Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 601 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er hægt að rekja skyldleika allra núlifandi manna til einnar formóður?

Allar núlifandi manneskjur[1] geta rakið ættir sínar til baka til einnar formóður sem lifði í Afríku. Skyldleiki er meðal annars rakinn með því að nota erfðaupplýsingar, til dæmis um breytileika á ákveðnum stað innan gens, í heilum genum, hluta litninga eða jafnvel alls erfðamengisins. Hægt er að meta hversu langt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Að hvaða leyti var íslenski rostungastofninn frábrugðinn öðrum rostungastofnum?

Greining á breytileika í hvatberaerfðaefni rostungstanna frá Íslandi hefur leitt í ljós að hér á landi hafi verið sérstakur stofn rostunga fyrir landnám og á fyrstu öldum byggðar í landinu (Keighley o.fl. 2019). Með aldursgreiningu á 34 tönnum, út frá samsetningu ísótópa, kom í ljós í sömu rannsókn að þrjár yngstu...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta áunnir eiginleikar erfst milli kynslóða?

Í stuttu máli er svarið nei. Áunnir eiginleikar vísa til eiginleika sem mótast við þjálfun og þroskun einstaklingsins, líkt og hreysti og vaxtarlag vegna líkamsræktar og mataræðis eða vegna menntunar og reynslu. Til dæmis erfist tungumálakunnátta ekki frá foreldrum til barna. Þótt umhverfisáhrif geti mótað samspil...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær fólk Alzheimer? Og af hverju er sjúkdómurinn ættgengur?

Alzheimers-sjúkdómurinn er hrörnunarsjúkdómur sem herjar helst á miðaldra fólk eða aldraða. Hann leiðir til minnistruflana og annarra truflana við hugsun og heilastarfsemi. Fólk fær Alzheimers-sjúkdóm vegna þess að heili þess hrörnar; taugafrumum fækkar og sömuleiðis taugatengingum á milli þeirra. Í svari M...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fæðast sumir rauðhærðir og aðrir ljóshærðir, skolhærðir eða dökkhærðir?

Það eru erfðir sem stýra háralit okkar. Nokkur gen hafa áhrif á húð- og háralit og genin geta komið saman á ýmsa vegu enda er háralitur manna mjög mismunandi. Það er litarefnið melanín sem gefur hárinu lit. Tvö afbrigði eru til af því, faeómelanín (gult, rautt) og eumelanín (dökkbrúnt, svart). Í dökku hári er a...

category-iconEfnafræði

Hvað er líftækni?

Líftækni (e. biotechnology) er mjög víðtækt hugtak og ekki létt að skilgreina það í stuttu máli. En skilgreining gæti til dæmis verið þessi: Líftækni er sérhver tækni þar sem líffræðilegum kerfum, lífverum eða hlutum þeirra, er beitt til að framleiða vörur eða breyta vörum eða vinnuferlum til ákveðinna nota. Lí...

category-iconBókmenntir og listir

Hverjar eru meginreglur tónlistar sem ekki má brjóta?

Svarið er í stuttu máli: Engar - ef miðað er við alla tónlist mannkynsins. Reglur hafa orðið til og þróast um tónlist í ákveðnum samfélögum á tilteknum skeiðum. Einstök tónskáld eða hópar þeirra hafa sett sér reglur og tónskáld setja sér jafnvel reglur um einstök verk. En almennar reglur sem gildi um alla tónlist ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Eva Heiða Önnudóttir stundað?

Eva H. Önnudóttir er dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir hennar snúa að kosningahegðun (kosningaþátttöku og hvaða flokka fólk kýs), viðhorfi til stjórnmála bæði meðal kjósenda og hinnar pólitísku elítu, og tengslum kjósenda og elítu. Rannsóknir Evu hafa bæði beinst að íslenskum stjór...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að klóna apa?

Náttúrleg klónun er vel þekkt,til dæmis við knappskot eða þegar ný tré vaxa upp af brotnum greinum eða föllnu tré (samanber stiklinga). Í marga áratugi hafa vísindamenn unnið að því að klóna dýr á tilraunastofum. Breski líffræðingurinn John Gurdon (f. 1933) var fyrstur til að klóna hryggdýr þegar hann klónaði fros...

category-iconHeimspeki

Oft er sagt að allt sé afstætt, en er svo í raun?

Þegar einhver segir: “Það er alltaf rigning um helgar” skiljum við að viðkomandi meinar í raun og veru að sér finnist oft rigna um helgar en ekki að það rigni allan sólarhringinn um hverja einustu helgi. Á sama hátt má ætla að fullyrðingin “Allt er afstætt” geti þýtt að margt sé afstætt en ekki að bókstaflega allt...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er svart fólk svart?

Húðlitur okkar, og reyndar háralitur líka, ræðst af litarefni sem kallast melanín. Því meira litarefni sem er í húðinni því dekkra er fólk á hörund. Magn melaníns í húðinni fer einkum eftir erfðum, en hörunds- og háralitur er fyrst og fremst háður genasamsetningu okkar. Ástæðan fyrir því að einstaklingur er „svart...

category-iconLífvísindi: almennt

Ef eineggja tvíburarsystur eiga börn með eineggja tvíburabræðrum, verða börnin þá alveg eins?

Eineggja tvíburar eru eins erfðafræðilega því þeir fengu afrit af sömu genum frá föður og móður. En þegar þeir fara að mynda kynfrumur munu litningar og gen foreldranna raðast handahófskennt í kynfrumur þeirra. Menn hafa 23 litningapör þannig að litningarnir munu stokkast upp í mjög margar samsetningar í hverri ky...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað ræður kyni barns?

Í stuttu máli má segja að kyn barns ráðist af því hvort Y-kynlitningur er í okfrumunni sem fóstrið þroskast af eða ekki. Þar sem Y-kynlitningar eru bara í körlum er það faðirinn eða öllu heldur sáðfruma hans sem ákvarðar kyn barns. Skoðum þetta aðeins nánar. Upphaf nýs einstaklings er þegar tvær frumur, eggfrum...

category-iconLæknisfræði

Getur DNA-próf sagt til um réttan föður ef bræður og faðir þeirra koma allir til greina?

Hér er einnig fleiri spurningum svarað: Hvað er það í erfðarefninu sem greinir óskylda frá skyldum og er það öruggt? (spyrjandi Jóhannes Jensson). Varðandi DNA-greiningu? Er hægt að greina með DNA-rannsóknum hvort systkini eru í raun og veru alsystkini eður ei? (spyrjandi Hilmar Snorrason). Í erfðaefni okka...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?

Þessari spurningu um skráningu erfðamengis mannsins var svarað af Guðmundi Eggertssyni á fyrsta starfsári Vísindavefsins, árið 2000. Síðan þá hefur ýmislegt gerst á sviði erfðavísindanna og því full ástæða til að svara spurningunni á nýjan leik. Eldra svarið stendur þó enn fyrir sínu, sjá: Hvað felst í því að skr...

Fleiri niðurstöður