Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 452 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Hvenær varð 1. janúar upphafsdagur ársins á Íslandi?

Eins og spurningin gefur til kynna hefur árið ekki alltaf hafist á sama degi. Til forna var ýmist miðað við vorjafndægur (þegar dagurinn verður lengri en nóttin, 19.-21. mars), haustjafndægur (þegar nóttin verður lengri en dagurinn, 21.-24. september) eða vetrarsólstöður (þegar nóttin er lengst, 20.-23. desember)....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða stjarna skín svona skært á suðausturhimninum?

Mjög góðar og aðgengilegar stjörnufræðiupplýsingar á íslensku er að finna á Stjörnufræðivefnum. Undir valmyndinni Stjörnuskoðun er hægt að fara inn á Stjörnuskoðun í kvöld og skoða stjörnukort fyrir viðeigandi mánuð. Þegar þetta svar er skrifað er hægt að skoða stjörnukort fyrir Ísland í september 2010. Stjörnumer...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað voru Tvíburaturnarnir stórir að flatarmáli hvor um sig?

Á vefsíðu Júlíusar Sólnes prófessors í byggingarverkfræði er að finna fróðlega röð af glærum um Tvíburaturnana í World Trade Center og afdrif þeirra. Júlíus tók þetta efni saman vegna fyrirlestrar sem hann flutti um þetta í októberbyrjun og varð svo fjölsóttur að margir urðu frá að hverfa og lesturinn var endurtek...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru að meðaltali framin mörg morð á ári á Íslandi?

Ofbeldismál hafa verið áberandi í umræðunni á Íslandi undanfarin misseri og hnífaburður ungmenna talinn vaxandi vandi. Manndrápsmál vekja þó jafnan meiri óhug ekki síst þegar börn eiga í hlut sem gerendur eða þolendur. Manndrápsmál hafa verið óvenjutíð á Íslandi undanfarið og því brýnt að greina þróunina og þann v...

category-iconVísindavefur

Hvaða ár var íslenska krónan tekin í notkun?

Saga opinbers gjaldmiðils á Íslandi hefst árið 1778 með formlegri lögfestingu danskra kúrantseðla (kúrantdala) sem voru með íslenskum texta. Árið 1885 var landsstjórninni heimilað með lögum að gefa út íslenska peningaseðla í nafni landssjóðs, fyrir allt að hálfri milljón króna og var það fyrsta starfsfé Landsbanka...

category-iconVísindafréttir

Vísindavefur Háskóla Íslands hlýtur viðurkenningu Íslenskrar málnefndar

Vísindavefurinn hlaut viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir vel unnin störf á sviði málræktar á Málræktarþingi sem fram fór í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins 26. september. Íslensk málnefnd hefur starfað í 55 ár og hefur það hlutverk að veita stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu á fræðilegum g...

category-iconHagfræði

Hvaða breytingar hafa orðið á reglum um eigna- og fjármagnstekjuskatt frá apríl 2013 til september 2016?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?

Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi: gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. septem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af og til maula ég sjónvarpsköku, en hvaðan kemur nafnið á þeirri góðu köku?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af og til fæ ég sjónvarpsköku að maula og finnst mér hún ósköp góð. En alltaf verður mér hugsað til nafnsins og hvaðan það kemur. Veit einhver hvaðan nafnið sjónvarpskaka kemur? Íslenskt sjónvarp hóf útsendingar 30. september 1966 og sendi út tvisvar í viku, á miðvikudö...

category-iconHugvísindi

Hvað getur þú sagt mér um Leif Müller?

Leifur Müller er þekktastur fyrir að hafa verið fangelsaður af Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni og sendur í fangabúðir þeirra í Sachsenhausen. Hann gekk í gegnum miklar hörmungar en var svo lánsamur að lifa þær af og eftir stríðið ritaði hann bókina Í fangabúðum nazista um reynslu sína. Fyrstu árin Leifu...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp skriðdrekann?

Eins og á oft við um uppfinningar getur verið snúið að segja til um hver fann upp hitt og þetta. Sú hugmynd að nota varin farartæki nær aftur til 9. aldar f.Kr. hjá Assyríumönnum. Assyría var fornt stórveldi í Vestur-Asíu. Notkun farartækja í hernaði má svo rekja aftur til 2. aldar f.Kr. meðal Egypta og fleiri...

category-iconFélagsvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Osama bin Laden?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvað er Osama bin Laden gamall? (Hrefna)Hvað þýðir al-Qaeda? (Ingi Eggert)Hvert er fullt nafn Osama bin Laden, hvað er hann gamall og hvenær á hann afmæli? (Tinna)Hversu margir létust í árásunum á Bandaríkin þann 11. september? (Baldur) Ussama eða Osama bin Laden fæ...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Hulda Þórisdóttir rannsakað?

Hulda Þórisdóttir er dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf í félagslegri sálfræði en rannsóknir hennar eru á þverfaglegu sviði stjórnmálasálfræði þar sem hún notar kenningar og aðferðir úr sálfræði til þess að öðlast skilning á stjórnmálatengdri hegðun, viðhorfum og gildismati. ...

category-iconFélagsvísindi

Hver var verðbólgan árið 1983?

Árið 1983 voru ýmis Íslandsmet í verðbólgu slegin og höfðu Íslendingar þó ýmsu vanist í verðlagsmálum áður. Ef við miðum við vísitölu neysluverðs, sem þá hét vísitala framfærslukostnaðar, varð verðbólgan mest frá febrúar til mars það ár en vísitalan hækkaði um 10,3% milli þessara tveggja mánaða. Það samsvarar 225%...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær er best að fjarlægja geitungabú?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sæll vertu! Það er nokkuð myndarlegt bú við einn stofugluggann, sem snýr út að veröndinni. Er einhver ástæða til að eyða? Sjálfur er ég ekki hræddur við geitunga - bjó lengi erlendis. Þeir leita ekki inn í húsið þótt allt sé haft opið í steikjandi sólinni. Beztu kveðjur o...

Fleiri niðurstöður