Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 570 svör fundust
Er afbragð vont bragð?
Hvorugkynsorðið afbragð er í Íslenskri orðabók Eddu (2002:8) sagt hafa merkinguna ‘ágæti, prýðilegur maður eða hlutur’. Í Íslenskri orðsifjabók stendur: h. 'e-ð frábært'... Leitt af so. *ab-bregðan eða bregða af, sbr. afbrugðinn 'frábrugðinn, ólíkur'... Ekkert er minnst á vont bragð af mat en sú merking er þó ti...
Hvers konar gnit er í Gnitaheiði og Gnitakór?
Orðið gnit í forlið nafnanna gæti verið skylt nýnorsku gnite, sem merkir ‚smástykki sem brotnað hefur af e-u‘, og sænsku mállýskuorði gneta eða gnitu ‚moli, ögn‘, og því gæti Gnitaheiði, þar sem ormurinn eða drekinn Fáfnir var, merkt ‚smágrýtt land‘ (Ásgeir Bl. Magnússon, Orðsifjabók, 1989). Gnitaheiði er ekki ...
Hvernig er hægt að fá hland fyrir hjartað?
Orðið hland í sambandinu að fá hland fyrir hjartað merkir ‛þvag’ en hland er einnig notað um lélegan drykk eins og til dæmis þunnt kaffi. Óvíst er um aldur orðasambandsins en elstu heimildir í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar. Merkingin er annars vegar að ‛fá væga hjartak...
Hvaðan er nafnið á fjallinu Óþola í Dýrafirði komið?
Óþoli er mjög hátt fjall norðan til við dalsmynnið á Gerðhamradal við Dýrafjörð. Þórhallur Vilmundarson telur að merking nafnsins sé ‚hinn óþolinmóði, sá sem bíður ekki‘ og virðist höfða til snjóflóðahættu (Grímnir 2, 116-118). Undir fjallinu stendur bærinn Arnarnes, og segir í Jarðabók Árna Magnússonar og Pál...
Er hægt að nota forliðinn forkunn til að lýsa hlutum á neikvæðan hátt, til dæmis forkunnarljótur?
Nafnorðið forkunn merkir ‛ágæti, snilld’ og í eldra máli einnig ‛löngun, þrá’. Eignarfallið forkunnar- er notað sem áhersluliður lýsingarorða, langoftast í jákvæðri merkingu. Dæmi: forkunnarfagur, forkunnarfríður, forkunnarglaður, forkunnargóður og mörg fleiri. Eignarfallið forkunnar- er notað sem ...
Eru margir menn heiðnir?
Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera "já", miðað við flestar merkingar orðsins heiðinn. Í Íslenskri orðabók stendur um lýsingarorðið heiðinn: 1) sem er heiðingi, ókristinn; guðlaus; heiðinn siður Ásatrú; heiðinna manna heilsa fornmannaheilsa, góð heilsa. 2) ófermdur, illa upplýstur um trúmál. 3) sem va...
Hvað er orðið áfengi gamalt í málinu?
Orðið áfengi á sér gamlar rætur og er sýnilega tengt sögninni fá og forsetningunni á. Sagnarsambandið kemur enda fram í fornu máli í merkingu sem greinilega býr að baki nafnorðinu. Í orðabók Fritzners um fornmálið er tilgreint sambandið drykkr fær á e-n og vísað til þriggja heimilda því til staðfestingar. Sagn...
Hvað er hyski?
Þótt orðið fjölskylda sé vel þekkt í fornu máli hefur það ekki þar þá merkingu sem nú er algengust, það er `foreldrar og börn þeirra; húsráðendur og afkomendur þeirra o.fl.' heldur var hin forna merking einkum `annir, margvísleg störf.' En hvaða orð var notað um fjölskyldu? Hér er þess að gæta að hið forna ísl...
Hvað þýðir bæjarnafnið Krakavellir?
Spurningunni fylgdi sú skýring að Krakavellir eru í Fljótum. Forliðurinn í Krakavellir er ef til vill sögnin að kraka. Merking sagnarinnar samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er að „ná til botns“ eða „ná einhverju upp frá botni“. Niður af bænum Krakavöllum í Fljótum heitir Nátthagi niður við Flókadalsá. Í örnefn...
Hvers vegna heitir fyrsta síða í hverri einustu bók saurblað?
Orðið saurblað finnst ekki í orðabókum fornmáls og kemur ekki fyrir í seðlasafni Orðabókar Árnanefndar, sem er nú að koma út í Kaupmannahöfn. Elsta dæmi um saurblað í seðlasafni Orðabókar Háskólans er úr Postillu Corvins, sem Oddur Gottskálksson þýddi og prentuð var í Rostock 1546. Merking orðsins er ekki allt...
Hvað er þetta "babb" sem á það til að koma í báta?
Orðtakið ,,það kom (er komið) babb í bátinn" er þekkt frá því á 18. öld. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 má finna undir flettiorðinu babb skýringuna 'ógreinilegt tal, babbl' og tvær merkingar orðasambandsins. Annars vegar er dæmi á latínu sem merkir 'óánægja gerði vart við sig gegn stýrimanni' og hins vega...
Hver er uppruni orðatiltækisins að "gera einhverjum skráveifu"?
Orðið skráveifa er gamalt í málinu. Það er kunnugt allt frá því á 14. öld sem viðurnefni Jóns nokkurs Guttormssonar skráveifu en hann var lögmaður norðan og vestan 1361. Um hann var ort og skráð í Flateyjarannál:Jón skreiddist skjótt skráveifa hljótt kamarsaugað út við ærna sút.Upprunaleg merking orðsins er óvi...
Í Eyjafirði er áin Reistará og bær kenndur við hana. Af hverju dregur áin nafn sitt?
Reistará er nafn á á og bæ í Eyjafirði og kemur fram í Landnámabók (Íslenzk fornrit I:255-256). Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1713 er nafnið Ristará (X:118) en í sóknarlýsingu frá um 1840 er nafnið Reistará (Eyfirzk fræði II:110) og svo hefur verið í jarðabókum síðan. Merking árnafnsins er ef ...
Hvað þýðir þetta svaka í svakalega?
Upphaflega var spurningin svona: Hvað þýðir orðið svakalega, og er til slæm merking t.d. fyrir orðatiltækið að verða fyrir svaka? Nafnorðið svaki er notað um ruddamenni eða ofsamenni en einnig um smábrim, vind og hláku. Það er ruddamerkingin sem er að baki fyrri liðnum í svakalegur. Til dæmis er sagt um mann að ...
Af hverju er "etc." eitt orð en "et al." tvö orð, "et" er jú heilt orð úr latínu?
Latneska orðið et 'og' er vissulega sameiginlegt báðum skammstöfununum etc. og et al. Hin fyrri stendur fyrir et cetera og er notuð í merkingunni 'og svo framvegis' (eiginleg merking 'og aðrir (hlutir)'). Að baki liggur latneska orðið caeterus sem oftast er notað í fleirtölu í merkingunni 'aðrir'. Hvorugkyn fleir...