Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1396 svör fundust
Hvernig varð íslenskan til?
Þegar Ísland tók að byggjast á 9. öld komu flestir landnámsmanna frá Noregi og tóku sumir á leiðinni þræla á Írlandi. Fyrstu aldirnar var sama tunga töluð á Íslandi og í Noregi þannig að lítill munur var á og orðaforðinn var að mestu norrænn fyrir utan fáein keltnesk tökuorð. Þetta hélst að mestu fram á 13. öl...
Hvaða ár var íslenska krónan tekin í notkun?
Saga opinbers gjaldmiðils á Íslandi hefst árið 1778 með formlegri lögfestingu danskra kúrantseðla (kúrantdala) sem voru með íslenskum texta. Árið 1885 var landsstjórninni heimilað með lögum að gefa út íslenska peningaseðla í nafni landssjóðs, fyrir allt að hálfri milljón króna og var það fyrsta starfsfé Landsbanka...
Hvað heitir þessi og næsti áratugur á ensku?
Margir lesendur Vísindavefsins velta greinilega fyrir sér heiti áratuganna á ensku og íslensku. Aðrar spurningar sem okkur hafa borist eru til dæmis:Níundi áratugurinn var kallaður "eighties", hvað er þessi kallaður?Hvaða heitir áratugurinn sem er núna á Íslandi og í Bandaríkjunum?Allir vita að níundi áratugur er ...
Í íslensku er áherslan alltaf á fyrsta atkvæði orðs, eru til einhver orð í íslensku þar sem áherslan er ekki á fyrsta atkvæði?
Atkvæði í orði hafa mismunandi áherslu. Í íslensku er reglan sú að aðaláhersla er á fyrsta atkvæði orðs en aukaáhersla kemur oft á síðari lið samsetts orðs. Þannig er aðaláhersla á fyrra atkvæði í orðinu 'skóli. Í 'skólastjóri er aðaláherslan á fyrsta atkvæði (skól-) og aukaáhersla á fyrsta atkvæði í síðari samset...
Hvað ræður fæðuvali sauðfjár?
Rannsóknir hafa sýnt að fæðuval hjá flestum skepnum er áunnið atferli sem felur í sér bæði eigin reynslu og félagslegt nám, þar sem lært er af öðrum. Undantekningar frá þessari reglu er helst að finna hjá skammlífum tegundum sem hafa lítinn tíma til að afla sér reynslu og hjá tegundum þar sem félagsleg samskipti ...
Hver bjó til íslenska fánann?
Á fundi í Stúdentafélagi Reykjavíkur 27. september 1906 sýndi Matthías Þórðarson, síðar þjóðminjavörður, fánahugmynd sína: hvítan kross í bláum feldi með rauðum krossi innan í hvíta krossinum. Áttu litirnir að tákna fjallablámann, ísinn og eldinn. Hugmyndin var samþykkt seinna. Þetta svar er tekið nær orðrétt f...
Hefur íslenska landnámshænan sérstakt fræðiheiti?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þar sem nytjahænur hafa latínuheitið Gallus Domesticus, hefur þá „gamla“ íslenska hænan eitthvert annað nafn, til dæmis Gallus Domesticus Islandicus? Nytjahænsni nútímans eru komin af svonefndum bankívahænsnum (Gallus gallus) en það er ein fjögurra tegunda innan ættkvíslar ...
Hver er uppruni íslenska tungumálsins?
Íslenska tilheyrir þeirri grein indóevrópska frummálsins sem nefnd er germanska. Germanska greinist snemma í þrjár undirættir: Til austurgermönsku telst aðeins eitt mál, gotneska, sem talað var af hinum forna þjóðflokki Gotum en er nú útdautt. Heimildir um það eru varðveittar í þýðingu Úlfílasar biskups á B...
Hver er uppruni íslenska fjárhundsins?
Íslenski hundurinn er talinn skyldastur norska búhundinum og hann barst líklega til Íslands með landnámsmönnum. Hann var lengi notaður í smalamennsku en er núna vinsæll fjölskylduhundur. Íslenski fjárhundurinn nýtur töluverðar sérstöðu enda var afbrigðið lengi einangrað frá öðrum afbrigðum. Íslenski fjárhun...
Hver er uppruni íslenska hestsins?
Íslenski hesturinn er kominn frá Noregi og þaðan frá Mongólíu. Þetta kemur fram í ýtarlegu svari Stefáns Aðalsteinssonar við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn? Íslenskur hestur í haga. Sameindalíffræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á þennan skyldleika og hann kemur líklega ekki á óvart ef v...
Er hrossaskítur í íslenska neftóbakinu?
Í stuttu máli er svarið við spurningunni nei. Íslenska neftóbakið inniheldur ekki hrossaskít og á ekki að komast í tæri við hann á einn eða annan hátt. Uppistaðan í íslensku neftóbaki er hrátóbak (e. grinded tobacco), það er að segja möluð tóbakslauf. Hrátóbakið kemur annars vegar frá Swedish Match í Svíþjóð (aðal...
Hvenær var íslenska stafrófinu breytt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær var íslenska stafrófinu breytt úr: (a, á) b c (d, ð) (e, é) f g h (i, í) j k l m n (o, ó) p q r s t (u, ú) (v, w) x (y, ý) z x þ æ ö -- yfir í: a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö. Ég er m...
Úr hverju er íslenska myntin?
Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna ýmsan fróðleik um íslensku peningana, bæði myntirnar og seðla. Hér má sjá yfirlit um málminn sem er í hverri mynt fyrir sig. 100 og 50 króna myntir Gulleit eirblanda með: 70% kopar 24,5% sink 5,5% nikkel 10, 5 og 1 krónu myntir Málmblanda með: ...
Er íslenska notuð í geimnum?
Já, íslenska er notuð í geimnum! Ekki þó í þeim skilningi að þar tali menn almennt íslensku heldur eru til nokkrir staðir í sólkerfinu sem bera íslensk heiti. Frá árinu 1919 hefur það verið í verkahring nafnanefndar Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) að nefna fyrirbæri á hnöttum s...
Hvert er elsta íslenska pappírshandritið?
Elsta íslenska pappírshandritið er bréfa- og minnisbók Gissurar sem í kjölfar siðbreytingar varð biskup í Skálholti. Íslendingar fóru að nota pappír heldur síðar en aðrar þjóðir. Danir og Svíar eiga pappírshandrit frá 15. öld en á Íslandi er nokkurn veginn allt á skinni frá þeim tíma. Á síðari hluta 16. aldar þoka...