- Níundi áratugurinn var kallaður "eighties", hvað er þessi kallaður?
- Hvaða heitir áratugurinn sem er núna á Íslandi og í Bandaríkjunum?
- Allir vita að níundi áratugur er oft kallaður eighties og sá tíundi nineties og svo framvegis. En hvað kallar maður fyrsta áratug þessarar aldar?

Djass tónlistarmaðurinn Louis Armstrong hóf feril sinn í þriðja áratugi 20. aldar, 'the roaring twenties'.
Skrifað | Lesið |
1900s | nineteen hundreds |
1910s | nineteen tens |
1920s | nineteen twenties eða twenties |
1930s | nineteen thirties eða thirties |
1940s | nineteen forties eða forties |
1950s | nineteen fifties eða fifties |
1960s | nineteen sixties eða sixties |
1970s | nineteen seventies eða seventies |
1980s | nineteen eighties eða eighties |
1990s | nineteen nineties eða nineties |
Rétt er að taka fram að sumir áratugirnir eru algengari í ræðu og riti en aðrir. Afar fátítt er til dæmis að talað sé um 'the 1900s' eða 'the 1910s' en flestir hafa líklega heyrt um 'the roaring twenties'. Á Englandi er frekar vísað til fyrsta áratugar síðustu aldar sem 'the Edwardian period' en talað sé um 'the 1900s'. Ástæðan fyrir því er að Játvarður konungur VII ríkti árin 1901-1910. Samkvæmt þessari málvenju sem hér hefur verið tíunduð er áratugurinn sem nú er, skrifaður á ensku sem '2000s' og úr því er lesið 'twenty hundreds'. Næsti áratugur er svo '2010s' sem er lesið 'twenty tens' og svo framvegis. Við höfum einnig rekist á önnur heiti yfir fyrsta áratug þessarar aldar, svo sem heitin 'the Nillies' dregið af orðinu 'nil' sem merkir ekkert eða núll og 'the 0-0s' borið fram sem 'oh-ohs'. Mynd:
- Wikipedia - List of 1920s jazz standards. (Sótt 11.7.2018).