Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 95 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er nú vitað um fyrirbærið urðarmána?

Ekki er mjög mikið vitað um fyrirbærið urðarmána (e. ball lightning), en þó er tilvist þess almennt ekki lengur dregin í efa. Urðarmáni er bjartur hnöttur sem birtist við jörð, oftast í tengslum við þrumuveður. Hann getur verið rauður, appelsínugulur, gulur eða blár á lit og honum fylgir oft hvissandi hljóð og jaf...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna ganga reikistjörnur eftir sporbaug?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconHagfræði

Er eitthvað raunverulega ókeypis?

Það fer nú dálítið eftir því hvaða skilning menn leggja í „ókeypis“. Margt kostar nefnilega ekki pening. Sem dæmi mætti nefna bros, hrós eða faðmlag. Í ensku er til orðatiltækið „The best things in life are free“ sem mætti þýða eitthvað á þá leið að það besta í lífinu sé ókeypis. Ef við lítum svo á að „ókeypis“ þý...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getið þið útskýrt fyrir mér af hverju blýlóð og fjöður falla jafnhratt í lofttæmi?

Samkvæmt öðru lögmáli Newtons er heildarkraftur á hlut sama og massi hans margfaldaður með hröðuninni. Massinn er einfaldlega efnismagnið og hann er mældur í kg. Hröðun er sama og hraðabreyting á tímaeiningu. Þegar hlutur fellur frá kyrrstöðu segir hröðunin til um hversu ört hraðinn vex: Því meiri sem hröðunin er,...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er kjarnorka búin til og úr hvaða efnum er hún?

Kjarnorka er orka sem eins og nafnið gefur til kynna er falin í kjörnum atóma. Kjarnorka er að því leyti ekkert frábrugðin annarri orku eða eins og ÞV segir í svari sínu við spurningunni Hvað er í kjarnorku?:Kjarnorka er ein tegund orku og dregur nafn sitt af því að hún á upptök sín í atómkjörnunum. Að því leyti e...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er Hawking-geislun og hvað gerir hún?

Upp úr 1970 lagði stjarneðlisfræðingurinn Stephen Hawking á grundvelli skammtafræðinnar fram kenningar um að svarthol sendi frá sér geislun. Í reynd geislar svartholið sjálft ekki frá sér efni, enda gengi það þvert á skilgreininguna á svartholi, heldur kemur geislunin frá svæðinu rétt utan við hinn svokallaða sjón...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig virkar rafhlaða og hvernig var hún fundin upp?

Áður en rafalar og raforkukerfið kom til sögunnar var rafmagn aðallega fengið frá rafhlöðum (e. battery). Árið 1780 krufði ítalski eðlis- og efnafræðingurinn Luigi Galvani (1737-1798) frosk sem var fastur við koparkrók. Þegar hann snerti fótinn á frosknum með járnhníf kipptist froskurinn til. Galvani trúði að orka...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig getur fótbolti eða golfkúla sveigt til hægri eða vinstri á fluginu?

Þessi spurning getur raunar átt við hvers konar bolta eða kúlur, til dæmis handbolta, tennisbolta, borðtenniskúlu og blakbolta, en upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju fer bolti í vinstri sveig þegar sparkað er í hann og hann snýst rangsælis (séð að ofan)?Svarið við þessari spurningu er engan veginn augl...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvort ryður skip meira rúmmáli sjávar frá sér ef það er fljótandi eða sokkið?

Meðan skipið flýtur ryður það frá sér sjó upp að sjávarlínunni á skrokknum eða upp að fleti sem afmarkast af sjávarborðinu á skipinu. Þegar skipið sígur í sjónum verður þetta rúmmál augljóslega meira og mest verður það þegar skipið er allt komið á kaf í sjó. Massi sjávarins sem fljótandi skip ryður frá sér er...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig hljóðar annað lögmál Newtons?

Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað er um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Annað lögmál Newtons hljóðar svo í þýðingu á han...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Skýrir snúningur jarðar það að aðdráttarafl jarðar er eða virðist minna við miðbaug þar sem miðflóttaaflið er mest?

Þyngdarkraftur frá jörð, til dæmis á pendúl, mælist yfirleitt minni við miðbaug en annars staðar á jörðinni. Til þess liggja tvær ástæður og áhrif þeirra leggjast saman. -- Önnur er sú að miðbaugur er lengra frá jarðarmiðju en aðrir staðir á yfirborði jarðar og þyngdarkrafturinn minnkar með vaxandi fjarlægð frá m...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er búið að sanna að jörðin sé ekki flöt? Er það yfir höfuð hægt?

Því miður er ekki hægt að sanna að jörðin sé kúlulaga, flöt, kleinuhringslaga eða að hún hafi nokkuð form yfir höfuð. Réttara sagt væri kannski hægt að sanna að jörðin sé annað hvort slétt eða kúlulaga í einhverju formlegu kerfi, en sú sönnun myndi ekki hafa neitt með raunveruleikann að gera. Ástæðan fyrir að það ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans?

Nei, massi tiltekins hlutar er stærð sem breytist ekki hvað sem við gerum við hlutinn, nema þá að við bætum einhverju efni við hann eða skiljum efni frá honum. Massinn er til dæmis hinn sami hvort sem hluturinn er staddur hér á Íslandi, uppi á Everest-fjalli, á tunglinu eða við yfirborð reikistjörnunnar Júpíters. ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig er einnota rafhlaða ólík endurhlaðanlegri?

Rafhlöðum er hægt að skipta í tvö undirflokka, einnota og endurhlaðanlegar. Einnota rafhlöður endast yfirleitt lengur í hvert skipti en þær sem eru endurhlaðanlegar. Þær geta geymt meiri orku en eru ekki umhverfisvænar. Rafhlöður breyta efnaorku í raforku og geta geymt orku í ákveðin tíma. Inni í rafhlöðu er se...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju hefur ljós ávallt sama hraða og hve mikil orka er fólgin í því að viðhalda þeim hraða?

Til að svara því hvers vegna ljóshraði helst jafn í tómarúmi má benda á svör Þorsteins Vilhjálmssonar við eftirfarandi spurningum: Er hraði ljóssins breytilegur? Af hverju ferðast ljósið 300.000 km á sekúndu? Er ljóshraðinn mesti hraði í heimi? Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á sama hraða og ljósið, til ...

Fleiri niðurstöður