Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3271 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað er nýlendustefna? Hver voru helstu nýlenduveldin og af hverju sölsuðu þau undir sig önnur lönd?

Eins og á við um mörg fræðileg hugtök er erfitt að gefa nákvæma skilgreiningu á nýlendustefnu (e. colonialism). Oft er henni ruglað saman við heimsvaldastefnuna (e. imperialism) og eru þessi hugtök gjarnan notuð jöfnum höndum um sama eða svipað fyrirbæri. Í nýlendustefnu felst að valdameira ríki (móðurlandið) l...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er nafnið Snorre upprunalegra en Snorri?

Bókstafurinn –e í Snorre stendur í algerri bakstöðu. Forngermanskt –i í bakstöðu varð í forníslensku mjög snemma og fyrir ritun íslenskra heimilda að –e, samanber geste, hirþe í stað gesti, hirði. Þegar fyrir 1250 kom –i inn aftur í stað –e þótt fyrri ritháttinn megi sjá mun lengur í sumum handritum. Samkvæmt þess...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „þvara“ í orðasambandinu „að standa eins og þvara“?

Orðið þvara er haft um sköfu, yfirleitt með löngu skafti, eða stöng með blaði á til að hræra í potti. Orðasambandið að standa eins og þvara í merkingunni ‛hafast ekkert að, standa aðgerðarlaus’ þekkist frá því á 19. öld og vísar líklegast til þvöru sem hangir eða stendur ónotuð í eldhúsinu eða ofan í grautar...

category-iconLæknisfræði

Gagnast lyfið remdesivír við COVID-19?

Ýmis lyf, bæði gömul og ný, hafa verið prófuð við meðferð á COVID-19 en þegar þetta er skrifað (í byrjun maí 2020) hefur ekki fundist meðferð sem örugglega gagnast við sjúkdómnum. Með „gagnast“ er þá átt við lyf eða aðra meðferð sem slær verulega á sjúkdómseinkenni og fækkar dauðsföllum án þess að hafa alvarlegar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi?

Í elsta sérhljóðakerfi íslensku voru sérhljóðarnir i og y bornir fram á tvo vegu. Sérhljóðið i var þá borið fram líkt og í nú. Það er og var ókringt, það er varirnar eru ekki hringmyndaðar eins og til dæmis þegar u er borið fram. Sérhljóðið e var borið fram líkt og i nú. Sérhljóðið y aftur á móti var kringt eins o...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvenær, hvar og hvers vegna byrjaði fólk að ganga í sokkum?

Maðurinn hefur notað sokka síðan á fornöld en fyrstu sokkarnir voru mjög ólíkir þeim sem við notum í dag. Þá voru sokkar aðallega gerðir úr skinni eða klæði sem var vafið um fótinn og fest upp undir hné með leðurböndum. Þessir sokkar, eða skósokkar, voru fóðraðir með grasi. Elsta heillegi mannslíkami sem fundis...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fóru Íslendingar að drekka kaffi?

Talið er að kaffitréð eigi sér uppruna í Eþíópíu í héraði sem nefnist Kaffa. Jurtin barst frá Afríku til Arabíu á 15. öld en þar er talið að hún hafi fyrst verið notuð til drykkjargerðar. Um miðja 17. öld barst kaffið síðan til Evrópu. Kaffi var fyrst flutt til Íslands um miðja 18. öld svo líklega byrjuðu Ísle...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvaðan kemur orðasambandið „að kaupa köttinn í sekknum“ og í hvaða samhengi er það notað? Orðasambandið að kaupa köttinn í sekknum er fengið að láni, sennilega úr dönsku købe katten i sækken. Merkingin er að ‘kaupa eitthvað án þess að hafa séð það (oft(ast) sjálfum sér í óh...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er hægt að þýða orðið melancholy á íslensku?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig myndi melancholy þýðast yfir á íslensku? Ég hef séð orðabækur þýða það yfir sem þunglyndur, en mér finnst það ekki góð þýðing. Þunglyndur er að sjálfsögðu depressed. Stutta svarið við þessari spurningu er að það fer eftir samhengi hvernig best er að þýða orði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr hverju er hláturgas?

Hláturgas eða glaðgas kallast díniturmónoxíð á máli efnafræðinnar og hefur efnatáknið N2O. Sameind þess (e. molecule) er mynduð úr einni súrefnisfrumeind (O) og tveimur niturfrumeindum (N; hefur einnig verið kallað köfnunarefni á íslensku). Efnið var fyrst búið til árið 1776 og framan af notað til svæfinga. Um ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur máltækið "glöggt er gests auga(ð)", og er þessi gestur Óðinn?

Ekki er sennilegt að átt sé við Óðin í þessum málshætti. Gestur var vissulega eitt af heitum Óðins en málshátturinn virðist ekki gamall. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 19. öld. Líklegra er því að átt sé við það að gestur, sem kemur í hús, sér oft það sem er öðru vísi en hann á að venjast. Hann tekur oft ef...

category-iconHugvísindi

Af hverju segjum við 'í morgunsárið'?

Orðið morgunsár er í raun samsett úr orðunum morgunn og atviksorðinu ár í merkingunni ‛árla, snemma’. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá um miðja 19. öld úr þýðingum Sveinbjarnar Egilssonar á Odysseifs- og Ilíonskviðum. Morgunsár, sem er notað í hvorugkyni í sambandinu í morgunsárið, merkir því ̵...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið gósentíð, þá sérstaklega fyrri parturinn?

Í fyrstu Mósebók Gamla testamentisins (45.10) lét Jósef senda föður sínum þau skilaboð að hann skyldi flytja með fjölskyldu sína alla og búfénað, en mikil hungursneyð ríkti, til þess lands sem héti Gósenland. Gósenland var búsældarland í Egyptalandi og þar bjuggu Gyðingar um tíma. Þegar á 19. öld var farið að nota...

category-iconBókmenntir og listir

Gætu verið til óuppgötvuð handrit Íslendingasagna einhvers staðar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Gætu mögulega verið til óuppgötvuð handrit eða Íslendingasögur á Íslandi eða erlendis? Það er mögulegt að til séu óuppgötvuð handrit Íslendingasagna en það er ekki líklegt. Það koma annað veifið handrit til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnunar Ár...

category-iconLæknisfræði

Hafa drepsóttir haft áhrif á erfðaefni og þróun mannsins?

Faraldrar eru ein alvarlegasta áskorun sem lífverur standa frammi fyrir. Í sögu mannkyns eru þekktir nokkrir sérstaklega skæðir heimsfaraldrar, eins og spánska veikin, svartidauði og HIV, sem leiddu til dauða milljóna einstaklinga. Í ljósi þeirrar staðreyndar að breytingar á tíðni gerða[1] yfir kynslóðir leiða til...

Fleiri niðurstöður