Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 456 svör fundust

category-iconHugvísindi

Af hverju er Rás 1 kölluð Gufan og stundum Gamla gufan?

Heitið gufan eða gamla gufan er vel þekkt í nágrannalöndunum um útvarpið. Það fór að heyrast sem the old steamradio, das alte Dampfradio og dampradioen í enskumælandi löndum, í Þýskalandi og Danmörku og sjálfsagt víðar fljótlega eftir að sjónvarp kom á markað. Margir töldu þá að dagar útvarpsins væru liðnir og...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig er rafmagn búið til með jarðhita?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig virka jarðvarmavirkjanir? Hvernig er raforka framleidd með jarðhita? Jarðvarmavirkjanir framleiða rafmagn með gufu sem sótt er í jarðskorpuna. Margar þeirra framleiða einnig heitt vatn þar sem það kemur oft með gufunni upp á yfirborðið. Djúpar holur eru boraðar á jarð...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast gervigígar?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hver er munurinn á gervigígum og venjulegum gígum? Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir vatnsósa jarðveg, til dæmis mýri, vatnsbakka eða árfarveg. Í stuttu máli gengur ferlið sem leiðir til myndunar gervigíga þannig fyrir sig:Hraunið rennur yfir vatnsósa jarðveginn, en sö...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er talið að Gamla testamentið hafi orðið til á löngum tíma?

Elsta efni Gamla testamentisins er eldfornt og orðið til á öðru árþúsundi fyrir Krist. Meginefni þess er hins vegar til orðið eftir að konungdæmi var sett á laggirnar eða um 1000 fyrir Krist og fram á tíma útlegðarinnar í Babýlon á árunum 586 – 538 f. Kr. Esra- og Nehemíabók, Daníelsbók og Esterarbók eru yngstu ri...

category-iconVeðurfræði

Af hverju hefur hlýnandi loftslag þau áhrif að úrhellisrigning verður algengari?

Fyrir réttum tveim öldum (árið 1824) birti franski verkfræðingurinn Sadi Carnot (1796–1832) grundvallarrit um varmavélar og það afl sem fá má úr eldi (Réflexions sur la puissance motrice du feu et sur les machines propres à développer cette puissance).[1] Þetta rit lagði grunninn að nútíma varmafræði og á grund...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru virkjanir á Íslandi margar og hvað heita þær?

Mikið er framleitt af rafmagni á Íslandi og samkvæmt nýjum tölum frá Orkuspárnefnd eiga Íslendingar nú heimsmet í raforkunotkun á hvern íbúa. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun er fjöldi almenningsrafstöðva á Íslandi 91. Af þeim eru 28 vatnsaflsstöðvar, 6 eru jarðhitastöðvar og 57 eru eldsneytisstöðvar sem ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað hét pabbi Abrahams?

Tara hét faðir Abrahams. Abraham fæddist Abram en var samkvæmt 1. Mósebók nefndur Abraham af Guði er Guð gerir við hann samning:Sjá, það er ég, sem hefi gjört við þig sáttmála, og þú skalt verða faðir margra þjóða. Því skalt þú eigi lengur nefnast Abram, heldur skalt þú heita Abraham, því að föður margra þjóða ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verður ölkelduvatn til?

Um ölkeldur á Íslandi er fjallað í grein eftir Stefán Arnórsson (Eldur er í Norðri, Reykjavík, Sögufélag 1982, bls. 401-407). Ölkelduvatn, sem getur verið ýmist kalt eða heitt, hefur verið skilgreint þannig að samanlagður styrkur karbónats (CO2 + HCO3- + CO3--) í því sé 1 gramm eða meira per lítra vatns. Fyrir hér...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef allir bílar í heiminum gengju fyrir vetni myndi þá rigna endalaust um allan heim?

Í stuttu máli: Nei það myndi ekki gerast. Vert er að líta á nokkur atriði í þessu sambandi. Þegar bílar eru í gangi gefa þeir frá sér bæði vatnsgufu og koltvísýring (CO2). Nú þegar berst því mikil vatnsgufa út í andrúmsloftið frá allri umferð. Umferðin ásamt hitun frá húsum og ljósum í borginni veldur því einn...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig flokka Gyðingar rit Gamla testamentisins?

Gyðingar flokka rit Gamla testamentisins í lögmálið, ritin og spámennina. Lögmálið er Mósebækurnar fimm, ritin eru söguritin, spekiritin og sálmarnir og loks eru það spámannaritin. Hjá Gyðingum nýtur lögmálið (torah) mestrar hylli og helgi. Gyðingar tala raunar ekki um „Gamla testamentið.“ Það er kristið hugtak...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna fara kristnir menn aðeins eftir sumum ákvæðum Gamla testamentisins?

Það er forn kristin regla að lesa Biblíuna fyrst og fremst í ljósi Jesú Krists. Einn forn höfundur orðaði regluna á þessa leið: „Nýja testamentið liggur hulið í Gamla testamentinu. Gamla testamentið opnast í Nýja testamentinu.“ Það er ljóst af lestri Nýja testamentisins að Jesús kom með nýja túlkun á boðum og fyri...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig var jólamaturinn í gamla daga?

Frá því er ekki sagt berum orðum í fornritum hver hafi frá alda öðli verið helsti jólamatur á Íslandi, en allt bendir til að það hafi verið kjötmeti af einhverju tagi, og upphaflega nýtt kjöt. Einna gleggst sést þetta af ákvæði í þjóðveldislögunum að slátrun fjár til matar var eitt af hinu fáa sem leyft var að vin...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var lífið í gamla daga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvernig var lífið hjá sveitafólki og þrælum á Íslandi í gamla daga? Einfalda svarið er auðvitað: ömurlegt. Í húsum var í besta lagi hálfdimmt – ekkert rafmagn – og oft kalt – engin hitaveita. Hvorki voru vatnssalerni né böð í húsum fólks og koppar undir rúmum svo að stundum h...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Gat fólk skilið í gamla daga?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hefði ekki verið hægt fyrir Bjarna og Steinunni á Sjöundá að fara fram á skilnað við maka sína í stað þess að myrða þá? Svo að byrjað sé á byrjuninni eru ótraustar og mótsagnakenndar heimildir um hjónaskilnaðarrétt Íslendinga í heiðni. Í Brennu-Njáls sögu segir frá Þráni Sig...

category-iconHugvísindi

Notaði fólk tannbursta í gamla daga?

Þótt almenn tannburstanotkun hafi ekki fest sig í sessi fyrr en á síðustu öld hefur það þekkst í árþúsundir að hreinsa tennur á einhvern hátt. Fyrr á tímum var til dæmis algengt að nota litlar trjágreinar í þeim tilgangi og eins notuðu menn tuskur til að nudda óhreinindi af tönnum. Heimildum ber ekki alveg sama...

Fleiri niðurstöður