Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Hreiðar Þór Valtýsson rannsakað?
Hreiðar Þór Valtýsson er fiskifræðingur, lektor og brautarstjóri við sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri (HA). Hreiðar og félagar hans í sjávarútvegsfræðinni við HA (nemendur hafa líka verið virkir þátttakendur) hafa lagt mikla áherslu á miðlun og menntun tengda sjávarútvegi á öllum skólastigum. Ástæðun...
Hagnast Kínverjar meira en Bandaríkjamenn á viðskiptum þjóðanna?
Nokkuð snúið er að meta hve mikinn hag ein þjóð hefur af viðskiptum við aðra. Ein leið til að skoða þetta væri að reyna að áætla hve mikill kaupmáttur þjóðartekna væri hjá tiltekinni þjóð ef hún gæti ekki átt viðskipti við ákveðna aðra þjóð og bera það saman við hver kaupmátturinn er nú í raun. Svona æfingar er hæ...
Hver var Jón Sigurðsson?
Jón Sigurðsson forseti, sem er án vafa einn eftirminnilegasti tímamótamaður íslenskrar sögu, fæddist á Hrafnseyri í Arnarfirði 17. júní 1811 og ólst þar upp til 18 ára aldurs. Foreldrar hans voru prestshjónin Þórdís Jónsdóttir og séra Sigurður Jónsson. Systkini Jóns voru Margrét, húsfreyja og bóndi á Steinanesi í ...
Hvaða rannsóknir hefur Atli Harðarson stundað?
Atli Harðarson (f. 1960) lauk BA-prófi í bókmenntafræði og heimspeki við Háskóla Íslands 1982 og MA-prófi í heimspeki frá Brown-háskólanum í Bandaríkjunum 1984. Eftir það starfaði hann sem kennari og síðar stjórnandi við framhaldsskóla til ársins 2014 þegar hann hóf störf sem lektor við Menntavísindasvið Háskóla Í...
Hvaða rannsóknir hefur Anh-Dao Katrín Tran stundað?
Anh-Dao Katrín Tran er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknaverkefni Anh-Dao snúast um fjölmenningarmenntunarfræði og ungt fólk af erlendum uppruna. Hún er virk í rannsóknum bæði á Íslandi og í Evrópulöndum. Anh-Dao var þátttakandi í rannsóknarhópi Hönnu Ragnarsdóttur prófessors um Learning S...
Hvaða rannsóknir hefur Dóra S. Bjarnason stundað?
Dóra S. Bjarnason var prófessor í félagsfræði og fötlunarfræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar voru einkum á sviði félagsfræði menntunar, fötlunarfræði og skólastefnunnar skóli án aðgreiningar, sögu og afrakstri sérkennslu, jaðarsetningu fatlaðs fólks, og á reynslu þriggja kynslóða fatlaðra...
Hvað getið þið sagt mér um Þingeyrar í Húnaþingi?
Þingeyrar er býli í Austur-Húnavatnssýslu milli Hóps og Húnavatns. Þar var klaustur fram að siðaskiptum árið 1550 en fyrir stofnun þess héldu Húnvetningar þing sitt á staðnum. Engar menjar tengdar þinginu hafa varðveist og þess er jafnframt ekki getið í heimildum eftir 1133 en það ár er talið stofnár klaustursins....
Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Gestsdóttir rannsakað?
Steinunn Gestsdóttir er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við skólann. Sérsvið hennar er þroskasálfræði og hefur hún rannsakað þróun sjálfstjórnunar og hvernig hún tengist þroskaframvindu barna og ungmenna. Eitt það mikilvægasta sem börn þurfa að ná tökum á til að...
Voru einhverjar konur að semja tónlist á 17. öld?
Það þótti sæma konum fyrr á öldum að kunna sitthvað fyrir sér í tónlist, en ætíð innan ákveðinna marka. Í karllægum heimi fengu þær yfirleitt litla hvatningu til tónsmíða eða annarra skapandi starfa. Þó tókst nokkrum ítölskum kventónskáldum að sinna hugðarefnum sínum á fyrri hluta 17. aldar og nutu þær virðingar f...
Hvað hefur vísindamaðurinn Þóroddur Bjarnason rannsakað?
Þóroddur Bjarnason er félagsfræðingur og prófessor við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hann hefur rannsakað samband einstaklings og samfélags frá margvíslegum sjónarhornum með áherslu á seiglu, sjálfbærni og félagslegan auð. Þóroddur hefur jafnframt lagt áherslu á miðlun rannsókna í opinberri umr...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristján Leósson rannsakað?
Kristján Leósson er þróunarstjóri sprotafyrirtækisins DT-Equipment ehf. en sinnir einnig stöðu verkefnisstjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í hlutastarfi. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir í örtækni (nanótækni), ljóstækni, efnistækni og líftækni. Menntun hans er á sviði eðlisfræði, verkfræði og heimspeki en...
Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu?
Íslendingar eiga ekki aðild að Geimvísindastofnun Evrópu (e. European Space Agency, ESA) vegna þess að þeir hafa aldrei sóst eftir aðild. Í nóvember árið 2003 kom engu að síður hópur sérfræðinga frá ESA til Íslands til að kynna starfsemi samtakanna fyrir ráðamönnum og fulltrúum vísinda og rannsókna á Íslandi. Ekke...
Hvernig er best að skara eld að eigin köku?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðatiltækisins: "Að skara eld að eigin köku"? Og hvað er átt við með því? Sögnin að skara merkir að ‘róta í með skörungi’. Orðasambandið er sótt til þess er menn stunduðu eldamennsku við opinn eld. Sá sem skaraði (rakaði) eldinn undir sína köku sá þannig til að h...
Hvernig er launamunur kynjanna reiknaður út?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig nákvæmlega er launamunur kynjanna reiknaður út hér heima? Hægt er að reikna launamun launþegahópa með margvíslegum hætti. Alltaf er þó um hlutfall tveggja meðaltala að ræða. Talað er um launamun kynjanna ef laun tiltekins hóps kvenna eru notuð sem efniviður í útreiknin...
Hvers vegna þurfum við að fara í skólann ef við viljum það ekki?
Til þess að geta lifað og starfað í samfélagi nútímans er nauðsynlegt að hafa gengið í skóla. Það er hvort tveggja nauðsynlegt einstaklingunum, hverjum í sinni hamingjuleit, og samfélaginu í heild, bæði til að öllum störfum sé sinnt sem þurfa þykir og að virkt lýðræði haldist í landinu. Lýðræðisþróun Innifó...