Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 26 svör fundust
Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á áhrifum melatóníns á líkamann?
Melatónín er efni sem myndast í heilakönglinum (e. pineal gland), sem er staðsettur nálægt miðju heilans. Efnið hefur verið þekkt í rúmlega 40 ár en lítið er vitað með vissu um þýðingu þess í líkamanum og er það ýmist kallað hormón eða taugahormón og nú er farið að nota það sem lyf. Mun meira af melatóníni losnar ...
Hvers konar sjúkdómur er beinstökkvi?
Beinstökkvi er ríkjandi erfðasjúkdómur sem erfist á líkamslitningi (e. autosomal), það er ekki á kynlitningi. Sjúkdómurinn veldur óeðlilegri eða of lítilli framleiðslu á kollageni en það er algengasta prótínið í líkamanum og gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í húð, beinum, æðum, tönnum, liðböndum og augum. Erle...
Er hægt að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri kostnaðinn?
Reglulega koma ýmsir fram sem telja sig hafa fundið leið til að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri af því kostnað. Svo er ekki: á endanum þarf einhver að bera kostnað af slíkum afskriftum og það eru líklega að stærstum hluta íslenskir skattgreiðendur. Leið 0 Augljósasta leiðin til að færa ni...
Hvernig geta stórfyrirtæki komið sér undan því að borga skatta og er ekkert gert við þessu?
Alþjóðleg stórfyrirtæki sem starfa í mörgum löndum geta að vissu marki fært tekjur og hagnað milli landa. Sé þetta gert markvisst þannig að hagnaður sé talinn fram í löndum þar sem fjármagnstekjuskattur er lágur geta fyrirtækin lækkað skatthlutfall sitt talsvert. Slík skattahagræðing skekkir samkeppnisgrundvöll he...
Hvað getur þú sagt mér um Klinefelter-heilkenni?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hver eru einkenni XXY-litningagalla? Klinefelter-heilkenni var fyrst lýst árið 1942 þegar maður að nafni Klinefelter gaf út skýrslu um níu karlmenn sem höfðu óvenjustór brjóst, gisinn hárvöxt í andliti og á líkama, og lítil eistu sem mynduðu ekki sæði. Þessi einkenni hlutu heitið...
Erfist sjón frá foreldrum til barna?
Hér er einnig svarað spurningunum: Er nærsýni ættgeng? Hvað annað en erfðir valda því að fólk verður nærsýnt? Eins og aðrir meðfæddir eiginleikar erfist sjón frá foreldrum til barna. Hún er ekki áunninn eiginleiki, þótt hana megi þjálfa að einhverju marki, og hún þroskast að sjálfsögðu frá því sem hún er við fæð...
Geta verðbætur talist tekjur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Geta verðbætur talist tekjur? Verðbótum er ætlað að halda verðgildi upphæðar sem lögð er inn á reikning. Ef ég legg inn andvirði einnar brennivínsflösku í dag þá á ég að geta keypt eina slíka þegar ég seinna tek upphæðina út jafnvel í óðaverðbólgu. Getur það að bankinn bæti mér u...
Valda kannabisefni varanlegum skemmdum á neytanda (ekki lungum)?
Neysla á kannabis fer oftast þannig fram að hann er reyktur. Þess vegna er eðlilegt að umfjöllun um skaðsemi kannabis miðist við það heilsutjón, sem kann að leiða af kannabisreykingum. Í kannabisplöntunni er urmull af efnum, sem berast út í reykinn þegar plantan er reykt. Sum þeirra ummyndast og breytast í ný efna...
Ef fólk fer að eiga erfitt með tal vegna taugasjúkdóma ætti það þá að læra táknmál?
Táknmál eru tungumál sem heyrnarlausir nota yfirleitt sín á milli og við aðra sem þeir umgangast í daglegu lífi, þrátt fyrir að þeir viðmælendur hafi fulla heyrn. Forsenda fyrir því að einstaklingur noti táknmál þegar tal er farið að versna, er að einhver í umhverfinu kunni táknmál og skilji hvað hann er að segja....
Hvað kemur í veg fyrir að ríkið setji bara lögbann á öll verkföll sem skella á?
Það eru skiptar skoðanir um lagasetningu á verkföll. Verkfallsrétturinn var lögfestur á almennum vinnumarkaði með lögum nr. 80/1938. Aðrar reglur giltu um verkföll opinberra starfsmanna en verkföll þeirra voru lengstum bönnuð á 20. öldinni. Opinberum starfsmönnum var veitt heimild til verkfalla að hluta árið 1976 ...
Er Alzheimers-sjúkdómurinn ættgengur?
Alzheimers-sjúkdómur hefur væntanlega alltaf verið til en honum var fyrst lýst í grundvallaratriðum í byrjun síðustu aldar af vísindamönnum í Mið-Evrópu. Fyrstur þeirra svo vitað sé var Oskar Fischer (1876–1942) í Prag sem kynnti sínar niðurstöður árið 1905 en hann er nánast öllum gleymdur. Annar þeirra var Alois ...