Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru sebrahestar röndóttir?

JGÞ

Útlit dýra ræðst ekki af tilviljuninni einni saman heldur hefur það líka mótast með þróun. Hægt er að lesa um þróun og þróunarkenninguna meðal annars í svari við spurningunni Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum?


Sléttusebrar á beit.

Eins og hægt er að lesa um í ýtarlegu svari eftir Jón Má Halldórsson við spurningunni Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt? hafa nokkrar kenningar verið lagðar fram til að útskýra rendur sebrahesta.

Breski rithöfundurinn Rudyard Kipling hélt því fram árið 1908 að rendurnar væru eins konar felubúningur sem gerði útlínur sebrahestanna óljósari.

Samkvæmt annarri tilgátu gegna rendurnar því hlutverki að vernda dýrin gegn stungu tsetse-flugunnar. Hún reynir yfirleitt að sjúga blóð af dökkum flötum en á sebrahestum er hvíti hlutinn mun viðkvæmari fyrir biti flugnanna. Svörtu rendurnar veita þannig nokkra vernd gegn biti tsetse-flugnanna og þess vegna gæti verið að upprunalega hafi dýr sem fæddust með svartar rendur átt meiri möguleika til að lifa en þau sem höfðu ekki þannig rendur.

Fleiri svör um sebrahesta á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.4.2008

Spyrjandi

Kristina Simanovskaya, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju eru sebrahestar röndóttir?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7292.

JGÞ. (2008, 2. apríl). Af hverju eru sebrahestar röndóttir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7292

JGÞ. „Af hverju eru sebrahestar röndóttir?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7292>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru sebrahestar röndóttir?
Útlit dýra ræðst ekki af tilviljuninni einni saman heldur hefur það líka mótast með þróun. Hægt er að lesa um þróun og þróunarkenninguna meðal annars í svari við spurningunni Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum?


Sléttusebrar á beit.

Eins og hægt er að lesa um í ýtarlegu svari eftir Jón Má Halldórsson við spurningunni Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt? hafa nokkrar kenningar verið lagðar fram til að útskýra rendur sebrahesta.

Breski rithöfundurinn Rudyard Kipling hélt því fram árið 1908 að rendurnar væru eins konar felubúningur sem gerði útlínur sebrahestanna óljósari.

Samkvæmt annarri tilgátu gegna rendurnar því hlutverki að vernda dýrin gegn stungu tsetse-flugunnar. Hún reynir yfirleitt að sjúga blóð af dökkum flötum en á sebrahestum er hvíti hlutinn mun viðkvæmari fyrir biti flugnanna. Svörtu rendurnar veita þannig nokkra vernd gegn biti tsetse-flugnanna og þess vegna gæti verið að upprunalega hafi dýr sem fæddust með svartar rendur átt meiri möguleika til að lifa en þau sem höfðu ekki þannig rendur.

Fleiri svör um sebrahesta á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....