Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 42 svör fundust
Er það rétt sem heyrst hefur, að hröðun letidýra sé minni en annarra dýra þegar þau detta niður úr trjám?
Letidýr lifa í Suður-Ameríku og þeir sem nenna geta lesið um um þau í svörum við eftirfarandi spurningum: Hvar finnast letidýr?Hvaða spendýr fer hægast í heiminum? Sígild eðlisfræði segir okkur að þyngdarhröðun allra hluta sé sú sama á tilteknum stað, um það bil 9,8 m/s2 við yfirborð jarðar. Þetta þýðir að fallh...
Hver er mesti hraði sem mannvera getur náð án þess að deyja?
Svarið er í stuttu máli það að hraði drepur engan; það er svokölluð hröðun eða hraðabreyting sem getur hins vegar vissulega verið lífshættuleg. Þegar við sitjum í flugvél sem hefur náð fullum hraða og er komin í lárétt flug, þá finnum við yfirleitt ekkert fyrir hraða flugvélarinnar. Engu að síður er hann mö...
Hvernig virka nætursjónaukar, á hverskonar eðlisfræði byggja þeir?
Svarinu við spurningunni er skipt í tvo kafla. Sá fyrri gefur almenna yfirlitsmynd um uppbyggingu og virkni nætursjónauka, meðan líta má á seinni kaflann sem ýtarefni um íhluti sjónaukans. Fyrri kaflinn ætti að nægja mörgum lesendum en sá seinni er ætlaður þeim kröfuharðari. Hann fjallar um tæknilega útfærslu og e...
Hver var þessi Murphy sem lögmál Murphys er kennt við?
Hið svonefnda lögmál Murphys (e. Murphy's Law) hljóðar svona á ensku:If anything can go wrong, it will.Á íslensku er hefð fyrir því að þýða það eitthvað á þessa leið:Ef eitthvað getur farið úrskeiðis, mun það gera það. Nokkrar tilgátur er á kreiki um hvers vegna lögmál þetta var eignað manni að nafni Murphy og ei...
Hefur hreyfingarstefna áhrif á þyngd?
Svarið er nei, yfirleitt ekki, en samt í vissum skilningi já! Þyngd hlutar í bókstaflegum skilningi er heildarkrafturinn sem verkar á hann vegna annarra massa í kring. Þessi kraftur er eingöngu háður stað hlutarins en ekki hraða eða stefnu. Ef við erum í grennd við jörðina ræðst þyngd okkar þess vegna eingöngu ...
Skýrir snúningur jarðar það að aðdráttarafl jarðar er eða virðist minna við miðbaug þar sem miðflóttaaflið er mest?
Þyngdarkraftur frá jörð, til dæmis á pendúl, mælist yfirleitt minni við miðbaug en annars staðar á jörðinni. Til þess liggja tvær ástæður og áhrif þeirra leggjast saman. -- Önnur er sú að miðbaugur er lengra frá jarðarmiðju en aðrir staðir á yfirborði jarðar og þyngdarkrafturinn minnkar með vaxandi fjarlægð frá m...
Er hægt að búa til gerviþyngdarafl eða þyngdarhermi?
Svarið er já; það er vel hægt og við gerum það oft sjálf eða upplifum það í daglegu lífi. Eiginlegur þyngdarkraftur verkar milli allra hluta sem hafa massa eða búa yfir orku. Slíkur kraftur verður til eða breytist þegar massi eða orka myndast eða færist úr stað. Hægt er að líkja fullkomlega eftir þess konar þyngda...
Af hverju verða gervihnettir að vera yfir miðbaug jarðar ef þeir eiga ekki að hringsóla um hana?
Skýringin á þessu er fólgin í þyngdarlögmálinu ásamt svonefndu öðru lögmáli Newtons. Af þessum lögmálum leiðir að braut gervihnattar er alltaf í sömu sléttunni (plane) sem við köllum brautarsléttu og sú slétta liggur auk þess um jarðarmiðju. Ef braut gervihnattar liggur einhvers staðar norður fyrir miðbaug hlýtur ...
Hvernig hljóðar annað lögmál Newtons?
Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað er um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Annað lögmál Newtons hljóðar svo í þýðingu á han...
Hvernig reiknar maður út hröðun eða hraðabreytingu frumeinda eða sameinda efnis þegar viðkomandi efni er hitað eða kælt?
Hröðun (e. acceleration) hluta er skilgreind sem hraðaaukning háð tíma. Þannig er til dæmis hægt að tilgreina hröðun kappakstursbifreiðar með því að tiltaka hve mikilli hraðaaukningu, til dæmis í km/klst, viðkomandi bifreið nái á sekúndu. Hröðunin væri þá gefin upp í einingunni km/(klst∙sek). Samkvæmt alþjó...
Hve langt gæti verið þangað til að annar skjálfti á stærð við Dalvíkurskjálftann 1934 kæmi aftur?
Um Dalvíkurskjálftann er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934? og bendum við lesendum á að lesa það svar einnig. Eðlilega er spurt hversu líklegt sé að annar eins skjálfti og Dalvíkurskjálftinn 1934 komi á næstu áratugum eða öldum. Engar sögulegar heimi...
Hefur þyngdarkrafturinn verið mældur nákvæmlega á Íslandi?
Já, styrkur þyndarsviðsins hefur verið mældur mjög nákvæmlega á mörgum stöðum á Íslandi, með mælitækjum sem nefnast þyngdarmælar og eru nokkurs konar óstöðugir pendúlar. Fyrstu stóru syrpurnar af slíkum mælingum hérlendis voru gerðar upp úr 1950. Franskur vísindaleiðangur reið á vaðið en Trausti Einarsson próf...
Er hægt að sveifla pendúl í geimnum? Yrðu þá lengd hans og hraða takmörk sett, og gæti hann náð ljóshraða?
Svarið er já; það er hægt að sveifla pendúl í geimnum en þó ekki við þær aðstæður sem algengastar eru í geimferðum. Lengd og hraði eru aðeins háð svipuðum takmörkunum og hér við yfirborð jarðar. Hugsum okkur að í miðjum klefa í geimfari sé kúluliður sem pendúll er festur í, það er að segja létt stöng me...
Er bráðlega hægt að nota gerviþyngdarafl svo að menn geti gengið á venjulegan hátt í geimskutlum?
Mönnum er eðlilegast að hreyfa sig við yfirborð jarðar þar sem þyngdarhröðun er yfirleitt nokkurn veginn hin sama, eða um 9,8 m/s2. Sú stærð er oft táknuð með bókstafnum g. Þyngdarkrafturinn á tiltekinn hlut er síðan massinn sinnum þyngdarhröðunin:Þ = m g Þegar hlutur er kyrrstæður verkar þessi kraftur á hann en j...
Hver eru lögmál Newtons?
Baldvin Sigurjónsson (f. 1985) spurði líka: Hver er Newton og hvað gerði hann? Með 'lögmálum Newtons' er venjulega átt við þrjú lögmál sem eru ævinlega kennd við hann og jafnvel ekki neitt annað. Þau eru þessi:Fyrsta lögmál Newtons, stundum einnig nefnt tregðulögmálið. Annað lögmál Newtons (um kraft og hrö...