Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 269 svör fundust

category-iconUmhverfismál

Hvað er langt í að ósonlagið þynnist það mikið að það verði hættulegt að vera úti?

Óson er sameind sem gerð er úr þremur súrefnisfrumeindum og myndast í andrúmsloftinu þegar súrefnisfrumeind (O) sameinast súrefnissameind (O2) eins og lesa má um í svari Ágústs Kvarans við spurningunni Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast? Óson myndast á náttúrulegan hátt og...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir eyðingu regnskóga?

Hitabeltisregnskógum er aðallega eytt af tveimur ólíkum ástæðum. Í fyrsta lagi á fátækt fólk sem býr í jaðri regnskóga oft ekki um annað að velja en að höggva skóginn og rækta landið til að lifa af. Þegar frjósemi jarðvegsins á þessum landskikum minnkar stundar fólk svonefnda sviðuræktun (e. slash and burn farming...

category-iconJarðvísindi

Brjóta sjórinn og vindurinn einhvern tímann Ísland niður svo að það verði að engu?

Ástæða þess að sjór og vindur munu ekki eyða Íslandi er sú að hér verður stöðug nýmyndun lands. Nýja landið er oft varanlegt ólíkt því sem gerist til dæmis í Surtsey en hún myndaðist í eldgosi fyrir tæpum 40 árum og verður sennilega horfin í hafið eftir 1-200 ár. Þar til fyrir um 62 milljónum ára voru Bretlands...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju er mannkynið ekki búið að þróa sig þannig að það séu ekki til nein „sokkahár“ fyrst maður verður stundum svona aumur í þeim?

Þetta er auðvitað meðal helstu þróunargalla mannkyns. Meðal annarra galla má telja takmarkaðan fjölda handa (hver mundi ekki vilja hafa fjórar hendur?) og vandræðin sem hljótast af því að ekki er hægt að vera nema á einum stað í einu. Vísindavefurinn leiðir um þessar mundir vinnuhóp vísindamanna um heim allan ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er eyðing regnskóganna bara af mannavöldum eða á náttúran einhvern þátt í henni?

Náttúruöflin hafa alltaf haft áhrif á regnskóga. Eldar, þurrkar, stormar og eldgos, svo nokkuð sé nefnt, hafa mikil áhrif á vöxt og viðgang regnskóganna og geta valdið raski á stórum svæðum. Náttúrleg röskun er þó harla ólík röskun af mannavöldum. Eldar, þurrkar og stormar eyða skóginum ekki algjörlega. Hluti v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er ýsan hrææta?

Svarið við þessari spurningu er nei, ýsan (Melanogrammus aeglefinus, e. haddock) er ekki hrææta heldur lifir hún aðallega á botndýrum meginhluta lífs síns. Ýsa (Melanogrammus aeglefinus) Þetta kom í ljós í rannsókn sem gerð var á vegum Hafrannsóknastofnunar á fyrri hluta 9. áratugar síðustu aldar. Rannsökuð var ...

category-iconHeimspeki

Geta dýr eins og hvalir haft einhver réttindi?

Hugmyndin um réttindi dýra hefur verið á döfinni um allnokkurt skeið en ýmsir hugsuðir settu hana fram af fullum þunga seint á 20. öld. Spurningin er að sjálfsögðu mannmiðuð, það er spurt er frá sjónarhóli mannsins hvort dýr hafi réttindi gagnvart manninum. Lögmál náttúrunnar og líf dýra samkvæmt þeim er annað mál...

category-iconLífvísindi: almennt

Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur, og þar á meðal hinn vitiborni maður, hafi þróast úr dauðum jarðefnum án þess að nokkur sköpunarmáttur hafi verið þar að verki?Þetta samræmist einmitt vísindalegri hugsun. Um leið og við færum að gera ráð fyrir því að sérstakur utan...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi?

Skilgreiningin á hugtakinu frumskógur nær til skóga þar sem tré hafa náð mjög háum aldri og þar má finna fjölbreytt og flókin vistkerfi. Einkenni slíkra skóga er þéttur og mikill undirgróður og misgömul tré, sum mjög há og gömul jafnvel mörg hundruð ára. Í frumskógum jarðar má finna margar fágætar dýrategundir, en...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru tölvuskrár geymdar og hvað verður um þær þegar þeim er hent?

Hvernig geymast skrár? Til að skilja betur hvað verður um skrár eftir að þeim er eytt borgar sig að skoða fyrst hvernig skrár eru geymdar eða vistaðar í tölvum. Hér verður miðað við Windows stýrikerfið, en meðhöndlun skráa er svipuð í öðrum stýrikerfum, svo sem Linux og Mac OS. Hægt er að lesa í stuttu máli um ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er kynlífsfíkn og hvenær telst maður vera orðinn kynlífsfíkill?

Hugtakið kynlífsfíkn er mjög umdeilt og er ekki að finna í venjulegum greiningarhandbókum geðlækna eða kynlífsfræðinga. Á seinni árum hafa myndast alls kyns fíknihugtök svo sem vinnufíkn, kynlífsfíkn, matarfíkn, íþróttafíkn og fleiri sem lýsa ákveðnu hugarástandi sem fólk telur sig kannast við. Venjulega eiga menn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?

Skógarmörðurinn (Martes martes) lifir eins og nafnið gefur til kynna í skóglendi og finnst víða í Evrópu og Mið-Asíu. Skógarmörðurinn er af vísluættinni og mælist 42-52 cm á lengd, með um 20 cm langa rófu. Hæð hans yfir herðakamb er um 15 cm og hann vegur yfirleitt um 1-2 kg. Vistfræðirannsóknir hafa sýnt að by...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margir órangútanapar í Afríku? En í heiminum?

Ekki er höfundi þessa svars kunnugt um hversu margir órangútanapar (Pongo pygmaeus) eru í Afríku en sjálfsagt eiga nokkrir heimkynni sín í dýragörðum í álfunni. Villtir órangútanapar lifa hins vegar í regnskógum Borneó og á takmörkuðu svæði á Súmötru. Samkvæmt rannsóknum eins helsta fremdardýrafræðings heims, ...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Vilhjálmur Árnason stundað?

Vilhjálmur Árnason er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Siðfræðistofnunar. Í rannsóknum sínum hefur hann einkum fengist við efni á sviði siðfræði, tilvistarheimspeki og heimspeki samfélags og stjórnmála. Vilhjálmur hefur í ritum sínum fjallað um margvísleg viðfangsefni, oft á mörku...

category-iconLandafræði

Af hverju heitir brekkan sem er skammt austan Litlu-Kaffistofunnar Draugahlíðarbrekka?

Samkvæmt Árbók Ferðafélags Íslands 2003 mun nafnið Draugahlíðarbrekka ekki vera mjög gamalt. Þór Vigfússon höfundur bókarinnar segir að á þessum slóðum kunni að vera beinaleifar. Sagnir séu um að Margrét, bóndadóttir úr Flóa, hafi lagst út laust eftir 1800 nálægt gömlu þjóðleiðinni og rænt ferðamenn. Guðmundur bón...

Fleiri niðurstöður