Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 50 svör fundust
Er til fleirtala af bókstafnum A?
Bókstafirnir eru oft notaðir í fleirtölu en þá að jafnaði með töluorði á undan, til dæmis „Orðið pabbi er skrifað með tveimur béum, orðið þátttaka er skrifað með þremur téum.” Stafurinn A hefur dálitla sérstöðu þar sem hann getur hljóðverpst (a>ö) ef skilyrði eru fyrir hendi. Ef við segjum: „Margir vilja s...
Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu?
Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að ö er haft aftast í íslenska stafrófinu á meðan t.d. á og í koma á eftir a og i, og ð kemur á eftir d en þ aftarlega? Fyrst er rétt að rifja upp íslenska stafrófið og stafrófsröðina: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u...
Hvað er vestfirska, hvernig lýsir hún sér og hvenær "dó" hún út?
Með vestfirsku er átt við þau málfarslegu atriði sem teljast einkennandi fyrir Vestfirðinga. Þau eru einkum tvö. Annars vegar er um að ræða svokallaðan vestfirskan einhljóðaframburð. Sérstaklega er átt við að sérhljóðin a, e og ö eru borin fram sem einhljóð á undan -ng- og -nk- þar sem annars postaðar á landinu er...
Eru fleiri stafir í íslenskum orðum en í skyldum tungumálum?
Í íslenska stafrófinu eru taldir 33 bókstafir: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó p, r, s, t, u, ú, v, x, y, ý, z, þ, æ, ö Auk þessara bókstafa eru c og w sem aðeins eru notaðir í mannanöfnum af erlendum uppruna. Í dönsku og norsku eru bókstafirnir 29. Þar eru ekki notaðir broddstafi...
Hvernig á að beygja heiti bókstafanna í eintölu og fleirtölu?
Ef þörf er á að beygja bókstafina eru þeir allir auðbeygðir nema helst a-ið. Ef stafirnir d og f eru teknir sem dæmi beygjast þeir á eftirfarandi hátt í eintölu og fleirtölu: FallEintalaFleirtala Nf.dédé Þf.dédé Þgf.déidéum Ef.désdéa FallEintalaFleirtala Nf.effeff Þf.effeff Þgf...
Hvað þýðir „hljóðkerfisbreyting” og hvernig er henni háttað í íslensku máli?
Í rannsóknum innan nútíma málvísinda á þeim hljóðum sem tungumál nýta sér hafa orðið til tvær undirgreinar, hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Orðið hljóðfræði er íslenskun á enska orðinu phonetics en hljóðkerfisfræði er notað um það sem á ensku er kallað phonology. Hljóðkerfi tungumáls byggist upp á þeim hljóðum ...
Eru til sérstakar reglur um umritun íslenskra stafa yfir á önnur tungumál?
Í staðlinum Upplýsingatækni – íslenskar kröfur ÍST 130:2004:12 frá Staðlaráði Íslands stendur um þetta:Íslensku skal að jafnaði rita með íslenskum bókstöfum. Ef tiltækur búnaður leyfir það ekki má hafa þetta til viðmiðunar: Upprunalegur stafur Staðgengill á/Á a...
Af hverju er orðið kóngur skrifað með ó, ætti ng-reglan ekki að koma í veg fyrir það?
Almenna reglan um sérhljóða á undan -ng- og -nk- er að rita a, e, i, y, u og ö þótt framburðurinn sé á, ei, í, ú, og au. Aðrir sérhljóðar á undan -ng- og -nk- eins og -é- í héngu,-ó- í kónguló, -o- í bongótromma og -æ- í vængur eru ritaðir í samræmi við framburð (Stafsetningarorðabókin 2006: 701). Þannig er því ei...
Hver er stysta þekkta setning á íslensku sem hefur að geyma alla bókstafi íslenska stafrófsins?
Þrátt fyrir leit hef ég hvergi séð setningu sem talin er sú stysta með öllum íslenskum bókstöfum. Í henni þurfa að vera:aá b d ð eé f g h ií j k l m n oó p r s t uú v x yý þ æ ö = 32 stafir.Það er ágæt þraut fyrir samkvæmi að láta búa til slíkar setningar og alls ekki auðveld. Oftast verður líklega að nota einhver...
Af hverju notum við ekki symfónía fyrir alþjóðaorðið symphony í staðinn fyrir sinfónía?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna er íslenski ritháttur alþjóðaorðsins symphony (symfony)" sinfónía? M hefur breyst í N og Y hefur breyst í I. Rithátturinn sinfónía er nokkuð gamall í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá 1925 en á Tímarit.is frá 1926. Frá svipuðum tím...
Hvenær kom orðið stétt inn í íslensku?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan og hvenær kom orðið stétt í íslenskuna - bæði í merkingunni gangstétt og stéttarvitund o.fl.? Orðið stétt þekktist þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:541–542) eru nefndar nokkrar merkingar. Far sem gangandi gerir með skrefum sínum, og er þar ví...
Hvenær var íslenska stafrófinu breytt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær var íslenska stafrófinu breytt úr: (a, á) b c (d, ð) (e, é) f g h (i, í) j k l m n (o, ó) p q r s t (u, ú) (v, w) x (y, ý) z x þ æ ö -- yfir í: a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö. Ég er m...
Er vitað hvernig texti Íslendingasagnanna var borinn fram þegar hann var skrifaður?
Spyrjandi bætti eftirfarandi spurningu við: Ef svo er, gætirðu komið með nokkur dæmi um breytingar, og jafnvel brot úr einhverri sagnanna með hljóðfræðilegu letri?Ekki er vitað nákvæmlega hvernig íslenska var borin fram á miðöldum, en þó er ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á framburði Íslendinga frá landn...
Hvenær geisuðu Skaftáreldarnir?
Skaftáreldar eru með frægustu eldgosum á Íslandi. Þann 8. júní 1783 hófst gos í Lakagígum í Vestur-Skaftafellssýslu og stóð það fram í febrúar 1784. Í þessu gosi kom upp mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni síðasta árþúsundið. Heildarrúmál hraunsins er um 12 km3 og flatarmál þess 580 km2. Gosinu ...
Hvað heitir bókstafurinn "œ" á íslensku og hvernig er hljóðið borið fram?
Þessi bókstafur er oftast nefndur o-e límingur vegna þess að hann er settur saman ("límdur saman") úr bókstöfunum o og e. Hann var einstaka sinnum notaður í elstu íslensku handritunum á tólftu og fram á þrettándu öld en í íslensku nú á dögum sést hann fyrst og fremst í prentuðum útgáfum fornra texta, einkum ritum ...