Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2998 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver var fyrsti forseti Íslands?

Fyrsti forseti lýðveldisins var Sveinn Björnsson (1881-1952), sem var kjörinn 17. júní 1944 og sat til dánardægurs 1952. Annar forseti Íslands var Ásgeir Ásgeirsson (1894-1972) sem sat í 16 ár, frá 1952—1968. Sveinn Björnsson var fyrsti forseti lýðveldisins. Árið 1968 varð Kristján Eldjárn forseti (1917-...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsti leikari Íslands?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver var fyrsti leikari Íslands og getur þú sagt mér eitthvað frá honum eða henni? Hvað gerir einstakling að leikara? Er það sá sem hefur viðurværi sitt af leiklist? Eða sá sem hefur menntun á sviði leiklistar? Það er varla fyrr en með opnun Þjóðleikhússins árið 1950 se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær kom fyrsti kötturinn til Íslands?

Lítið sem ekkert hefur fundist af beinaleifum katta við fornleifarannsóknir á Íslandi og þeirra er ekki víða getið í fornum heimildum eins og Gunnar Karlsson kemur inn á svari sínu við spurningunni Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna var lýðveldi ekki stofnað fyrr á Íslandi?

Ísland varð lýðveldi 17. júní 1944. Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkisins er kjörinn en fær ekki embættið í arf líkt og tíðkast í konungsríkjum. Það að Ísland varð lýðveldi þýddi með öðrum orðum að kjörinn forseti varð þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs. Stofnun lýðveldisins markaði mikil tímamót í sögu Ísla...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig maður var Sveinn Björnsson forseti og hvað afrekaði hann?

Upphaflega voru spurningarnar: Getið þið sagt mér frá ævi Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenska lýðveldisins? Hvernig var hann sem persóna? Hvað afrekaði Sveinn Björnsson í valdatíð sinni sem forseti? Sveinn Björnsson var fyrsti forseti Íslands og mótaði embættið að mörgu leyti. Hann skiptir því miklu...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var fyrsti faraó Egyptalands?

Orðið faraó merkir ‘húsið mikla’ (e. the great house). Egyptar trúðu að faraóar væru guðir og jafnvel eftir dauða þeirra voru þeir taldir guðdómlegir. Menes er talinn hafa verið fyrsti konungur sameinaðs Egyptalands og hann ríkti á árunum 3100-2850 fyrir Krist, en á þeim tíma voru þjóðhöfðingjar Egyptalands ek...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað var Danakonungur gamall árið 1944 og átti hann systkini?

Öll spurningin hljóðaði svona: Átti Danakonungur (Kristján tíundi) systkini? Hvað var hann gamall árið 1944 og hvernig leit hann út? Þegar Ísland fékk sjálfstæði 1944 sat Kristján 10. á valdastóli í Danmörku. Hann var fæddur 26. september 1870 og var því 74 ára þegar Íslendingar sögðu endanlega skilið við D...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru lofkvæði?

Lofkvæði eru einfaldlega kvæði með lofi eða hrósi um einhvern. Í hugtakasafninu Hugtök og heiti í bókmenntafræði er ekki sérstök færsla um lofkvæði heldur vísað á hugtakið dróttkvæði. Dróttkvæði eru iðulega flokkuð eftir efni og einn flokkur þeirra er hirðkvæði sem eru lofkvæði um höfðingja, en orðið drótt merk...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju varð Reykjavík höfuðstaður Íslands?

Sjá má merki þess strax á miðöldum að svæðið við Faxaflóa sunnanverðan þótti vel til þess fallið að vera aðsetur umboðsstjórnar konungs á Íslandi. Líklega hefur það einkum stafað af því að þar voru góð fiskimið nærri landi og góðir lendingarstaðir skipa, í Hafnarfirði og víðar. Útlendir kaupmenn hafa því verið fús...

category-iconMálvísindi: almennt

Fyrir hvað stendur gríski bókstafurinn ómega og hvaða almenna merkingu hefur hann?

Gríski bókstafurinn ómega (W eða w) stóð í forngrísku fyrir langt o-hljóð. Það var einungis lengdin sem aðgreindi hann frá stafnum ómikron (O eða o), sem var skrifaður alveg eins og O í okkar stafrófi og stóð fyrir stutt o-hljóð. Þessi aðgreining sést raunar á nöfnum stafanna því að omega þýðir bókstaflega "stóra ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Mídas konungur?

Í grískri goðafræði var Mídas konungur í Frýgíu í Anatólíu eða Litlu-Asíu þar sem Tyrkland er nú. Til eru margar sögur af honum en frægust þeirra er sú sem segir frá því hvernig Mídas öðlaðist þann eiginleika að geta breytt öllu því í gull sem hann snerti. Það atvikaðist þannig að dag einn uppgötvaði Díonýsos sem ...

category-iconHugvísindi

Hver skrifaði Gamla sáttmála og hvað fólst í honum?

Gamli sáttmáli var samningur milli Íslendinga og Noregskonungs sem fyrst var skrifað undir í Lögréttu á Alþingi árið 1262. Í honum fólst í meginatriðum að Íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs og greiddu honum skatt. Landið var þó ekki innlimað í veldi konungs heldur gert að skattlandi líkt og Rómverjar gerðu o...

category-iconHugvísindi

Hvaða Danakonungur ákvað að gefa Íslendingum sjálfstæði?

Eiginlega enginn, að minnsta kosti enginn einn. Eini konungurinn sem mér vitanlega tók persónulega ákvörðun um að veita Íslendingum sjálfstæðari stöðu en þeir höfðu haft fram að þeim tíma var Kristján áttundi, sem skipaði svo fyrir árið 1840, þvert ofan í tillögur embættismanna sinna, að Íslendingum yrði gefinn ko...

category-iconHugvísindi

Hver er meginmunurinn á rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki?

Á tuttugustu öld urðu til tveir meginstraumar í vestrænni heimspeki, rökgreiningarheimspeki annars vegar og svokölluð meginlandsheimspeki hins vegar. Þessi skipting heimspekinnar á sér að vísu miklu lengri forsögu. En hún er einnig svolítið villandi. Munurinn á þessum meginstraumum innan heimspekinnar er ekki fyll...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru lögréttumenn á miðöldum þingmenn þess tíma eða hver var embættisskylda þeirra?

Stöður lögréttumanna urðu til eftir að Ísland komst undir konungsvald, fyrst með lögbókinni Járnsíðu 1271, síðan með Jónsbók sem tók gildi 1281. Þessar stöður voru til uns Alþingi var lagt niður um aldamótin 1800. Lögréttumenn voru bændur, karlmenn sem ráku bú, tilnefndir af sýslumönnum og lögmönnum. Það gerðist þ...

Fleiri niðurstöður