Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5292 svör fundust
Hvað lifir skógarþröstur lengi?
Fjölmargir garðeigendur telja sig þekkja skógarþresti (Turdus iliacus) í sundur og sjá þá sömu í garðinum á hverju vori mörg ár í röð. Það er því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvað skógarþrestir verða gamlir. Vitað er um skógarþresti sem náð hafa háum aldri en flestir lifa þó ekki nema í örfá ár. Skógarþ...
Hvað standa jarðgöng lengi?
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er það haft að leiðarljósi við jarðgangagerð að gatið sem slíkt með styrkingum standi í hundrað ár, og sem dæmi má nefna að í Noregi eru til 100 ára gömul göng í notkun. Þá er líklega hægt að endurstyrkja, setja fleiri bolta og sprauta steypu. Rafmagnsbúnaðurinn í göngum endis...
Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni og hvaða skaðlegu efni geta losnað? Ál er mjög sterkt efni og er því mjög lengi að brotna niður í náttúrunni. Hversu fljótt það eyðist fer eftir því hversu mikil veðrunin er, það er vindur, úrkoma...
Hvað geta geitur lifað lengi?
Geitur eru náskyldar kindum og eru meðal nytsömustu húsdýra. Þær verða venjulega um 15 ára gamlar. Helstu afurðir geita eru mjólk, ull, ostur, kjöt og leður. Talið er að maðurinn hafi haldið geitur sem húsdýr í um 10.000 ár. Á Íslandi hafa geitur verið haldnar frá landnámsöld. Heimildir:Vefútgáfa Br...
Hvað geta mörgæsir lifað lengi?
Mörgæsir lifa mislengi eftir tegundum. Til dæmis lifa keisaramörgæsir, stærstu mörgæsir heims, venjulega í um 20 ár, en geta náð hærri aldri. Talið er að konungsmörgæsir, sem eru næst stærstu mörgæsir heims, verði 15-20 ára gamlar í sínu náttúrlega umhverfi en í haldi manna geta þær orðið allt að 30 ára. Afrískar...
Hvað lifir íslenski jaðrakaninn lengi?
Jaðrakan (Limosa limosa) er stór og háfættur votlendisfugl af snípuætt sem verpir meðal annars á Íslandi og víða í Mið-Evrópu og í Rússlandi allt austur að ströndum Kyrrahafs. Þeir jaðrakanar sem verpa hér á landi eru flokkaðir í deilitegundina islandica eins og þeir sem verpa í Færeyjum. Talið er að heimsstofninn...
Hvað mun Hubblessjónaukinn endast lengi?
Hubblessjónaukinn er á næstum því hringlaga braut umhverfis Jörðina í um 555 km hæð. Sjónaukinn ferðast umhverfis Jörðina á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og tekur hringferðin 96 mínútur en þar af er hann 48 mínútur í skugga Jarðar. Það reynir á þol sjónaukans gagnvart hitasveiflum. Sjónaukinn er ...
Hver er rökstuðningur þeirra sem segja að örbylgjuofn sé mjög skaðlegur?
Ekki hefur tekist að sýna fram á í rannsóknum að matur sem eldaður er í örbylgjuofni sé óhollari en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Það er meira að segja svo að matur sem eldaður er i örbylgjuofni heldur almennt eftir fleiri næringarefnum en matur sem eldaður er á hefðbundin hátt. Líklega er þessi hræðs...
Eru fótboltameiðsli mjög algeng og hver eru algengustu meiðslin hjá knattspyrnumönnum?
Til þess að svara því hvort meiðsli séu algeng í knattspyrnu þurfum við að setja okkur einhver viðmið. Hvað teljum við að sé algengt og við hvað á að miða? Hvernig eigum við til dæmis að geta borið saman ólíkar íþróttagreinar með tilliti til tíðni meiðsla? Það er ekki nóg að telja meiðslin og bera saman milli grei...
Getið þið sagt mér frá dobermann-hundum? Eru þeir mjög grimmir?
Dobermann pinscher er ungt hundakyn sem kom fram seint á 19. öld. Maður að nafni Karl Friedrich Louis Dobermann gegndi starfi skattheimtumanns í bænum Apolda í þýska ríkinu Thüringen og var hann jafnframt hundafangari. Skattheimtumenn voru ekki vinsælustu embættismenn þessa tíma og sagan segir að Dobermann hafi ha...
Hvað getið þið sagt mér um steinfiska, eru þeir mjög eitraðir?
Steinfiskar eru tegundir fiska af ættkvíslinni Synanceia. Innan þessarar ættkvíslar eru þekktar fimm tegundir. Steinfiskar finnast aðallega á grunnsævi við Indlandshaf og Kyrrahaf en einnig eru dæmi um steinfiska í ísöltum sjó og í ám í Suðaustur-Asíu. Steinfiskar eru mjög eitraðir og jafnvel eitraðastir allra núl...
Í hvaða „þaula“ er verið að spyrja?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Enn um orð sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hver/hvað er þessi „þaula“ sem menn spyrja stundum í? Hér er ekki einu sinni ljóst hvaða kyn þetta orð er, hvað þá fallbeyging,....ef þetta er á annað borð nafnorð yfirhöfuð! Karlkynsorðið þauli merkir ‘eitthvað síendurtekið ...
Eru sorpbrennslur sem framleiða orku (rafmagn eða hita vatn) mjög miklir mengunarvaldar?
Sorpbrennslur eru nánast jafn misjafnar og þær eru margar en þó má fullyrða að sorpbrennslur í hinum vestræna heimi séu að öllu jöfnu litlir mengunarvaldar. Hins vegar var sú tíðin fyrir nokkrum áratugum að hreinsibúnaður var nánast enginn. Þess í stað voru skorsteinar hafðir nógu háir til að mengun bærist langt ...
Er virkilega hættulegt að hafa fartölvuna ofan á sér?
Það er ekki æskilegt að hafa fartölvur bókstaflega ofan á sér mjög lengi, sérstaklega ef menn eru í þunnum fötum eða fartölvan liggur við óvarða húð. Nokkur hiti kemur frá fartölvum sem eru í gangi. Hitinn er ekki það mikill að húðin brenni, en ef setið er of lengi með fartölvu á lærunum geta þær skaðað húðina og ...
Hversu lengi geymast gögn á geisladiskum?
Upphafleg spurning var:Geymsluþol gagna á CD diskum, segulböndum og hörðum diskum? Ég las einhvers staðar mér til hrellingar að geymsluþol CD og harðdiska væri aðeins nokkur ár, en ég hefi komið miklu magni gamalla ljósmyndafilma yfir á CD diska. Hvað er til í þessu ?Ekki er vitað hversu lengi gögn geymast á geisl...