Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 81 svör fundust
Af hverju fær fólk krabbamein ef það reykir?
Tóbak var fyrst flutt frá Vesturálfu til Evrópu, fyrst og fremst Spánar og Portúgals, á miðri 16. öld. Einni öld síðar var notkun þess orðin almenn í Vestur-Evrópu. Fljótlega varð ljós skaðsemi tóbaks og þegar um miðja 18. öld birtust varnaðarorð um efnið, þar á meðal krabbameinsvaldandi verkun þess. Þessi varn...
Hvað reykja margir á Íslandi?
Um langt skeið hafa verið framkvæmdar kannanir til þess að fylgjast með reykingum Íslendinga, og hafa þær verið þrjár til fjórar á ári. Fyrst var það Tóbaksvarnarráð sem stóð fyrir þessum könnunum, þá Lýðheilsustöð og nú Embætti landlæknis. Í könnununum er spurt hversu margir reykja daglega, hversu margir reykja s...
Hvert er algengasta krabbameinið af völdum reykinga?
Árlega greinast á Íslandi rúmlega 80 karlar og 60 konur með krabbamein sem rekja má beint til reykinga þeirra. Þetta eru um 15% allra karla og 11% allra kvenna sem greinast með krabbamein árlega. Flestir þessara einstaklinga fá lungnakrabbamein, eða um 100 manns árlega. Til viðbótar greinast árlega um 16 einsta...
Hreinsast fitugar og óhreinar æðar í reykingamanni þegar hann hættir að reykja?
Með fitugum æðum er líklega átt við það sem kallast æðakölkun á íslensku eða atherosclerosis á ensku. Æðakölkun er meinsemd sem myndast í slagæðum vegna áreitis á æðina af einhverjum toga. Í æðakölkuninni er fitukjarni sem er að mestum hluta kólesteról og því er rætt um fitugar æðar í spurningunni. Reykingar e...
Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?
Nikótín telst til svokallaðra alkalóíða en það eru basísk lífræn efni sem finnast í plöntum. Nikótín finnst í blöðum tóbaksplöntunnar Nicotiana tabacum sem óx upphaflega í Ameríku en barst til Evrópu fyrir um 500 árum. Hreint nikótín var fyrst unnið úr tóbaki á fyrri hluta 19. aldar. Það er í fljótandi formi og ...
Eru sígarettur skaðlegri en vindlar, pípa eða munntóbak?
Upphaflega voru spurningarnar þrjár og hljóðuðu svo: Hvort eru sígarettur eða vindlar hættulegri?Hefur verið athugað hvort það sé skaðlegra að reykja sígarettur en pípu?Er „hollara“ að taka í vörina frekar heldur en að reykja?Þegar fjallað er um skaðsemi tóbaksnotkunar er oftast talað um reykingar og þá yfirleit...
Af hverju fær maður hiksta?
Líkaminn inniheldur svokallaða öndunarboða sem senda manni boð þegar við eigum að anda. Stundum senda þau aukaboð og öndunin ruglast. Þá fær maður ef til vill hiksta. Vanalega kemur hiksti eftir að fólk hefur borðað mikinn mat og sérstaklega þegar maturinn er mjög kryddaður eða þegar fólk drekkur mikinn vökv...
Hverjir eru helstu áhættuþættir lungnakrabbameins?
Reykingar eru taldar valda að minnsta kosti um 85% tilfella lungnakrabbameins og þannig er meira vitað um orsakir þess en nokkurs annars krabbameins. Tengslin eru sterkust við flöguþekjukrabbamein og smáfrumukrabbamein, en heldur veikari fyrir kirtilmyndandi krabbamein.[1][2] Í íslenskri rannsókn á 105 sjúkling...
Hvað er í sígarettum?
Sígarettur eru í dag vel þekktar fyrir þau skaðlegu áhrif sem þær geta haft á heilsuna og rekja má til áhrifa frá þeim efnum sem þær innihalda. Í tóbaksreyk eru meira en 4.000 efnasambönd, en af þeim eru að minnsta kosti 40 sem vitað er að valda krabbameini. Þessi efnasambönd eru ýmist á formi lofttegunda, vökva e...
Hvort er betra að hafa einn glugga opinn í bíl eða fleiri, þegar reyklaus maður vill forðast lykt eða angan af fötum sínum?
Þetta er náttúrlega grafalvarlegt mál. Bagalegt er þó að ekki kemur skýrt fram í spurningunni í hvaða hættu reyklausi maðurinn er, til dæmis hvort verið er að reykja í bílnum hjá honum eða hvort einungis hefur einhvern tímann verið reykt í bílnum og lyktin sitji eftir. Svo vantar líka upplýsingar um stefnu og ferð...
Hver er eiginlega lagalegur réttur fósturs gagnvart móður sem reykir eins og strompur á meðgöngunni?
Allir lifandi menn njóta rétthæfis, en það er lagalegt hugtak sem merkir 'hæfur til að vera aðili að réttindum og bera skyldur.' Almennt verða menn rétthæfir við fæðingu og hætta að vera rétthæfir við andlát. Í íslenskri löggjöf er ekki að finna margar réttarheimildir um fóstur. Það hlýst einkum af því að fóst...
Hvað er lungnaþemba og hverjar eru afleiðingar hennar?
Lungnaþemba er sjúkdómur sem lýsir sér með mæði og hósta. Hún kemur ekki skyndilega fram heldur þróast sjúkdómurinn í fjölda ára eða jafnvel áratugum saman. Yfir 80% lungnasjúkdóma stafa af reykingum og þar er lungnaþemba ekki undanskilin. Aðrar ástæður fyrir lungnaþembu eru loftmengun og ertandi lofttegundir eða ...
Hvaða aðferðir duga best til að hætta að reykja?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvernig er hægt að láta einhvern nákominn sér hætta að reykja t.d. móður? Nikótín í sígarettum er eitt sterkasta ávanabindandi fíkniefni sem til er. Talið er að með því reykja í tvígang sé táningur í allt að í 70% hættu á að reykja næstu fjörutíu árin. Reykingar eru því ekk...
Hvers vegna byrja unglingar að drekka?
Samkvæmt skýrslum SÁÁ mun láta nærri að 16% Íslendinga fari einhvern tíma ævi sinnar í gegnum vímuefnameðferð, eða nærri einn af hverjum 6. Þess utan er vitað að ekki leita allir sér hjálpar þótt þeir lendi í vanda af völdum vímuefnaneyslu, þannig að jafnvel er hægt að búast við að enn hærra hlutfall Íslendinga sé...
Hversu algengt er lungnakrabbamein?
Á Íslandi er lungnakrabbamein annað algengasta krabbameinið hjá konum og í fjórða sæti hjá körlum. Á árinu 2020 greindust í kringum 170 einstaklingar með meinið en sama ár lést 121 einstaklingur úr sjúkdómnum,[1] sem eru fleiri en samanlagður fjöldi þeirra sem lést úr brjósta-, blöðruháls- og ristilkrabbameini hér...