Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 97 svör fundust
Hvað er húðin mörg prósent af manninum?
Í fróðlegu svari Stefáns B. Sigurðssonar við spurningunni Er húðin líffæri? kemur fram að húðin er stærsta líffæri líkamans. Í fullorðnum manni er yfirborð húðarinnar um 2 fermetrar og hún vegur um það bil 5 kg eða um 15% af líkamsmassanum. Nánar má lesa um húðina í svarinu sem nefnt var hér í byrjun og öðrum s...
Hvað eru fílar þungir þegar þeir fæðast?
Fílar eru stærstu landdýr jarðarinnar. Því er við því að búast að afkvæmi þeirra séu bæði stór og þung. Meðgöngutími fílskúa er mjög langur eða 18-22 mánuðir. Kálfurinn er um 100 kg við burð og er á spena í um eitt og hálft ár (18 mánuði). Til eru fjölmörg svör á Vísindavefnum um fíla, til dæmis: Hvert e...
Hvert er öflugasta eldfjall sólkerfisins?
Loki Patera er um 200 km breið skeifulaga hrauntjörn, rétt norðan miðbaugs Íó, fylgitungls Júpíters. Eldfjallið er nefnt eftir norræna jötninum Loka Laufeyjarsyni. Loki reyndist vera virkt eldfjall á myndum sem Voyager 1 tók af tunglinu er það þaut fram hjá Júpíter árið 1979. Síðar kom í ljós að það er öflugast...
Hvað geta hundar lifað lengi án matar og vatns?
Margar dýrategundir geta tekist á við svelti í skamman tíma án þess að bíða skaða af. Lífið er barátta og í lífi villtra dýra koma oft dagar þar sem enga fæðu er að fá. Rannsóknir á tíðni drápa hjá úlfum (Canis lupus) hafa sýnt að þeir fella bráð að jafnaði á þriggja daga fresti og þá belgja þeir sig út af kjö...
Getið þið sagt mér hvernig orðið sigtimjöl (notað í bakstur) er á ensku?
Orðið sigtimjöl er ekki í íslensk-enskum orðabókum en í dansk-enskri orðabók er danska orðið "sigtemel" þýtt með "bolted flour" (Hermann Vinterberg og C. A. Bodelsen: Dansk-engelsk ordbog (1956)). Orðið "sigtimjöl" mætti því sennilega þýða með "bolted rye", ef það fyrirbæri er á annað borð til í enskumælandi lönd...
Mun „jólastjarnan“ sjást frá Íslandi 21. desember 2020?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Í norsku blaði var sagt frá því að 21. des. 2020 muni jólastjarna sjást á himni. Síðast sást hún fyrir 826 árum. Mun hún sjást á Íslandi? „Jólastjarnan“ umrædda eru pláneturnar Júpíter og Satúrnus. Mánudagskvöldið 21. desember 2020 verða þær svo nálægt hvor annarri á himni að ...
Hver er kjörþyngd 13 ára drengs?
Það er mjög breytilegt hvað börn í sama aldurshópi eru þung, sérstaklega hjá 11-14 ára börnum, þar sem sum ná kynþroska snemma og önnur seinna. Líkamsþyngd eins barns getur verið tvöföld líkamsþyngd annars, en bæði börnin eðlileg miðað við sinn vaxtarhraða og þroska. Af þessum sökum er erfitt að benda á einhverja ...
Eru til tenntir fuglar?
Nú á dögum finnast engir tenntir fuglar. Margir fræðimenn telja að gen sem stuðla að tannvexti hafi stökkbreyst og orðið óvirk í fuglum fyrir um 70 milljónum ára. Steingerðar leifar af mörgum forsögulegum fuglategundum benda til þess að þær hafi verið tenntar líkt og áar þeirra skriðdýrin. Öglir (Archaeopteryx), s...
Hvert er rúmmál gullstangar og hve þung er hún?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað er rúmmálið á gullstöng og þyngd? Gull er frumefni með sætistöluna 79 og efnatáknið Au. Gull er mjúkur málmur og einkar eftirsóknarverður, meðal annars vegna stöðuleika hans en gull tærist ekki í lofti eða vatni eins og margir aðrir málmar. Gull er algengt í skartgripum...
Við hvaða hita er eðlismassi mældur? Hann hlýtur að vera breytilegur vegna hitaþenslu?
Það er rétt að eðlismassi fer eftir hita. Flest efni þenjast út við hitun, það er að segja að rúmmálið eykst. Þar sem eðlismassi er massi deilt með rúmmáli og massinn breytist ekki, þá þýðir þetta að eðlismassinn minnkar yfirleitt við hitun. Engu að síður er hægt að mæla eðlismassa við hvaða hita sem vera skal....
Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?
Miltað tilheyrir vessakerfi líkamans og er stærsta líffærið í líkamanum úr eitilvef. Það er þakið hylki úr þéttum bandvef og liggur milli maga og þindar. Í miltanu eru ýmsar gerðir af blóðfrumum, þar með talin rauðkorn, átfrumur og hvítfrumur. Miltað síar ekki vessa eins og önnur líffæri vessakerfisins en það i...
Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?
Almennt er talið að þyngsta risaeðla sem með vissu var uppi hafi verið finngálkn (Brachiosaurus) sem vó um 55 tonn og var um 25 m á lengd. Finngálkn var þó ekki lengsta risaeðlan þar sem trölleðla (Supersaurus) var um 42 m löng. Hún hefur líklega vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið. Nýle...
Eru vöðvar í fingrum?
Það hljómar ef til vill ankannalega en það eru engir vöðvar í fingrunum sjálfum nema svokallaðir hárreisivöðvar í húðinni. Hvernig í ósköpunum förum við þá að því að hreyfa fingurna? Segja má að þeir séu hreyfðir með nokkurs konar fjarstýringu. Reyndar má líta svo á að allar hreyfingar mannslíkamans séu framkallað...
Hvernig er hægt að finna út hvað jörðin er þung?
Í Alfræði Menningarsjóðs: Stjörnufræði eftir Þorstein Sæmundsson (Reykjavík 1972) segir svo um massa stjarna: Massa (efnismagn) þeirra reikistjarna, sem hafa tungl, er tiltölulega auðvelt að finna með því að mæla umferðartíma einhvers tunglsins og meðalfjarlægð þess frá móðurhnettinum og beita síðan þriðja lö...
Hvernig varð sólin til?
Svonefnd geimþokukenning útskýrir hvernig sólkerfið okkar varð til. Samkvæmt henni myndaðist sólkerfið í geimþoku fyrir um það bil 4,6 milljörðum ára. Mynd eftir William K. Hartmann sem á að sýna uppruna sólkerfisins. Höggbylgjur frá sprengistjörnum í geimþokunni mynduðu hvirfla í þokunni sem byrjuðu að falla...