Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3321 svör fundust
Hver fann upp músagildruna og hvenær var hún fundin upp?
Fyrir rúmri öld, eða árið 1897, fann breskur uppfinningamaður að nafni James Henry Atkinson upp músagildruna. Frumgerð músagildrunnar var kölluð “Little nipper” eða “Litli nartarinn”. Form "Litla nartarans" ætti að vera flestum kunnugt Form þessarar músagildru kannast flestir við en það er löngu orðið frægt ú...
Hver er sagan á bak við heilaga gralbikarinn?
Fyrstu sögurnar sem fjalla um gralinn eru frá 12. og 13. öld. Samkvæmt sumum þeirra er gralinn sá bikar sem Jesús drakk úr við síðustu kvöldmáltíðina. Þessi bikar var svo sagður hafa verið notaður til að safna því blóði Krists sem draup af honum á krossinum. Gralnum er oft eignaðir yfirnáttúrulegir eiginleikar og ...
Í hvaða fjórum löndum búa Samar?
Samar búa í norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og á Kólaskaga í Rússlandi. Heimkynni Sama. Samar eru flestir í Noregi, eitthvað um 40.000, um 20.000 í Svíþjóð, 6.000 í Finnlandi og 2.000 í Rússlandi. Þessar tölur eru þó nokkuð á reiki og þar með tölur um heildarfjölda Sama. Ástæðan er meðal annars sú...
Hvaðan kemur hárgreiðslan hanakambur upprunalega?
Talið er að hanakamburinn sem á ensku kallast Mohawk eða mohican komi frá Norður-Ameríku. Á enskri tungu er hann kenndur við Móhíkana-indjánaættflokkinn (e. Mohawk) sem kann þó að vera vafasamt því vitað að er að hanakambur var í tísku hjá Wyadot-indjánum mun fyrr. Árið 2003 fundust 2300 ára gamlar líkamsleifa...
Hvers vegna var fallöxin fundin upp?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvers vegna var fallöxin fundin upp, af hverju var hætt að nota hana og hver var fyrstur drepinn með henni? Fallöxi er aftökutæki sem samanstendur af háum ramma og þungu axarblaði, sem hengt er upp á rammann. Við aftöku er sakamaður festur í rammann þannig að háls h...
Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?
Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...
Hver er munur á stærð íslenskra jökla í dag og á landnámsöld?
Ljóst er af frásögn fornrita að jöklar hafa sett svip á landslagið þegar við landnám. Landnáma segir að vísu ekki mikið frá jöklum en engu að síður er ljóst af örnefnum, einkum Jökulsám, sem voru víða á landinu, að jöklar voru að mestu á sömu stöðum og þeir eru enn þann dag í dag. Ýmsar fornsögur svo sem Njáls ...
Hvenær varð fyrsti íslenski fjölmiðillinn til og hvenær hóf hann starfsemi sína?
Um leið og við svörum því þurfum við að gera upp við okkur hvað við meinum með orðinu fjölmiðill. Hægt væri að leika sér að því að segja að förukonurnar sem segir frá í Njáls sögu og báru fréttir á milli bæja hafi verið fjölmiðlar síns tíma, eða að lóan sé sá fjölmiðill sem boði Íslendingum komu vorsins. En þá eru...
Hvers vegna átti lýðræðið erfitt uppdráttar á 19. öld? Hvers vegna vildu menn takmarka kosningarétt og kjörgengi við eigna- og menntamenn?
Fyrst er rétt að gæta þess að takmarkanir á kosningarétti og kjörgengi á nítjándu öld voru ámóta miklar á Íslandi og í öðrum löndum Vestur- og Mið-Evrópu. Indriði Einarsson skrifaði fróðlega grein um kosningar til Alþingis í Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags árið 1884 og bar þar meðal annars saman hlutfall íbú...
Er eitthvað vitað um tónlist á Íslandi fyrir siðaskiptin?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er eitthvað vitað um tónlist á Íslandi um 1400-1450? Er til einhver saga um tónlist á Íslandi um 1400-1450? Hljóðfæri, dans og söngur? Hvaða upplýsingar sem er myndi ég vel þiggja. Við rannsóknir fræðimanna á miðöldum koma sífellt í ljós meiri samskipti Íslendinga við...
Hvaða rannsóknir hefur Árni Daníel Júlíusson stundað?
Árni Daníel Júlíusson er sérfræðingur við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar einkum rannsóknir á sviði félagssögu og umhverfissögu. Hann hefur fyrst og fremst rannsakað sögu íslenska bændasamfélagsins á tímabilinu 1300-1700, en einnig bæði fyrir og eftir það. Einkum hafa þrjú svið vakið áhuga hans. H...
Hvenær voru fyrstu rímur ortar og hvaða fyrirmyndir voru fyrir þessum kveðskap?
Ólafs ríma Haraldssonar í Flateyjarbók er elst varðveittra rímnatexta. Hún á sinn þátt í því samhljóða áliti fræðimanna að rímnagerð hafi hafist á fyrri hluta 14. aldar og jafnvel þegar um eða upp úr 1300. Með athugun á málstigi miðaldarímna hafa rannsóknir leitt i ljós að nokkrir nú varðveittir rímnaflokkar hafi ...
Á hvaða breiddargráðu er Ísland?
Nyrsti tangi Íslands er Rifstangi sem er á 66°32,3´ N (les: 66 gráðum og 32,3 mínútum norður eða norðlægrar breiddar). Syðsti tanginn er Kötlutangi á 63°23,6´ N. Allt "meginland" Íslands er sem sagt á milli þessara tveggja breiddarbauga. Hins vegar nær Kolbeinsey norður á 67°08,9´ og Surtsey suður á 63°17,7´. Alla...
Var hægt að tákna tölustafi með rúnaletri?
Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með 16 stöfum í staðinn fyrir 24 stafa rúnaletur. Íslensku rúnirnar fylgdu þeim norsku fast eftir allt til loka þjóðveldisins með nokkrum undantekningum þó. Eftir lok...
Af hverju heitir Þýskaland svo ólíkum nöfnum á frekar líkum tungumálum?
Nafnið Þýskaland er dregið af þjóð, en þýðverskur merkir hið sama og þýskur, samanber fornháþýsku diutisc sem merkti ‚alþýðlegur‘, en á gotnesku var orðmyndin þiudisks og merkti ‚heiðinn‘. Skylt þessum myndum er deutsch í Deutschland og tysk í Tyskland. Orðið Dutch ‚hollenskur‘ var notað í ensku á 15. og 16. öld í...