Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4397 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Talsverður ruglingur virðist vera í orðabókum varðandi web site og web page. Hvort er hvað?

Í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar, sem er í umsjón málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er íslenska orðið yfir web site ‛vefsetur’ en yfir web page ‛vefsíða’. Heimildirnar eru fengnar úr fleiri en einu orðasafni. Ef litið er í Tölvuorðasafn, sem gefið var út 2005, þá stendur vi...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Hanna Ragnarsdóttir stundað?

Hanna Ragnarsdóttir er prófessor í fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að börnum og fullorðnum af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og skólum og ýmsum þáttum fjölmenningarlegs skólastarfs. Hanna hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á gagnrýnin sjónar...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hefur skaðsemi þess að borða riðusýkt kindakjöt verið könnuð?

Svarið er já, slíkar kannanir hafa verið gerðar. Niðurstöður þeirra benda ekki til þess að neysla riðusýkts kindakjöts valdi heilasjúkdómnum sem átt er við hjá mönnum. Hér mun vera átt við hugsanleg tengsl smitandi heilasjúkdóms hjá mönnum, sem kenndur er við Þjóðverjana Creutzfeldt og Jakob, við neyslu rið...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ég var í námi í Danmörku og útskrifaðist sem web-integrator frá Tækniskólanum í Álaborg. Er til eitthvert íslenskt orð fyrir web-integrator?

Svo virðist sem web-integrator hafi ekki fengið íslenskt heiti. Málræktarsvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur heitið ekki í Orðabanka sínum yfir fræðiheiti á fjölmörgum sviðum. Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands hefur ekki heldur tekið heitið fyrir á fundi en hún hefur séð um að íslenska...

category-iconLæknisfræði

Hver var Joseph Lister og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Joseph Lister, stundum kallaður faðir nútímaskurðlækninga, er einn af frumkvöðlum smitvarna. Hann var enskur skurðlæknir sem innleiddi nýjar aðferðir við sótthreinsun með notkun karbólsýru sem urðu til þess að umbreyta aðferðum í skurðlækningum á síðari hluta 19. aldar. Afrek hans lá í því að gera sótthreinsun að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma?

Svarið við seinni spurningunni er hreint og klárt nei! Ástæðan fyrir því að til eru svona mörg afbrigði hunda liggur í því að maðurinn hefur tekið hundinn upp á sína arma og ræktað fram hina ólíkustu eiginleika í honum. Í dag eru til líklega um 400 hreinræktuð hundakyn. Hvolpar af íslenska fjárhundakyninu Upprun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað borða andarungar?

Andarungar þurfa mjög prótínríka fæðu til að vaxa og dafna. Frjósamar tjarnir og vötn eru kjörlendi fyrir andavarp. Andarungarnir éta helst ýmsar skordýralirfur og önnur vatnasmádýr sem innihalda mikið prótín. Andarungar. Reykjavíkurtjörn hefur talsvert verið í umræðunni undanfarin misseri vegna þess hversu ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þýðir www?

Tvöföldu vöffin þrjú sem koma fyrir í vefslóðum eru skammstöfun fyrir World Wide Web sem þýðir veraldarvefur. Veraldarvefurinn er ákveðið kerfi til upplýsingamiðlunar sem notað er á Internetinu. Hann átti upptök sín hjá evrópsku öreindarannsóknastöðinni CERN við Genéve í Sviss. Internetið er tölvunet sem nær yf...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Guðrún Nordal stundað?

Guðrún Nordal er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Guðrúnar spanna vítt svið íslenskra miðaldabókmennta og liggja eftir hana fjöldi alþjóðlegra ritrýndra greina og bóka. Hún hefur fengist við rannsóknir á íslenskum m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig komust refir til Íslands löngu fyrir landnám?

Íslenski melrakkinn (Vulpes lagopus) er af hánorrænni refategund sem útbreidd er á meginlöndum og eyjum allt umhverfis norðurheimskautið. Rannsóknir á erfðaefni benda til þess að íslenski stofninn hafi verið einangraður frá öðrum stofnum mjög lengi, jafnvel frá því eftir að ísöld lauk (Dalén, L. o.fl. 2005). He...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvert er hlutverk sogæðakerfisins?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Hvar liggur sogæðakerfið helst og hvernig vinnur það? Hefur sogæðanudd sannað árangur sinn? Vessi er blóðvökvi sem síast út úr háræðum blóðrásarkerfisins í vefina þar sem hann verður að millifrumuvökva og að lokum að vessa sem safnast í grannar rásir, svokallaðar vessa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir selir við Ísland?

Við Íslandsstrendur kæpa tvær tegundir sela, landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus). Allt frá árinu 1980 hefur reglulega verið lagt mat á stærð landselstofnsins við Ísland. Út frá talningu árið 2020 var stofnstærðin metin um 10.300 dýr. Það er mikil fækkun frá því talningar hófust en 1980 var á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?

Hestar eru einstaklega félagslyndar skepnur. Forfeður þeirra voru dýr sléttunnar og þar er gott að vera í hóp til að geta falið sig í fjöldanum þegar rándýr eru á ferðinni. Það er því sterkt í eðli þeirra að flýja hættu og eins og allir vita þá fara þeir hratt yfir. Aðlögun að sléttulífi og félagslyndi sýnir sig b...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Virða flugur eitthvert lögmál um lífsrými?

Upphaflega spurningin var svona: Ég er oft á sumrin stödd á sveitabæ þar sem flugur safnast stöðugt í eldhúsið. Þótt þær séu drepnar, koma alltaf mjög fljótt aðrar í staðinn, en aðeins að vissu marki, yfirleitt aldrei fleiri en 5-6 í þetta eldhús (nema í sérstökum flugnasumrum). Flugurnar sýnast virða eitthvert...

category-iconHugvísindi

Hvað gerist í líkamanum eftir dauðann? Er það þá sem dauðahryglur heyrast og hvað eru þær eiginlega?

Dauðahrygla er hósti eða snörl deyjandi manns. Það er þess vegna ekki tengt þeim ferlum sem fara af stað í líkamanum eftir dauðann. Það sem gerist eftir dauðann er að líkaminn rotnar. Annars vegar fyrir tilstilli svonefndra efnakljúfa sem eru í vefjafrumum okkar en hins vegar vegna gerla sem eru í líkama okkar ...

Fleiri niðurstöður