Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 110 svör fundust
Hverjar eru reglurnar í hneftafli?
Hneftafl eða hnefatafl er spil sem víkingar spiluðu á 11. og 12. öld. Til eru margar gerðir af hneftafli og leikborðin geta verið allt frá 7x7 reitir og upp í 19x19. Markmiðið er hins vegar alltaf það sama: Kóngurinn á að reyna að komast út í horn með hjálp hvítu liðsmanna sinna og svartir eiga að reyna að umkring...
Er Down-heilkenni til hjá öllum kynþáttum?
Það eru greinilega margir sem hafa velt fyrir sér hvort Down-heilkennið sé eingöngu bundið við fólk af evrópskum uppruna eða hvort það finnist líka meðal blökkumanna og fólks af asískum uppruna. Dæmi um spurningar sem Vísindavefnum hafa borist eru:Eru til Asíubúar sem eru með Down-heilkennið? Eru til svertingjar m...
Af hverju má ekki segja „hann er ruglaður eins og bróðir sinn”?
Eignarföll eintölu þriðju persónu fornafnanna hann, hún, það og eignarfall fyrstu, annarrar og þriðju persónu fleirtölu, okkar, ykkar, þeirra, eru notuð sem eignarfornöfn. Dæmi:Bíllinn minn/okkar er rauður en bíllinn þinn/ykkar er grænn. Hjólið hans/hennar er grænt. Línuskautarnir þeirra eru svartir. Eignarforn...
Af hverju er svart fólk svart?
Húðlitur okkar, og reyndar háralitur líka, ræðst af litarefni sem kallast melanín. Því meira litarefni sem er í húðinni því dekkra er fólk á hörund. Magn melaníns í húðinni fer einkum eftir erfðum, en hörunds- og háralitur er fyrst og fremst háður genasamsetningu okkar. Ástæðan fyrir því að einstaklingur er „svart...
Hvað merkir orðið "heljarskinn"?
Heljarskinn var viðurnefni nokkurra manna til forna. Þannig er Þórólfur heljarskinn nefndur í Vatnsdælu, Geirmundur heljarskinn í Grettis sögu og þeir tvíburabræður Geirmundur og Hámundur heljarskinn í Sturlungu þar sem þessi lýsing er á þeim bræðrum:En þessi er frásögn til þess að þeir voru heljarskinn kallaðir a...
Hver var merkasti leiðtogi mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum eftir 1950?
Fáir baráttumenn fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa verið jafnáhrifaríkir, vinsælir og frægir og baptistapresturinn Martin Luther King Jr. Barátta hans fyrir auknum rétti svartra í Bandaríkjunum vakti mikla athygli víða um heim. Baráttuaðferðir hans einkenndust af andófi án ofbeldis og fólust aðallega í því ...
Geta ljón verið svört?
Svört afbrigði af stórköttum eru þekkt og er orsökin þá yfirleitt víkjandi gen. Svartir hlébarðar (Panthera pardus) eru best þekktu dæmin um svarta stórketti en einnig eru þekkt dökk afbrigði af tígrisdýrum (Panthera tigris). Ekki er vitað um mörg svört ljón (Panthera leo) en þó eru einhver tilfelli þekkt. Ti...
Við tölum til dæmis um að hlutir séu kolsvartir og rósrauðir. En hver er skýringin á því að hlutir séu heiðgulir?
Nafnorðið heið merkir ‛skýlaus himinn, bjart loft’. Það er í þágufalli heiði og af þeirri mynd er leidd hvorugkynsmyndin heiði í sömu merkingu. Vel er þekkt að sagt sé: „sól skín í heiði“ ef úti er glaðasólskin og skýlaus himinn. Sólin er þá sterkgulur hnöttur í heiðríkjunni og er ekki ólíklegt að litarheiti...
Getur komið jarpt afkvæmi undan brúnni meri og rauðum hesti?
Í mjög stuttu máli er svarið við þessari spurningu já: Það getur komið jarpt afkvæmi undan brúnu og rauðu. En skoðum málið aðeins nánar til að skilja hvers vegna. Aðallitir í hrossum og jafnframt þeir algengustu eru brúnn, jarpur og rauður. Tvö aðalefni ráða litnum, annað svart en hitt rautt eða rauðgult. ...
Hvernig var fyrsti maðurinn á litinn?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig fyrsti maðurinn var á litinn? Var hann hvítur, svartur, gulur eða hvað? (Dóra Þórhallsdóttir) Af hverju voru menn til í öllum álfum þegar menn voru ekki farnir að ferðast, og samt erum við öll eiginlega eins? (Guðrún Andrea Friðge...
Hvað getur þú sagt mér um sögu orðsins svanasöngur?
Orðið svanasöngur er í fyrsta lagi notað í eiginlegri merkingu um ‘söng svansins’, það er hljóðin sem söngsvanurinn gefur frá sér. Það er þekkt í málinu að minnsta kosti frá því á 17. öld. Máltækið ekki á saman svanasöngur og gæsa kemur fyrir í málsháttasafni frá 19. öld og er sjálfsagt eldra. Í öðru lagi ...
Af hverju eru sebrahestar röndóttir?
Útlit dýra ræðst ekki af tilviljuninni einni saman heldur hefur það líka mótast með þróun. Hægt er að lesa um þróun og þróunarkenninguna meðal annars í svari við spurningunni Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum? Sléttusebrar á beit. Eins og hægt er að lesa um í ýtarlegu svari eftir Jón Má Ha...
Af hverju er mannfólkið ekki allt eins á litinn?
Samkvæmt velþekktri þumalfingursreglu finnast dökklitaðir hópar dýra nær miðbaug en fölari hópar eru fjær miðbaug. Þessi regla gildir um flestar dýrategundir. Talið er að um sé að ræða aðlögun að veðurfarsaðstæðum á ólíkum breiddargráðum. Svo virðist sem allir menn verði sólbrúnir ef þeir eru í sól, bæði þeldök...
Af hverju eru ekki allir með ljósa húð?
Húðlitur á fólki er mismunandi. Við höfum oft tilhneigingu til að skipta veruleikanum upp í eðlislæga flokka á grundvelli ákveðinna staðalmynda og tölum þá um að sumir hafi ljósan húðlit, aðrir dökkan og enn aðrir gulan. Reyndin er hins vegar sú að ekki er til ein gerð af þeim ljósa, önnur af þeim dökka og sú þrið...
Hvernig litu landnámsmenn út?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvernig litu landnámsmenn út? Spurt er m.a. vegna þess að nú hafa verið látin boð út ganga í Bretlandi um að fyrsti landnámsmaðurinn (eða a.m.k. sá sem skildi eftir elstu líkamsleifarnar sem fundist hafa, í Cheddar Gorge) hafi verið með dökka húð og blá augu. Þær fréttir hafa...