Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1888 svör fundust
Hvers vegna er hin gamla lögbók Íslendinga kölluð Grágás?
Einnig var spurt:Hvaðan kemur nafnið Grágás og hvað þýðir það? Nafnið Grágás er haft um elstu lögbók Íslendinga, þá sem var í gildi á þjóðveldistímanum og nokkur ár fram yfir hann en gekk úr gildi þegar hér var lögtekin bók sem hefur (af óþekktri ástæðu) fengið nafnið Járnsíða. Það gerðist á árunum 1271–73. Engin...
Hver var munurinn á vinnufólki og húsfólki?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hver var munur á vinnumönnum/konum og húsmönnum/konum? Ég tek eftir báðum þessum starfsheitum langt fram á 19. öld. Í íslensku fornmáli koma orðin húsmaður og húskona ekki fyrir í þeirri merkingu sem þessi orð hafa á síðari öldum. Á elsta stigi sem við þekkjum eftir að þr...
Hvers vegna geymist kex lengur en brauð?
Munurinn á kexi og brauði liggur fyrst og fremst í vatnsinnihaldinu. Samkvæmt Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) þá er heildarvatnsinnihald í kexi um það bil 2-5% meðan brauð inniheldur 35-50% raka. Heildarvatnsinnihald segir þó ekki alla söguna. Vatnið í matnum okkar er tvenns konar. Annar...
Af hverju eru byssur til?
Þessari spurningu er ekki endilega auðsvarað ef haft er í huga að byssur eru meðal annars notaðar til að drepa eða meiða fólk. Það liggur ef til vill ekki í augum uppi að menn skuli yfirleitt vilja búa slíka hluti til? Hins vegar má líka nota þær til annarra hluta, svo sem fæðuöflunar, og það á einnig við um ýmis ...
Hvað eru steinefni?
Steinefni eru nauðsynleg næringarefni sem líkaminn þarfnast í litlu magni fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Steinefnin nýtast líkamanum yfirleitt best á því formi sem þau koma fyrir í matvælum. Stundum er steinefnum skipt niður í aðalsteinefni og snefilsteinefni. Munurinn á þessum tveimur flokkum felst eingöngu í þv...
Eru málmarnir gull, brons, ál og platína frumefni?
Lotukerfið inniheldur öll þekkt frumefni, bæði þau sem koma fyrir í náttúrunni og þau sem manneskjan hefur búið til í eindahröðlum (e. particle accelerators). Til þess að finna út úr því hvort tiltekinn málmur sé frumefni eða ekki er einfaldast að skoða lotukerfið eða leita í töflum/texta sem innihalda öll frumefn...
Hvert er talið merkasta ljóð Steins Steinarr?
Áhrifamesta einstaka verk Steins Steinarr (1908-1958) er ljóðabálkurinn Tíminn og vatnið sem kom út árið 1948 en nokkur ljóðanna höfðu birst áður í tímaritum. Tíminn og vatnið samanstendur af 21 tölusettu ljóði. Það hefur lengi heillað lesendur og fræðimenn og valdið þeim heilabrotum. Form þess er óbundið í hefðbu...
Getur tónlist stuðlað að róttækni?
Spurning hljóðaði upprunalega svona: Getur tónlist haft áhrif á fólk að það taki þátt í róttækum hóp? (þ.e.a.s að fólk geti hlustað á tónlist og hún hvetji mann til að taka ákvarðanir/fara í hópa með öðru fólki og hafa áhrif)? Upprunalega var spurt um það hvort tónlist geti haft þau áhrif á fólk, að það gangi ...
Hvers vegna segir maður til dæmis "út úr mínum húsum" í fleirtölu? Er einhver regla til um þetta þegar maður á bara eitt hús?
Orðið hús hefur fleiri en eina merkingu. Það er í fyrsta lagi notað um byggingu sem hefur veggi og þak og er það algengasta merking orðsins. Í öðru lagi getur hús merkt 'bær, býli' og nær þá yfir þau hús sem bæ tengjast, til dæmis bæjarhús, útihús, fjárhús, hesthús. Í þriðja lagi getur hús merkt 'heimili' og...
Hverjir eru kostir og gallar lúpínu sem landgræðsluplöntu?
Kostir lúpínu sem landgræðsluplöntu eru einkum þeir að hún bindur fljótt örfoka land og hefur þá eiginleika eins og aðrar belgjurtir að mynda sambýli með örverum og getur þannig unnið köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Lúpínan dreifir sér fljótt með fræi sem er kostur í landgræðslu en getur aftur verið ókostur í öðru...
Hefur einræktaður (klónaður) einstaklingur eins fingraför og fyrirmyndin?
Í stuttu máli, nei. Eineggja tvíburar hafa ekki eins fingraför og því myndu einræktaðir einstaklingar ekki heldur hafa eins fingraför. Fingraför eineggja tvíbura eru reyndar mjög lík, en alls ekki eins. Ástæðan fyrir þessu er að mynstur fingrafara ræðst ekki eingöngu af erfðafræðilegum þáttum heldur líka því hv...
Má ljúga í auglýsingum?
Í 1. mgr. 21. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 segir svo:Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskiptaaðferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn...
Er til fleirtala af bókstafnum A?
Bókstafirnir eru oft notaðir í fleirtölu en þá að jafnaði með töluorði á undan, til dæmis „Orðið pabbi er skrifað með tveimur béum, orðið þátttaka er skrifað með þremur téum.” Stafurinn A hefur dálitla sérstöðu þar sem hann getur hljóðverpst (a>ö) ef skilyrði eru fyrir hendi. Ef við segjum: „Margir vilja s...
Fyrir hvað stendur g-ið í g-strengs nærbuxum?
Það sem heimildum okkar ber saman um í þessum efnum er að uppruni orðsins G-string í ensku er óviss. Ef það vefst fyrir einhverjum hvers konar klæðaplagg er um að ræða þá er hér átt við nærbuxur sem eru örmjóar að aftan og hylja ekki rasskinnarnar. Seint á 19. öld var orðið G-string eða geestring haft um lendas...
Þegar maður hellir poppbaunum í heita olíu hvers vegna springa þær ekki allar í einu?
Við bendum lesendum á svar við spurningunni Hvers vegna poppar poppkorn?. Þar kemur meðal annars fram að það eru þrír eiginleikar poppmaísins sem gera það að verkum að hægt er að poppa hann: vatnið í korninu, sterkjan sem það inniheldur og harða hýðið utan um. Allt eru þetta eiginleikar sem eru misjafnir frá ei...