Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 230 svör fundust
Hvernig var leikhús í Skandinavíu á miðöldum?
Leikhúsbyggingar voru ekki til á Norðurlöndum á miðöldum. Það sama á reyndar við um um flest önnur Evrópulönd á sama tíma (um miðaldaleikhúsið annars staðar, sjá til dæmis Axton 1974; Tydeman 1978; og Wickham 1987). Elstu varðveittu leikrit Norðurlanda eru flest frá síðari hluta 16. aldar (Tobie Comedia (gefið út ...
Hver var James Clerk Maxwell og hvert var framlag hans til vísindanna?
James Clerk Maxwell fæddist í Edinborg árið 1831 en fjölskylda hans flutti skömmu síðar í sveitasetur á landareign sem faðir hans hafði erft. Frá því að James lærði að tala sýndi hann óslökkvandi áhuga á öllu sem hreyfðist, heyrðist í eða glampaði á og krafðist skýringa á því hvers vegna hlutir hegðuðu sér eins og...
Hver var Joseph Lister og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Joseph Lister, stundum kallaður faðir nútímaskurðlækninga, er einn af frumkvöðlum smitvarna. Hann var enskur skurðlæknir sem innleiddi nýjar aðferðir við sótthreinsun með notkun karbólsýru sem urðu til þess að umbreyta aðferðum í skurðlækningum á síðari hluta 19. aldar. Afrek hans lá í því að gera sótthreinsun að ...
Hvað er diskó og hvernig varð sú tónlist til?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Hvernig má segja að diskóið hafi byrjað? Eða hver voru upptök þess og hvers vegna byrjaði það? Þegar litið er yfir sögu og þróun dægurtónlistarinnar er ljóst að diskótónlistin og menningarheimur hennar skipar þar veglegri sess en margan grunar. Tónlistin skaut fyrst ró...
Hvað er átt við með auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og hvaðan kemur það?
„Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ hefur orðið að föstu orðatiltæki í vestrænum heimi, sem vísar til grundvallarlögmáls í lögum og rétti fornra samfélaga, svokallað lex talionis, „lög jafns endurgjalds“ eða „endurgjaldsrefsingu“. Merking latneska orðsins talio felur í sér að einhverjum sé endurgoldið í sömu mynt...
Hversu slæm var einokunarverslunin raunverulega fyrir Ísland?
Árið 1602 veitti Danakonungur kaupmönnum í þrem dönskum borgum einkaleyfi til að versla við Íslendinga. Konungur vildi að ágóði af versluninni rynni í vasa Dana en ekki erlendra kaupmanna. Bjóða skyldi landsmönnum nóg af falslausri erlendri vöru á sanngjörnu verði í tilteknum höfnum. Breytingin vakti ekki hrif...
Hvaða kenningar hafði John Dewey um menntun og skóla?
John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...
Hvenær voru pappírspeningar fundnir upp?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvernig verða peningar til? Peningar geta verið af þrennu tagi. Í fyrsta lagi vara sem er verðmæti í sjálfum sér (e. commodity money), líkt og mynt sem slegin er úr eðalmálmum, svo sem gulli, silfri eða kopar. Í öðru lagi bein ávísun á verðmæti (e. representative money) se...
Hvaða íslensku nöfnum geta bæði karlar og konur heitið?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hversu mörg nöfn í íslensku er hægt að nota bæði fyrir karla og konur? Spurningin er nokkuð erfið að því leyti að ómögulegt er að segja fyrir um hvaða nöfn eru skyndilega valin á annað kyn en hefðbundið er (sbr. Sigríður, sjá neðar). Ég mun því tína til þau nöfn í nafnagru...
Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær?
Á fjórða árþúsundinu fyrir Krist fór að breiðast út um vestanverða Evrópu sá siður að gera mannvirki úr stórum steinum. Þessi fyrirbæri hafa verið nefnd á máli vísindanna „megalithos“ (e. megaliths) sem er komið úr grísku og merkir „stór steinn“, en á íslensku hafa þau verið kölluð jötunsteinar. Stærsta og tilkomu...
Fyrir hvað vann John Nash Nóbelsverðlaun og hvert var framlag hans til hagfræðinnar?
Um þessar mundir er sennilega óhætt að fullyrða að frægasti hagfræðingur heims sé Bandaríkjamaðurinn John Forbes Nash. Það er vel af sér vikið af manni sem ekki er hagfræðingur og hefur ekki unnið innan fræðasviðsins í nær hálfa öld. Nash fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1994. Þótt eftir því hafi verið tekið ...
Hvernig var tónlistin á árunum 1400-1600?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig var tónlistin á árunum 1400-1600? Og hvað voru svona algengustu hljóðfæri? Og hver voru bestu og frægustu tónskáldin? Og hvernig var þetta? Svara eins fljótt og hægt er og ekkert hangs og ekkert vesen? Ég fann bara eitthvað smá á Google.com en það var ekki eins mi...
Hvað er að gerast í listheiminum í dag?
Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að huga að skilgreiningu á fyrirbærinu listheimur en um það er meðal annars hægt að lesa í svari við spurningunni Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið? og í svari Gunnars Harðarsonar við spurningunni Hvernig er hægt að útskýra hvað list er? Meginatriðið í þeir...
Hvaða ávöxtur óx á skilningstrénu?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona: Hvaðan kemur þessi rótgróna hugmynd um að ávöxtur skilningstrésins hafi verið epli? Það er ekki með nokkru móti hægt að vita hvers lags ávöxtur óx á skilningstré góðs og ills vegna þess að hinn hebreski frumtexti Biblíunnar í 1. Mósebók 3.6 talar aðeins um „áv...
Hvað er hatursræða?
Hatursræða (e. hate speech) er flókið hugtak og ekki er til nein ein alþjóðlega viðurkennd skilgreining eða skilningur á því. Eigi að síður hefur þróunin orðið sú, með lögum, í dómaframkvæmd og í fræðiskrifum, að sá skaði og sú hætta, sem stafar af ákveðinni tjáningu, er alþjóðlega viðurkennd. Þannig hafa bæði á a...