Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 163 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru sum hraun svört en önnur rauð?

Rautt gjall, til dæmis í Rauðhólum við Reykjavík og í Seyðishólum í Grímsnesi, þiggur lit sinn af smásæjum kornum af steindinni hematíti (blóðsteini, Fe2O3) sem er oxíð af þrígildu járni (Fe3+). Í basaltbráð er tvígilt járn (Fe2+) yfirgnæfandi og við kólnun og kristöllun binst þrígilda járnið því tvígilda og mynda...

category-iconHugvísindi

Hvað var Rauðsokkahreyfingin?

Í lok apríl 1970 kom saman hópur ungra kvenna í kjallara Norræna hússins til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og aðgerðir til að vekja almenning. Fyrr í apríl hafði danskur kvennahópur er kallaði sig Rødstrømperne þrammað eftir Strikinu í Kaupmannahöfn, skrýddur risabrjóstum, gríðarlegum höttum, gerviaugnahárum og r...

category-iconTrúarbrögð

Er mögulegt að töfrabrögð séu upphaf trúarbragða (samanber aldur listarinnar og tilgang hennar)?

J.G. Frazer, þekktur brautryðjandi í trúarbragðafræðum, kom um 1890 fram með þá kenningu að trúabrögð hefðu upphaflega sprottið úr töfrum eða göldrum. Fyrstu viðbrögð manna gagnvart máttarvöldum tilverunnar hefðu verið þau að reyna að finna ráð til þess að þvinga máttarvöldin til þess að láta að vilja mannanna. Þa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Á hvaða árstíma gagga tófur aðallega?

Tófan er einfari (e. solitary) en félagskerfi tegundarinnar byggir á einkvæni og óðalshegðun. Algengasta fyrirkomulagið er að parið heldur saman svo lengi sem bæði lifa en mökun fer fram í mars. Samskipti fara fram með lyktarskilaboðum, sem eru yfirleitt þvagmerki eða með því að nudda lyktarkirtli sem staðsettur e...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Til hvers er leysiljós notað?

Leysirinn hefur valdið þáttaskilum í ljósfræði og á öllum sviðum eðlisfræði og efnafræði sem nota ljósgjafa sem rannsóknartæki. Leysiljósið hefur sömuleiðis komið af stað tæknibyltingu á fjölda hagnýtra sviða, svo sem mælitækni, fjarskiptum, fjölmiðlun, vélsmíði, hertækni og læknisfræði. Leysigeislaskannar eru ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta vísindin spáð eldgosum?

Reynsla hér á landi og erlendis sýnir að í mörgum tilfellum má segja til um eldgos. Oft er talsverður aðdragandi að gosum. Fyrirboðar eldgosa geta verið margvíslegir og mikilvægt er að leggja mat á sem flesta þeirra. Algengustu fyrirboðarnir eru aukin jarðskjálftavirkni, landris á eldfjöllum, aukin jarðhitavirkni ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er heimakoma?

Heimakoma eða húðnetjubólga er bakteríusýking í húð, trúlega orsökuð af sýklum sem komast inn um sár. Hana er oftast að finna á andliti eða fótum en hún getur þó komið fram hvar sem er á líkamanum. Heimakoma lýsir sér sem roði, þroti og eymsli og stundum sem rauð strik sem ná frá sýkta svæðinu til næstu eitla. Hen...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru epli mismunandi á litinn, gul, rauð og græn?

Epli geta verið mismunandi að stærð og lit. Öll epli eru í upphafi græn að lit og innihalda þá blaðgrænu sem gerir þau græn á litinn. Þegar eplið þroskast hættir það að framleiða blaðgrænuna og græni liturinn minnkar með tímanum. Epli verða svo gul þar sem að litarefnið karótenóíð nær yfirhöndinni, það var þó til ...

category-iconUnga fólkið svarar

Er það satt að geimfarar fái sér epli við lendingu á jörðu?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Er það satt að geimfarar fái sé epli við lendingu á jörðu? Af hverju og hvenær kom þessi siður á? Já, þessi siður tíðkast að minnsta kosti þegar rússnesk geimför lenda á jörðu. Lítið er tekið af ferskum matvælum út í geim, þar sem þau skemmast fljótt. Aftur á móti bíða g...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum?

Reikistjarnan Mars er bjarta, rauðgula stjarnan sem skín skærast á kvöldhimninum haustið 2020. Mars er að finna í austri skömmu eftir sólarlag, í suðri um miðnætti og í vestri á morgunhimninum fyrir sólarupprás. Þegar þetta er skrifað, í lok september 2020, er Mars þriðji skærasti himinhnötturinn á eftir Venusi...

category-iconLæknisfræði

Hvað er malaría og hvernig smitast hún?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig smitast malaría og hvaða afleiðingar hefur hún?Er búið að finna bóluefni eða lækningu við malaríu? Er hægt að lækna malaríu? Í hverju felst meðferðin? Malaría er algengur sjúkdómur í heittempruðum löndum og hitabeltislöndum. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Laðast naut virkilega að rauðu, eru þau ekki litblind?

Jú, það er rétt að naut séu litblind. Þau sjá heiminn þó ekki bara í svart-hvítu, heldur geta þau greint á milli einhverra lita. Til dæmis sjá þau mun á gulum og bláum. Naut sjá hins vegar engan mun á rauðum og grænum lit, eins og menn sem þjást af vissri tegund litblindu. Margir hafa heyrt að nautum sé illa vi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað veldur jarðskjálftum?

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þannig að ný skorpa myndast, samanber gosbeltin, eða þrýstast hver undir annan þannig að gömul s...

category-iconLæknisfræði

Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í læknavísindum 2019 og fyrir hvað?

Allar lífverur þurfa súrefni til þess að vinna orku úr fæðuefnum. Mikilvægi súrefnis hefur verið þekkt öldum saman en það er ekki fyrr en nýlega sem vísindamenn áttuðu sig á því hvernig frumur lífvera laga sig að breytingum á súrefnismagni. Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2019 tengjast þessu en þau hljóta þrír...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru til mörg litbrigði af jaspis?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvað eru til mörg litbrigði af steintegundinni jaspis og hvar er jaspis helst að finna? Jaspis er dulkornótt afbrigði af kísli, SiO2, rétt eins og kalsedón (glerhallur, draugasteinn) og tinna. Jaspis er ekki hreinn kísill heldur mengaður ýmsum efnum, einkum járnsamböndum, ...

Fleiri niðurstöður