku harmleikjunum með lestri á harmleikjunum sjálfum. Það sama gildir vitaskuld um gamanleikina. Alls eru varðveittir 33 harmleikir auk brota úr glötuðum harmleikjum sem hafa meðal annars fundist á misheillegum papírusbrotum. Sjö verk eru varðveitt eftir Æskýlos, önnur sjö eftir Sófókl...
Hvernig virkar reykskynjari?
Reykskynjari (smoke detector) er tæki sem nemur reyk og gefur þá frá sér merki, oft hljóðmerki, þegar reykurinn nær ákveðnum mörkum. Reykskynjarar eru mjög algeng, einföld og ódýr öryggistæki sem finna má á flestum heimilum og vinnustöðum. Í þeim er yfirleitt nemi og hljóðgjafi. Skynjunarhluti þeirra byggist yfirl...
Hvað eru stýrivextir?
Stýrivextir seðlabanka eru þeir vextir sem bankinn notar til að hafa áhrif á markaðsvexti. Seðlabanki Íslands, líkt og seðlabankar annarra landa, á í ýmiss konar viðskiptum við önnur innlend fjármálafyrirtæki, sérstaklega innlánsstofnanir. Með innlánsstofnunum er átt við banka og sparisjóði sem hafa heimild til...
Hvaða aðstæður urðu til þess að kona gat orðið forseti á Íslandi 1980?
Allt frá stofnun lýðveldis á Íslandi hafa konur jafnt sem karlar mátt bjóða sig fram til forseta. Það liðu þó 36 ár frá lýðveldisstofnun og þar til Vigdís Finnbogadóttir var kjörinn forseti Íslands árið 1980. Þetta þóttu mikil tíðindi, hún var ekki aðeins fyrst kvenna til að gegna embætti forseta á Íslandi heldur ...
Hvað getið þið sagt mér um Spánverjavígin árið 1615?
Fiskveiðar hófust við Nýfundnaland í byrjun 16. aldar, fáum árum eftir að Evrópumenn uppgötuðu heimsálfuna Ameríku. Frakkar veiddu þorsk í stórum stíl, en sjómenn frá Baskahéruðum Spánar og Frakklands eltust við norðhval, sem einnig kallast grænlandssléttbakur og grænlandshvalur. Baskar við Biskajaflóa byggðu trau...
Af hverju kemur svona lítill snjór á Íslandi?
Það eru sjálfsagt ekki allir sammála því að það snjói lítið á Íslandi þó að síðustu vetur hafi vissulega verið óvenju snjóléttir. Til að snjór verði til í háloftunum þarf bæði kulda og raka í loftinu. Einnig skiptir hitastig við jörðu máli þar sem það hefur áhrif á það hvort sá raki sem þéttist í háloftunum sem sn...
Hvað er hljóðdvalarbreyting?
Með hljóðdvalarbreytingu er átt við breytingu á framburði sérhljóða sem lengdin ein hafði aðgreint í öndverðu. Talið er að þessi breyting hafi gengið yfir á 16. öld. Áður en breytingin hófst gátu áhersluatkvæði bæði verið stutt og löng. Ef áhersluatkvæði voru stutt höfðu þau stutt sérhljóð með stuttu samhljóði á e...
Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur?
Í ársbyrjun 2019 eru 180 ár liðin frá því að ný aðferð við að taka ljósmyndir var kynnt fyrir meðlimum frönsku vísindaakademíunnar. Sú aðferð var kennd við Louis-Jacques-Mandé Daguerre (1787-1851) og byggði á því að málmplata var gerð ljósnæm með því að bera á hana joðblöndu. Mynd var síðan tekin á plötuna og hún ...
Hvaðan kemur málshátturinn „Barn er fyrir böli nema drengur sé og sjálfur eigi“?
Algengasta mynd þessa málsháttar er „Böl er, ef barn dreymir, nema sveinbarn sé, og sjálfur eigi.“ Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er í Safni af íslenzkum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson tók saman og gaf út í Kaupmannahöfn 1830. Málshátturinn er einnig tekinn þannig upp í Íslenzku málsháttasafni Finns Jón...