Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 293 svör fundust
Af hverju hafa konur blæðingar?
Blæðingar kvenna tengjast starfsemi kynkerfis þeirra. Kynþroski stúlkna miðast við það þegar svokallaður tíðahringur fer í gang og í kjölfarið hefur stúlkan sínar fyrstu tíðablæðingar. Það er mjög einstaklingsbundið hvenær fyrstu tíðir verða en meðalaldur er 12 ár. Misjafnt er eftir konum hversu tíðahringur...
Geta tvíburar átt hvor sinn föðurinn?
Já, það er möguleiki á að tvíeggja tvíburar eigi hvor sinn föður. Þá losna tvö egg í sama tíðahring hjá móðurinni og ef hún hefur samfarir við tvo menn í kringum egglosið getur sáðfruma frá þeim báðum frjóvgað sitt hvort eggið. Þetta er mjög sjaldgæft en mögulegt. Tvíburarnir og hálfbræðurnir Marcus og Lucas me...
Hver er stærsta tegund allra fiska?
Stærsta fisktegundin er hvalháfurinn (Rhinodon typus) en hann getur orðið allt að 15 metra langur og vegið um 16 tonn. Hvalháfur (Rhincodon typus). Árið 1919 er talið að 19 metra langur hvalháfur hafi veiðst en þær mælingar voru ekki staðfestar af vísindamönnum og líklega var um ýkjur að ræða. Stærsti beinfis...
Af hverju eru fílar með rana?
Til að svara þessari spurningu er rétt að við byrjum á því að velta fyrir okkur í hvað raninn er notaður. Til hvers nota fílar ranann? Þeir sem þekkja til atferli og lífshátta fílsins vita að hlutverk ranans er í rauninni margþætt. Fyrst og fremst er hann þó notaður til fæðuöflunar. Fílar eru jurtaætur og lifa ein...
Eru menn eina dýrategundin sem getur látið hár síkka óendanlega?
Í örstuttu máli þá vex hár manna ekki endalaust, ekki frekar en annarra dýra. Hár eða feldur er eitt af einkennum spendýra, þótt reyndar séu tegundir sem hafa að mestu tapað feldinum eins og hvalir. Það er hins vegar mjög breytilegt á milli tegunda hversu langt eða „sítt“ hárið verður. Það sem meira er, það ge...
Hvaða spendýr syndir hraðast?
Það spendýr sem syndir hraðast er háhyrningstarfur (Orcinus orca). Hraði dýrs af tegundinni mældist 55,5 km/klst. í Kyrrahafi árið 1958. Sá var 6,1-7,62 m. langur. Höfrungstegundin Phocoenoides dalli ku geta náð sama hraða á stuttri vegalengd. Heimild: Heimsmetabók Guinness 1990, Örn og Örlygur, 1989. ...
Hvað geta fiskar orðið stórir?
Ólíkt spendýrum geta fiskar haldið stöðugt áfram að vaxa. Stærsta fisktegundin er hvalháfur sem getur orðið um 15 metra langur og vegur þá um 16 tonn. Hér sést mynd af hvalháfi og kafara til samanburðar. Stærsti beinfiskurinn er svokallaðu tunglfiskur (Mola mola). Árið 1908 veiddist slíkur fiskur við strendur ...
Af hverju var Kínamúrinn búinn til? Var hann í austri, vestri eða suðri?
Kínamúrinn var reistur til að verjast innrás Mongóla. Elstu hlutar múrsins eru frá fyrstu öldum fyrir Krist en mestur hluti múrsins sem stendur í dag er frá 15. öld. Kínamúrinn er á norðurlandamærum Kína og gengur í austur og vestur. Kínamúrinn. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvað er Kínamúrinn gamall og l...
Hvað hafa menn fyrir sér í því að sumar stjörnur sem við sjáum séu núna útbrunnar?
Þetta er byggt á því að margar stjörnur eru svo gríðarlega langt í burtu að langur tími er liðinn síðan ljósið sem við sjáum frá þeim lagði af stað hingað til okkar. Þessi tími getur hæglega verið lengri en ævi viðkomandi stjörnu samkvæmt þeim hugmyndum sem menn hafa um þróun og ævilengd stjarna. Þær hugmyndir er...
Hvernig varð Laugarvatnshellir til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í fréttum undanfarið hefur verið sagt frá hellinum á Lyngdalsheiði, spurningin er, hvernig varð hellirinn til? Sennilega er hér átt við Laugarvatnshelli sem verið hefur í fréttum nýlega (2017); hann telst vera af mönnum gerður, grafinn í móberg. Um hella almennt á þess...
Hvað heitir stærsta bein mannslíkamans og hvar er það?
Í mannslíkamanum eru 206 bein. Aðeins 80 bein mynda beinagrindina en hin 126 eru eins konar fylgihlutir. Stærsta beinið er lærleggurinn í lærinu. Lærleggurinn er einnig lengsta, þyngsta og sterkasta beinið, hann getur þolað allt að 800-1100 kg álag. Í mönnum er lærleggurinn langur og nettur en í mannöpum er ha...
Hvaða dýr hefur stærstu augu í heimi?
Risasmokkfiskarnir, sem lifa á miklu hafdýpi, hafa stærst augu allra dýra. Þau geta orðið meira en 38 cm í þvermál. Samsvarandi mál fyrir augu stærstu stórhvela eru um 10-12 cm, og 2,5 cm fyrir mannsauga. Þessi lindýr, sem eru stærstu hrygglausu dýrin, nást ekki oft. Einn risasmokkfiskur mældist 16 metra langu...
Hversu há og hversu þung er risafura í samanburði við steypireyði?
Steypireyðurin (Balaenoptera musculus), stærsta dýr jarðar, getur fullvaxin orðið allt að 30 metra löng og vegið 100-190 tonn. Þessi tröllvaxni hvalur er þó hvorki langur né þungur í samanburði við risafuruna (Sequoiadendron giganteum) sem er þyngsta lífvera jarðarinnar. Risafurur geta orðið allt að 95 metrar...
Hvaða hlutar Reykjavíkur væru í hættu ef flóðbylgja kæmi vegna eldgoss í Snæfellsjökli?
Þessari spurningu er best að svara með tveimur kortum af Reykjavík. Á kortunum er miðað við að flóðbylgjan kæmi inn til Reykjavíkur á meðal fjöru, það er viðmiðun er núverandi meðal sjávarmál. Á fyrri myndinni eru sýnd þau svæði er yrðu fyrir áhrifum í Reykjavík og nágrenni ef flóðbylgjan yrði um 20 m há. Ljó...
Verður jörðin einhver tímann útdauð?
Svarið er já; jörðin á eftir að eyðast endanlega þegar sólin þenst út og gleypir hana. Þetta gerist þó ekki í bráð heldur er talið að það verði eftir um það bil 8 milljarða ára. Það er gríðarlega langur tími, lengri en aldur jarðarinnar núna (4,6 milljarðar ára), og miklu lengri en svo að við getum skilið það alme...