Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hver er munurinn á að deila með og að deila í?

Rétt er að segja deilt sé í teljara með nefnara. Það er að segja að $\frac{2}{3}$ er talan sem fæst þegar deilt er í tvo með þremur. Stærðfræðinni og stærðfræðingum er til happs að í greininni ríkir nokkuð samhæft, alþjóðlegt ritmál. Hvar sem ég mæti stærðfræðingi annars staðar í heiminum, jafnvel aðeins grunns...

category-iconHugvísindi

Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein?

Leonardó da Vinci: La Gioconda (Móna Lísa), máluð 1503-1506. Hæð 77 cm; Lengd 53 cm. Heimild: Wikimedia Commons. Leonardó da Vinci (1452-1519) málaði Mónu Lísu eða La Gioconda, eins og verkið er kallað víðast utan hins enskumælandi heims, í Flórens rétt upp úr aldamótunum 1500, og hann málaði hana aðeins einu s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er sams konar kísill (silíkon) í brjóstunum á Pamelu Anderson og í tölvukubbunum mínum?

Þessari spurningu má bæði svara játandi og neitandi. Frumefnið kísill (e. silicon) er eitt af algengustu frumefnum á jörðinni og er, ásamt súrefni, uppistaðan í steinum, sandi og gleri. Kísill er mikilvægur þáttur í íslenskri stóriðju. Á hverju ári eru yfir 100.000 tonn af kísiljárni til stálframleiðslu flutt ...

category-iconLæknisfræði

Hvað veldur beinhimnubólgu?

Á Doktor.is er pistill um beinhimnubólgu. Þar kemur fram að það sem í daglegu tali kallast beinhimnubólga er ekki sjúkdómur í sjálfu sér heldur samheiti yfir ákveðin einkenni. Þessi einkenni eru verkir í framanverðum fótlegg sem koma í kjölfar aukins álags, oftast vegna líkamsþjálfunar. Verkirnir hverfa yfirleitt...

category-iconVísindi almennt

Hver eru tengsl mælieininganna tonn og lestir þegar talað er um fiskveiðikvóta?

Þegar orðið lestir er notað yfir þyngd merkir það hið sama og tonn, það er 1.000 kg. Orðið smálestir þekkist líka og er sama þyngd og lest. Lestir er eldri talsmáti en tonn. Það er mikið notað í fiskveiðilöggjöfinni og reglugerðum um hana en almennt fátítt í daglegu tali. Það er því ekki að furða að fólk átti...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs?

Rastafarar líta ekki á Haile Selassie sem hálf-guð heldur sem guð að fullu, líkt og kristnir líta á Jesú sem guð en ekki hálf-guð. Haile Selassie I (1892-1975) var keisari Eþíópíu. Hann var sonur Ras Makonnen sem var ráðgjafi Meneliks keisara II og hlaut upphaflega nafnið Tafari Makonnen. Tafari giftist barnab...

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp klósettpappírinn?

Eins og svo margt annað fundu Kínverjar fyrstir upp pappírinn og þeir voru einnig fyrstir til að gera til úr honum sérstakan klósettpappír. Vitað er að birgðamiðstöð keisarans keypti 720.000 blöð árið 1391, hvert 2 x 3 fet að stærð (60 x 90 cm). Sú notkun var þó eingöngu bundin við hirð keisarans og varð aldrei al...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig og hvar vex ananas?

Ananasplantan (Ananas comosus) er fræplanta af ættinni Bromeliaceae. Hún vex villt í Mið- og Suður-Ameríku en hefur verið flutt og ræktuð til nytja víða annars staðar svo sem til margra Asíu- og Afríkuríkja. Ananasplantan er með 30-40 stíf og safarík blöð sem mynda oft rósettulaga krans umhverfis þykkan og ster...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna er hitastig stundum mælt í kelvínum?

Hitastig má mæla á ýmsum kvörðum. Sá sem algengastur er í daglegu tali er Selsíus-kvarðinn, en á honum sýður vatn við 100°C en frostmarkið er 0°C (við 1 atm þrýsting). Alkul (lægsta hitastig sem hægt er að ná, sjá nánar hér) á Selsíus-kvarða er hins vegar við -273°C. Kelvin-kvarðinn er algengasti hitakvarðinn ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú lýst fyrir mér hvar sækýr búa og hvernig þær afla sér fæðu?

Þrjár tegundir sækúa eru til. Þær tilheyra allar sömu ættkvíslinni sem heitir Trichechus á latínu. Tegundirnar þrjár lifa í þremur heimsálfum. Tegundin Trichecus inunguis (e. Amazon manatee) lifir í Amasonfljóti og Orinoco-fljótunum og er í mikilli útrýmingarhættu. Önnur tegund, Trichechus manatus (e. Caribbean ma...

category-iconLögfræði

Mega þingmenn reykja í Alþingishúsinu?

Á Íslandi eru í gildi sérstök lög um tóbaksvarnir. Önnur grein laganna hljóðar svona: “Virða skal rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra.” Lög þessi eru nr. 6 frá árinu 2002 og í daglegu tali nefnd tóbaksvarnarlögin. Tóbaksreykingar eru bannaðar á fles...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið agúrka?

Skafti spurði sérstaklega um gúrku: Af hverju er gúrka ýmist kölluð gúrka eða agúrka? Hvort er rétt að segja eða er þetta ekki sama tegund? Orðið agúrka barst hingað úr dönsku agurk sem fengið er úr lágþýsku agurke sem aftur fékk orðið um pólsku ogórek, úr nýgrísku angouri. Í eldri grísku hét grænmetið ango...

category-iconHeimspeki

Er alveg víst að himnaríki sé til?

Nei. Orðið himnaríki merkir yfirleitt stað utan þess heims eða þess hluta heimsins sem við þekkjum, þar sem allir menn eða einhver hópur manna hafnar eftir jarðlífið, og verður eilíflega hamingjusamur. Spyrjandi hefur væntanlega þessa merkingu í huga. Himnaríki er þannig sett fram sem eins konar andstæða...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju fáum við starabit?

Í daglegu tali er stundum talað um starabit. Hér er þó ekki um bit frá staranum (Sturnus vulgaris) sjálfum að ræða heldur flóm sem fylgja honum. Íslendingar hafa iðulega kallað þessa fló starafló en réttast er að kalla hana hænsnafló, samanber latneska heiti hennar Ceratophyllus gallinae enda er fræðiheitið kennt ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er örnefnið Katla aðeins notað um eldstöðina í Mýrdalsjökli?

Nafnið Katla er af sömu rót og ketill, en í Mýrdalsjökli eru sigkatlar stundum sýnilegir. Kvenmannsnafnið Katla kemur fyrir í Landnámu og í Íslendingasögum og er á sama hátt rótskylt karlmannsnafninu Ketill. Nafnið er ekki aðeins til sem heiti á eldstöðinni í Mýrdalsjökli í Vestur-Skaftafellssýslu, heldur er þ...

Fleiri niðurstöður